Gagnabanki á 5 tungumálum.

Landsöfnun sem Mænuskaðastofnun Íslands stendur fyrir nú er ætlaður til rannsókna á mænuskaða.

Ekki má gleyma því að Mænuskaðastofnunin stendur líka fyrir því að safna saman upplýsingum tengdum mænuskaða hvaðanæva úr heiminum og skiptir uppruni ekki máli, bara að upplýsingarnar komi að gagni.

Fyrir tilstilli Mænuskaðastofnunar Íslands hafa Íslensk heilbrigðisyfirvöld og Alþjóðlegu heilbrigðissamtökin WHO (World Health Organization) með stuðningi Evrópuráðsins sett á laggirnar alþjóðlegt samstarf um söfnun upplýsinga um ýmsar meðferðir og aðferðir sem hafa hugsanlega jákvæð áhrif á mænuskaða og bæta lífsgæði fólks sem hlotið hefur mænuskaða(SCI)

Verkefnið er byggt á þeirri trú að með opnum hug getum við púslað saman upplýsingum sem finnast um allan heim, hvort sem það er frá USA, Kína, Rússlandi og svo framvegis! Hvort sem þær upplýsingar eiga uppruna sinn í Austrænum eða vestrænum lækningum, rannsóknum frá stórum sem smáum Rannsóknastofum!

það er alvöru grundvöllur í dag til að sigrast á ráðgátunni en ekki bara fjarlægir draumórar.

Aðalmarkmið gagnabankans er að veita upplýsingar um þær fjölbreyttu aðferðir sem til eru, betur aðgengilegar fyrir einstaklinga með mænuskaða, fjölskyldur þeirra og velunnara.

Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA, og sér hann um að sannreyna allar þær upplýsingar sem verða hluti af gagnabankanum. Þýðendurnir eru allir læknir eða vísindamenn og koma frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi.

Gagnabankinn um mænuskaða er núna á 5 tungumálum:
ensku,spænsku,rússnesku,kínversku og arabísku.

Slóð : Gagnabanki SCI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband