Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Allveg magnaður!

Það er óhætt að segja að það hefur aldrei vantað kraftinn í Eirík Hauksson.

Það verður líka áhugavert fyrir rokkara að fylgjast með samstarfi Eiríks við Trond Holter, en hann er annsi hreint sprækur gítarleikari og grunar mig að það verði enn kröftugra rokk en Wig-Wam gaf frá sér.

En virkilega gaman að sjá að Eiríkur Hauksson lætur sér ekki leiðast, frekar en fyrri daginn. 


mbl.is Eiríkur Hauksson í galdraböku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slá í gegn - Selja tónlist?

Ef þú ert  með þá hugmynd í kollinum að slá í gegn með hljómsveitinni þinni eða ætlar að stofna slíka til þess!

þá er nauðsynlegt að glugga aðeins í fræðslu á www.bemuso.com

Ég þekki sögu af hljómsveit sem gerði það fínt hér á landi, höfðu mjög gaman af þessu og langaði að reyna fyrir sér erlendis. 

Að stofna hljómsveit og skrifa undir útgáfusamning er víst ekki eins einfalt og í draumunum! 

En stuttu máli þá gekk þetta eftir hjá þeim. Það var flogið til Ameríku og skrifað undir hjá stórri útgáfu.

Sagan segir að þeir hafi lent í Partýum með ungum upprennandi stjörnum á borð við  Beyoncé Knowles og stöllum hennar sem þá voru í TLC.

Er nokkur furða að þessir hæfileikaríku strákar töldu sig á grænni grein? Draumurinn að rætast. 

Eitthvað var þetta nú að flækjast fyrir þessu stóra útgáfu fyrirtæki og lítið varð úr efndum af útgáfunar hendi.

Ég ætlað  að fullyrða að þetta hafi verið Bjarnargreiði því að þessi hljómsveit hefur aldrei náð flugi í samræmi við hæfilekana eftir það, hvorki hér á landi né erlendis.

Af því að ég þekki aðeins til í þessu tilviki þá hef ég líka trú á að þessir strákar eigi eftir að gera góða hluti. 

 Að losna úr skúffu stórfyritækis er örugglega ekki auðvelt, tímatapið og samband við aðdáendur slitnar að einhverju leiti ef listamennirnir hverfa í langann tíma. Sköpunargleðin dvínar líka sjálfsagt í svona álagi.

Ég held reyndar að hljómsveitin sem ég er með í huga sé bara ein af fjölmörgum sem lenda í þessum aðstæðum.

 www.bemuso.com er upplýsingasíða fyrir hljómsveitir og einstaklinga sem vilja selja Tónlist sína hvort sem um er að ræða í gegnum stórar útgáfur eða sjálfstætt!

Þarna er mikið magn upplýsingar um samninga og réttindi.

Kosti og ókosti samninga við útgáfu. 

 Gerðu www.bemuso.com að þinni útgáfu Bíblíu áður en þú skrifar undir samninga!

Það er freistandi og auðvelt að láta glepjast af fögrum orðum og oftast góðum ásetningi en þetta snýst líka um arðsemi hjá útgáfufyrirtækjum ekki bara þig. 



Ekkert uppgjör á árinu!

Ég hef tekið þá ákvörðun að gera ekki samantekt á árinu hjá mér.

Þetta var ágætt ár þrátt fyrir allt og ætla að skilja þannig við það.

Hinsvegar ætla ég að nota tímann í að skipuleggja árið 2008 eins og kostur er.

Það er samt skemmtilegt að sjá sum af þessum uppgjörum hjá fjölmiðlum. Tónlistar og Íþrótta uppgjör en Frétta uppgjörin, óveður og pólitík er ekki eins spennandi fyrir mig. Frekar niðurdrepandi fyrir móralinn.

 

Ég verð að minnast á Íþróttamann ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir.

Hún er frábær íþróttamanneskja og góð fyrirmynd að öllu leiti.

Hún var valin af Íþróttafréttamönnum með  Þorstein Gunnarsson í fararbroddi.

En hann var víst ekki par hrifinn af því að Hólmfríður Magnúsdóttir var valinn Knattspyrnukona ársins hjá félögum sínum úr Landsbankadeildinni.

Enda var Hólmfríður Magnúsdóttir hvergi sjáanleg á lista hinna alvitru Íþróttafréttamanna.

Ég þekki hvoruga stúlkuna en finnst þær báðar frábærar Knattspyrnukonur og eiga örugglega sína titla báðar skilið.

Það er hinsvegar þannig að þeir sem skora mörkin fá heiðurinn, en ekki þeir sem skapa færin og gefa stoðsendingar, það veit enginn betur en Íþróttafréttamaðurinn!

 

 

 

 


Lífsreynslu-saga úr Mosfellsbæ

Svona sögu er sennilega enginn skynsemi að segja frá, en mér finnst hún samt þess virði, þó að ég komi verst út úr henni sjálfur.

Fyrir nokkrum árum þá var ég að spila með þrem öðrum strákum, nokkuð reglulega í bílskúr og þar sem við gátum troðið okkur. Við höfðum fengið okkur lítið hljóðkerfi og fannst þetta reglulega gaman.

Þegar við vorum komnir með um það bil  30 lög þá fórum við að spá í að spila opinberlega,

þá var áhuginn að bera okkur lengra en getan svo sannarlega.

Ég þekkti lítilega til Karls Tómassonar trommara úr Gildrunni, og vissi að hann átti pöbb!

Álafoss-Föt-Bezt. Á fallegasta stað í Mosó Ég hafði reyndar búið eitt sumar í því sama húsi þegar ég vann hjá Pabba mínum, það er önnur saga.

Ég hringdi sem sagt í hann Kalla og spurði hann hvort að við mættum ekki spila eitt kvöld svona til að prófa okkur.

Hann tók okkur að sjálfsögðu afar vel og spurði hvað bandið héti, en þá vorum við ekki komnir lengra en það, að við vorum ekki komnir með það á hreint. Það var ákveðið að kalla okkur Sveitamenn. Það átti við okkur á margann hátt!

Þetta var mest Kántrý og CCR lög sem við vorum að leika okkur með.

Við mættum í hlýjuna á Álafoss Föt Bezt og stilltum upp, mjög spenntir en það var nístingsfrost og bylur úti. Kalli sagðist ekki búast við neinu fjölmenni sem varð líka raunin. 5-8 manns mættu á svæðið.

Okkar skýring er sú að Halldór heitinn Laxness lést annað hvort sama dag eða deginum áður, okkur fannst það eðlilegasta skýringinn eftir á að hyggja.

En við byrjuðum að spila og ekki laust við smá stress og ekki bætti úr að söngvarinn var orðinn náfölur og með einhverja pest og gat ekki verið meira með! Ég kunni að syngja örfá lög af prógramminu og þurfti að taka þung skref út fyrir þægindasviðið því að ekki gátum við bara hætt og  sært þessa 5-8 tónlistarunnendur sem þarna voru komnir.

Ég hóf sem sagt söngferil ásamt Bassaleik þetta kvöld opinberlega.

Eftir fyrsta lag þóttist ég nokkuð sáttur því að nú gekk yfir salinn (sem var tómur) eina kvennkyns veran á svæðinu og rakleitt til mín! Ég var lofaður, en þetta kitlaði nú eitthvað egóið þar til hún benti mér á að beigja mig svo hún gæti talað við mig!

Ég átti nú von á ósk um lag en þá var þessi yndæla kona bara svona almennilega að öskra ekki yfir allan salinn heldur hvíslaði hún í eyra mér!! Bassinn þinn er falskur!!! Og með þeim orðum var hún farinn á barinn.

Í öllu stressinu þá var ég allveg utan við mig að einbeyta mér að söngnum og  hvorki ég né félagar mínir áttuðum okkur á þessu.

En þetta var hárrétt hjá Dömunni.

Nú ekki bætti úr skák að í næsta lagi þá var kominn í salinn sjálfur Birgir söngvari úr Gildrunni og leið mér ekkert of vel að hafa hann til að minna sjálfan mig á mína sönghæfileika, þó að mér finnist ég geta tekið Eirík Haukson á góðum degi:))

En samkomulag varð á endanum um að hætta tímanlega þessum gjörningi, vegna veikinda!!

og Kalli hleypti okkur á barinn.

Þeir voru nú þó svo vingjarnlegir Kalli og Birgir að hvetja mig í að syngja meira, ég vissi aldrei hvort ég átti að taka því sem gríni eða alvöru svo að ég tók örugguleiðina og fæ aðra til að sjá um sönginn. 

Síðan þá hef ég ekki heldur spilað opinberlega! 

En sem þess í stað lög í von um að aðrir taki að sér að flytja þau:) 

Hafið það gott og ÆFIÐ ykkur, það getur komið sér vel! 

 

 

 

 


Mænuskaðastofnun Íslands

Verð að fara nokkrum orðum um þetta frábæra starf Sem Auður Guðjónsdóttir og Hrafnhildur dóttir hennar hafa áorkað þó að nokkur tími sé frá þessari frétt.

Mikilvægi þessa starfs er ómetanlegt.

Mænusködduðum einstaklingum hefur fjölgað hrikalega undanfarin ár af ýmsum ástæðum.

En alvarlegir mænuskaðar hafa orðið í umferð og ekki síður í frístundum þar sem flestir alvarlegustu skaðarnir hafa orðið.

Faðir minn er alvarlega mænuskaddaður og því er málið mér hugleikið.

Einhvern veginn þá hugsar maður alltaf að þessi óhöpp komi bara fyrir aðra!

Mænuskaðastofnun Íslands mun hjálpa mörgum á leið sinni eftir slys hvort sem um er að ræða  einstaklinginn sem slasast eða fjölskyldu hans. Því að  vissulega vakna margar spurningar þegar sú staða er kominn upp.

Þetta þekki ég af eigin raun eftir að Pabbi slasaðist, þá fór ég á netið og leitaði að upplýsingum því að mér fannst að þrátt fyrir vilja Læknanna þá fannst mér þeir standa ráðþrota!

Sú er nánast raunin því að mænuskaði er nánast aldrei eins. Gagnlegustu upplýsingarnar fann ég á síðunni  http://www.christopherreeve.org

Þar til ég komst í kynni við starf Auðar og Hrafnhildar en það má m.a. sjá á síðunni www.sci.is

Til hamingju með árangurinn. 

 


mbl.is Mænuskaðastofnun stofnuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband