Razer

Þetta er nú bara eitt dæmið um hvað maður er margklofinn persónuleiki.

RazerRazer eru þéttir rokkarar frá Arizona. Að vísu er Chris Powers söngvari aðfluttur frá NY.

Chris er fanta söngvari og þekki ég það af eigin raun því hann hefur sungið inn á nokkrar upptökur fyrir mig með fínum árangri, og hinn vænsti strákur þrátt fyrir frekar skuggalegt útlit. Þeir eru það nú flestir þessir rokkarar, yfirleitt meinlausir rokkhundar sem gefa alla sína orku í músikina.

Razer er rokksveit sem má helst líkja við Iron Maiden og þess háttar rokksveitir, þéttir og kraftmiklir.Fyrsta breiðskífa þeirra er nýlega kominn út og heitir *Fall in line*. (Eitthvað sem Árni Matthisen vill örugglega að Ljósmæðurnar geri, orðalaust helst)

Ég hreifst ekkert sérstaklega af fyrstu lögunum sem ég heyrði en síðastliðið ár hafa þeir tekið stórt stökk uppá við og laga smíðarnar mun betri fyrir minn smekk og það sem ég heyrt af plötunni er fantagott.

Hér fyrir neðan er myndbandið um Super-peðið (Super Paun)

Fantagóð Rokksveit á uppleið!

Heimasíða RAZER:  http://www.razerband.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá loksins fésið á manninum sem maður búin að hlusta á marg oft.  Ágætis rokk þarna á ferðinni.

Myndbandið var full ofbeldishneigt fyrir minn smekk.  En ég held að þeim sé alveg sama hvað mér finnst. hehe

Þorbjörg sys (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:45

2 identicon

Aldrei heyrt í þeim áður en varð stórhrifinn af þessu lagi. Trommuleikarinn sérstaklega skemmtilegur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband