Mænuskaðastofnun Íslands

Verð að fara nokkrum orðum um þetta frábæra starf Sem Auður Guðjónsdóttir og Hrafnhildur dóttir hennar hafa áorkað þó að nokkur tími sé frá þessari frétt.

Mikilvægi þessa starfs er ómetanlegt.

Mænusködduðum einstaklingum hefur fjölgað hrikalega undanfarin ár af ýmsum ástæðum.

En alvarlegir mænuskaðar hafa orðið í umferð og ekki síður í frístundum þar sem flestir alvarlegustu skaðarnir hafa orðið.

Faðir minn er alvarlega mænuskaddaður og því er málið mér hugleikið.

Einhvern veginn þá hugsar maður alltaf að þessi óhöpp komi bara fyrir aðra!

Mænuskaðastofnun Íslands mun hjálpa mörgum á leið sinni eftir slys hvort sem um er að ræða  einstaklinginn sem slasast eða fjölskyldu hans. Því að  vissulega vakna margar spurningar þegar sú staða er kominn upp.

Þetta þekki ég af eigin raun eftir að Pabbi slasaðist, þá fór ég á netið og leitaði að upplýsingum því að mér fannst að þrátt fyrir vilja Læknanna þá fannst mér þeir standa ráðþrota!

Sú er nánast raunin því að mænuskaði er nánast aldrei eins. Gagnlegustu upplýsingarnar fann ég á síðunni  http://www.christopherreeve.org

Þar til ég komst í kynni við starf Auðar og Hrafnhildar en það má m.a. sjá á síðunni www.sci.is

Til hamingju með árangurinn. 

 


mbl.is Mænuskaðastofnun stofnuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Fjarki.

Já, þetta er stórmerkilegt framtak hjá þeim mæðgum. Það er í raun ótrúlegt að á þessum tímum mikilla framfara skuli lítið sem ekkert hafa gerst í 50 ár í lækningum á mænuskaða.

Svo þú ert gamall Mosfellingur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 23.12.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...flott

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband