Ingó og Co

 Hugsjón og gleði.

 Á láglendi suðurlands hefur tónlistarlíf verið í miklum blóma frá því að ég man eftir mér.

Fjölbreytt blóm og misfalleg en það er aukaatriði, það eru áhrifin og tilfinningin sem þau vekja!

Á bloggsíðum má þessa dagana sjá miðaldra menn og aðra hamra á Ingó og Veðurguðunum, Á móti Sól og Merzedes Club og þeirri tónlist sem þessir gleðigjafar margra ungra sem aldinna bera á borð.

Það hefur lengi loðað við Sunnlenska tónlist og okkur Sunnlendinga að við viljum skemmta okkur og þá er ekki verið að taka sig alltof alvarlega, eðli málsins samkvæmt.

Tónlist er sem betur fer tæki til að spila á margar tegundir tilfinninga, ekki bara listrænar, heldur allan skalann.

Ég vona að enginn verði sár þó að ég tali um að Labbi í Glóru, Mánar, Logar, og þeirra tíma hljómsveitir hafi átt hvað stærstan þátt í tónlistar-gleði-sköpun Sunnlendinga og sveitaböllunum,Labbi þessari meintu lágmenningu, svona til að byrja með. En nokkrar hljómsveitir úr Reykjavík og víðar hafa lengi haft gaman að því að koma á Suðurlandið og skemmta sér.

Karma,Papar og Lótus voru t.d. mikil góð ball/tónleikabönd. Ég veit að það voru ýmsar aðrar góðar dans-sveitir starfandi sem ég man ekki nöfnin á þessu augnabliki.

Á móti sól var lengi vel í skugga Skítamórals(sem var þungarokksveit) og Land & Synir. Þrautseigjan í ÁMS og spilagleðin hjá þeim heldur í þeim góðu lífi og vel þokkaðir piltar hjá flestum landsmönnum og hafa aldrei passað inní svokallaða hnakkamenningu að mínu mati.

Sólstrandargæjarnir komu inn með mikla spilagleði og húmor og á þeim tíma var mikið rót og fjölbreytt tónlistarlíf í gangi, reyndar eins og í dag. Dalton, Klaufar, Ingó og Veðurguðirnir svo dæmi sé tekið.

Ég sé að ég þyrfti sennilega að fara út í bók ef ég á að fara ýtarlegar útí þessa sögu því að svo margt kemur upp í hugann!

Sumarsmellir og gleðipopp fer samt greinilega í taugarnar á ýmsum, misvel í mig sjálfan en það er ekki nauðsyn að öll tónlist sé byggð á einhverri hugsjón, það er eins og tónlist sem kemur fólki í létt skap og maður sönglar með í sólinni sé eitthvað hræðilegt! Ég efast satt að segja að Ingó og Veðurguðirnir séu með í huga við að semja einhver meistaraverk, en þó segir mér hugur að "Bahama" sé annað "Rangur maður" fyrir okkur sunnlendinga og eigi eftir að lifa lengi í útilegum og á böllum!

Kristjana StefánsEn viljandi hef ég ekki nefnt nokkra gullmola sem hafa risið úr þessari meintu lágmenningu okkar Sunnlendinga

það eru söngdívurnar Hera Björk Þórhalls, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir þær hafa allar tekið sína tónlist nokkrum skrefum lengra en gleði-poppið

Guðlaug Dröfn gaf nýlega út Jass plötu sem hún útsetti sjálf og Kristjana Stefáns er að gefa út Blues plötu með eigin lögum í bland við eldri lög og útsetningar eru í hennar höndum.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband