Örugg í höndum Lögreglunar?

Þetta er stutt vinsamleg saga af samskiptum  ungra manna við Lögregluna nú um helgina.

Kunningi minn og núna Lögreglunar var að skemmta sér ásamt öðrum vini sínum.

Það vildi svo óheppilega til að þessi vinur minn rann til í hálku og lenti harkalega á enninu svo að sprakk fyrir og fossblæddi yfir öðru auganu, og það sem verra var að hann stein-rotaðist!

Nú vinur hans samferða brást eðlilega við og var að stumra yfir þessum sameiginlega vini okkar þegar heimavarnarliðið mætti á staðinn!

Það var bara einn með rænu og til frásagnar um atburðinn þegar hér var komið við sögu, svo að allt leit þetta mjööög grunsamlega út.

Lögreglan brást mjög skemmtilega við enda miklir húmoristar upp til hópa. Þeir keyrðu þann slasaða á Bráðamóttökuna og heldu svo áfram með hinn vininn á Lögreglustöðina til yfirheyrslu.

Yfirheyrslan stóða aðeins yfir í 14 tíma og snérist um það að fá manninn til að játa að hafa barið vin sinn í götuna! 

Það er mikið á sig lagt til að tryggja öryggi okkar smáborgaranna. 

Jahá.. þeir hafa húmor í Löggunni.Wink

Þjóðerni viðkomandi er haldið leyndu af öryggisástæðum.Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband