Poland-Ísland

Ferðasaga og hugleiðingar.

Klukkan var rúmlega átta á mánudagsmorgni þegar farsíminn minn hringdi.

Góðan dag,(maðurinn kynnti sig) er þetta Finnur Bjarki? Já, svaraði ég og bauð góðan dag á móti.

Mig vantar Kokk til að fara með nokkrum körlum til Póllands að sækja skip og sigla því til Íslands, við leggjum af stað í fyrramálið 5-6 daga ferð! Kemstu með?

Eitthvað í þessa áttina, stutt og laggott hljómaði símtalið frá útgerðarmanninum.

Ég var svo sem ekki lengi að hugsa mig um, hafði ekki komið til Póllands. Ég hef kynnst mikið af Pólsku fólki undanfarin ár og hef lengi haft áhuga á að skoða landið.

Það stóð til að fljúga út á þriðjudegi til Gdansk og sigla skipinu frá Gdynia á miðvikudegi svo landkönnun var nú ekki beint í kortunum.

Svo óheppilega vildi til við vorum varla komnir út fyrir hafnargarðinn þegar upp kom vélarbilun með viðeigandi hávaða (Túrbínan farinn). Við komumst þó til baka inn í höfnina eftir miðnætti, þá var kominn fimmtudagurinn 1. Maí. Frídagur verkamanna er virtur í Pólandi og flestir eru í fríi á föstudeginum líka þar sem annar helgur frídagur í Pólandi ber upp þann 3. Maí (því miður hef ég ekki náð mér í nánari upplýsingar varðandi þennan frídag). 

Upphófst nokkuð sérkennilegt tímastríð til að ná í varahluti og koma skipinu í lag með nokkrum skondnum uppákomum, kannski of mörgum milliliðum og amk fjórum tungumálum, flækjunni lauk svo á þriðjudegi þegar við lögðum af stað heim á leið.Gdynia

En ég ætla aðeins að segja frá því sem fyrir augu bar á meðan við biðum eftir varahlutum (í frjálslegri tímaröð).

Gdynia, Sopot og Gdansk eru saman kallaðar Tri-City, á svæðinu búa um 1. milljón manna. Okkar skip Sóley Sigurjóns lá í höfninni í Gdynia sem er yngst þessara borga. Sopot er afskaplega falleg og mikil ferðamannaborg með glæsilegri strönd, hinar tvær eru hinsvegar meiri hafnarborgir og iðnaðarsvæði.

Gamli tíminn er á undanhaldi og verðlag orðið svipað og hérlendis, það er þó ennþá lægra matarverð og góð veitingahús mun ódýrari en hér heima. Þau veitingahús sem við fórum á eru verulega góð á allan hátt.

Enska er þó ekki á allra vörum en það gerði dvölina bara skemmtilegri, strákarnir sem voru með mér höfðu allir komið þarna áður og gátu sagt mér hversu stórstigar breytingarnar hafa verið á aðeins einum áratug.G�tumynd Gdansk

Þrátt fyrir örar breytingar þá sýnist mér Pólverjar mun skynsamari en við þegar kemur að uppbyggingu framtíðarinnar! Þarna sá ég áberandi virðingu fyrir borgarskipulagi og því skipulagi sem fyrir er.

Ný verslunarmiðstöð eldri hluta Gdansk er hlaðinn með múrsteinum líkt og eldri byggingarnar í Old-City sem er stórglæsileg með mikið aðdráttarafl og alvöru götumyndum.

Nýrri byggingar eru líka mjög smekklegar og falla vel að umhverfinu.

Í Sopot er mikil uppbygging við aðal ferðamannasvæðið og þar er öllum byggingum haldið í frekar lágreistum stíl og vinnusvæðin snyrtilegu þó að vinna sé í fullum gangi. Sopot er dýrust í verðlagi en áberandi falleg og heillandi borg á hraðri uppleið í vinsældum.  Þarna er iðandi mannlíf þrátt fyrir að ferðamanna tíminn sé ekki kominn í fullan gang.

N�tt Hotel

Nýtt Sheraton Hótel í Sopot telur c.a. 6 hæðir ofan á jarðhæð og lætur ekki mikið yfir sér en er falleg bygging og í stíl við eldri byggingar á svæðinu.

Ég var með ranghugmyndir um Pólland sem ferðamannaland en greinilegt er að gestrisnin er mikil.

Okkur var boðið til kvöldverðar á vegum skipasmíða verktakans á 5 stjörnu 17. aldar sveitahótelinu Dwor Oliwski. Einhver glæsilegasti kvöldverður sem ég hef tekið þátt í og staðurinn ævintýralega fallegur.

Ég fer aftur til Póllands það er á hreinu og þá langar mig að sjá miklu meira af landinu og því sem þessi merkilega þjóð hefur uppá að bjóða.

Siglingin heim gekk vel eftir viðgerðina og skipið  fékk mjúka meðferð alla leið þar til djöflaeyjan var í augsýn þá fengum við meinlausa en hefðbundna Íslenska brælu síðasta spölinn. Fyrstur til að kalla okkur upp var skipstjórinn á Vestmanney þar sem Simmi vinur minn er um borð. 

komin heim

 

 

 

 

 

 5-6 dagar urðu 13. og ný Sóley Sigurjóns fékk að sjálfsögðu glæsilegar móttökur í heimahöfn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og þá tekur þú konuna þína með Finnur minn, ekki satt?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.5.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Fjarki

Já Ingibjörg. Það geri ég örugglega, bloggið hljómar mjög solo, svona er maður nú sjálfselskur:) Góður punktur hjá þér.

Þarna er örugglega æðislegt að fara í hjóna/para/fjölskyldu ferð!

Mér er sagt að fyrir aðeins 10 árum hafi verið varhugavert að taka eiginkonurnar með á þessar slóðir! Vegna samkeppnisáhrifanna:))

Veit þó ekki um sannleiksgildið í þeim orðum!

Fjarki , 17.5.2008 kl. 11:47

3 identicon

mig langar til Póllands - gaman að lesa ferðasöguna

Berglind Elva (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband