Stórar breytingar í dreifingu Tónlistar.

Jun Mhoon, sérfræðingur í digital dreifingu tónlistar, talar hér um breytta veröld og algjöra umskiptingu valds í tónlistarheiminum, frá hefðbundnum útgefendum til auglýsingastofa, neytenda og eins listafólksins sjálfs í auknum mæli.

Mhoon segir einnig sínar skoðanir á því hvernig hann telur að ný kynslóð frumkvöðla hafa lykiláhrif á tónlistariðnaðinn í dag og hvernig iðnaðurinn muni verða í framtíðinni.

 

Sala tónlistar á netinu er sífellt að sækja á og minnkandi sala geisladiska allstaðar í heiminum hefur gríðarleg áhrif markaðinn, sem er að taka örum breytingum.
Hér á Íslandi sjáum við marga listamenn sjá um útgáfur alfarið á eigin vegum, ég tek Pál Óskar og Mugison sem dæmi um það. Eins ólíkir listamenn sem þeir erum segir líka til um hvað þessar breytingar eru víðtækar og ekki bundnar við neina ákveðna tónlistarstefnu.

Það hljómar kannski einkennilega en geisladiskar eru að teljast meira til kynningarefnis og fyrir safnara í stað þess að vera miðillin sjálfur til neytenda. Hljómsveitir sem halda tónleika eru líka með minjagripa og geisladiska sölu á tónleikastaðnum og allt snýst þetta um að komast nær neytandanum og ná eyrum hans, geisladiskurinn verður því æ meira einn af minjagripunum.

Í stað þess að kaupa heilan geisladisk er að verða mun algengara að fólk kaupi sér þau stöku lög af viðkomandi listamanni á netinu sem það langar í, jafnvel beint af heimasíðu listamannsins, beint inn á Ipod-inn sinn eða símann t.d!

Þeirri þróun er hvergi lokið og er bara rétt að byrja, því að stöðugt eru að koma fram nýir möguleikar og tækni fyrir listamenn að koma sýnum verkum á framfæri án þess að stórt útgáfufyrirtæki þurfi til. Hér koma til þessi smátæki eins og ipod spilarar, USB lyklar og símar sem gegna stærra hlutverki með hverjum degi sem líður.

Í dag er hægt að taka upp lag og koma því á netið, allt á nokkrum klukkustundum í stað þess að fara í bið eftir heildar útgáfupakka sem tekur lengri tíma, stundum mánuði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsa sér hvað weraldarvefurinn hefur aukið sjóndeildarhringinn. Áður fyrr höfðum við aðeins það sem útvarpsstöðvarnar völdu fyrir okkur og svo var hægt að gramsa í plötuverslunum, en það hafði sína ókosti. Núna hef ég það sem tómstundagaman að leita að listamönnum út um allan heim og hef fundið svo mikið af athyglisverðum, lítt þekktum, snillingum að ég er hættur að hlusta á tónlist í útvarpi. Enda hef ég nóg annað og betra með tímann að gera en að hlusta á Bítlalögin eða Sálina eða Megas í þúsundasta skipti. Það er nefnilega endalaust hægt að finna eitthvað nýtt á netinu. Hver fer, til dæmis, í bíó með því hugarfari að sjá alltaf sömu gömlu myndirnar?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Fjarki

Það er mikið rétt hjá þér, kostirnir yfirvega gallana og mikið af góðri tónlist að finna á netinu sem annars næði ekki eyrum okkar.

Að vísu er líka mikið af ekki eins góðri tónlist og þarf stundum að fara í gegnum mikið af slíku til að finna það góða, en það er líka nokkuð skemmtileg iðja.

Það er líka mun auðveldara að eiga samskipti við þessa sömu listamenn því að nálægðin er mun meiri en áður.

Fjarki , 8.10.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband