Hlustaðu á Mömmu þína!

Cristiano-Ronaldo-Manchester-United-Champions_889105Enginn leikmaður er stærri en félagsliðið sem hann leikur fyrir.

Ég tek því undir með Eric CantonaManchester United heldur áfram að vinna þó að Ronaldo fari.

Það skipti ekki miklu máli með Beckham, Van Nistelrooy og fleiri sem hafa farið, sennilega hefur þó verið erfiðast að fylla  skarðið þegar Roy Keane hætti. Allir hætta einhvertímann.

Það er alltaf missir og jafnvel vonbrigði þegar góðir leikmenn hætta hjá Man Utd en jafn harðan stíga inn nýir frábærir leikmenn á sjónarsviðið.

Ronaldo er Englands og Evrópumeistari með Man United, dáður og virtur af fylgjendum félagsins og tiltölulega ungt lið United á bjarta framtíð fyrir höndum. Vissulega er hann skemmtikraftur á vellinum sem ég vill halda hjá United eins lengi og mögulegt er.

Real Madrid hefur ekki verið að gera það sérlega gott undanfarið í Meistaradeildinni en þó unnið Spænska titilinn tvö ár í röð. Innanbúðarerjur og valda pólitík hafa farið illa með þetta fornfræga og sigursæla lið og þeir virðast sjá lausnina á öllum þeirra vanda í C. Ronaldo.

Hjá Manchester United er hann umvafinn vinum og fólki sem styður við bakið á honum. Ég er ekki svo viss um að hann vilji stökkva þangað strax, þó að hann fari kannski síðar meir. Enda alla tíð sagt að honum langi að leika á Spáni einhvern tímann á ferlinum, svo að það hefur aldrei verið leyndarmál.   

En ég held að honum sé hollast að hlusta á Mömmu sína að þessu sinni því hann virðist ákaflega áhrifagjarn þegar hann er kominn út fyrir Manchester. 

 


mbl.is Mamma segir að Ronaldo fari hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið verður það nú gott ef Cronaldo fer... án hans væri ManU að keppa við Everton um 5 sæti ;)

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Fjarki

Segðu' ða' bara!

þú átt við að Liverpool eigi þá meiri möguleika á þriðja sætinu!

Fjarki , 7.6.2008 kl. 08:26

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já :)

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Finnur minn, eg er mest hrædd um að þú farir að baula, þú ert svo mikill Muari.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Fjarki

Geri það stundum:))

Fjarki , 7.6.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Voru ekki allir búnir að heyra brandarann um Búlgarann?

Hann gekk í gegnum allt helvítis rússakerfið hjá þeim til að lata breyta nafninu sínu í Manchester United. Loks þegar það var búið að ganga frá öllum hnútum og hann sá þetta á launaseðlinum fyrir örorkunni, hnippti vinur hans í hann og sagði, hey,, það vantar millinafnið!

Fullt nafn á að vera Manchester Fucking United! 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband