Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Frelsi - til hvers?

Frelsi er vandmeðfarið! 

Það vekur oft athygli mína hversu vel við erum að okkur um aðrar þjóðir og þeirra menningu, sérstaklega í samanburði við okkar einstaka og ágæta land. "Bezt í Heimi" Segir þar alla söguna.

Í einni spjallþrætunni sem ég las þá snérist þrætan að hluta til um Ingibjörgu Sólrúnu og hvers vegna hún bæri slæðu við heimsókn í Islams ríki. Sumum fannst þetta undirlægjuháttur, öðrum kurteisi við menningu viðkomandi lands, og ef ég bæti við þá gæti það líka verið vegna sólarinnar og öryggisráðstöfun.

Einhver sagði að "þetta fólk tekur ekki niður slæðuna þegar það kemur hingað til lands" eins og það sé  alger óvirðing!

Ég spyr: Er það óvirðing við okkur staðföstu frelsishetjurnar að gestir okkar taki ekki niður slæðu þegar komið er á skerið?

Hvað með þetta frelsi sem við státum okkur af?

Er þetta hentisemi frelsi, sem er ekki ætlað öllum nema með ákveðnum forsendum?

Vegna þjóðernis eða trúar erum við að ætla þeim að leika eftir okkar reglum...Vestrænum Frelsis reglum!!!

Þá er nefnilega við hæfi að banna viðkomandi að hafa slæðu og svipta af viðkomandi því val-frelsi!

Mig minnir að mér hafi verið kennt í barnæsku að þetta væri kallað tvöfeldni,rætni,illgirni,einelti eða eitthvað í þá átt.

Það má því sennilega kalla mig öfga frjálshyggjumann því að ég vill gjarnan sjá blandaðan heim af öllum þessum frábæru menningar fjölbreytileika, ef fólk vill blanda menningu eða kynþáttum þá er það þeirra val sem þýðir frelsi í mínum huga.

Þeir sem ekki vilja blandast á einn eða annan hátt hafa val líka og þar með sitt frelsi!

Klæðaburður á vesturlöndum er mjög frjáls, svo frjáls að jafnvel ég er orðinn þreyttur á allri þessari nekt og krefst þess að konan mín sofi í náttfötum, sem væri frelsis-svipting ef hún væri ekki svona glöð með það :) 

Mín skoðun er sú að við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast okkar þjóðfélagsgerð án þess að taka frá þeim þeirra hefðir eða gera lítið úr þeirra uppruna.   

En svo eru líka til þeir sem vilja þvinga þeirra frelsi upp á aðra, frekar stórt dæmi er utanríkisstefna USA við flestar aðrar þjóðir! Þessi mikla frelsis þjóð sem ég dái svo mjög að öðru leiti.togethernessban

Einstaklingar eru jafn hættulegir í frelsis þvingun.

Frelsi fyrir einn til að gera það sem honum sýnist er oft á tíðum frelsissvipting fyrir þann næsta. Nefnum t.d.  Barnaþrælkun og Vændi!  Frelsi er tvíeggja sverð!

Það er því miður oft þannig að við ætlumst til þess að gestir þessa lands geri eins og við í einu og öllu! Þá á ég við að gera eins og ÉG í einu og öllu!

Og verða fangar í frelsinu með mér!

 

 

 


 


Sunnudags játningar!

Er það ekki við hæfi á mánudegi að vitna smávegis í Sunnudags játningar?

Góða vinir mínir Shay Dillon, Paul Kraushaar og Tim Riley voru að leika sér aðeins og blúsa í Stúdíói þeirra hjóna Shay og Paul á Sunnudegi.

Stefnan er að fá þau til landsins til að spila og skoða landið í leiðinni!

Ég er svo heppinn að hafa kynnst þeim öllum nokkuð vel og Shay Dillon hefur m.a. sungið nokkur lög eftir mig, ákaflega næm og góð söngkona með frábæra túlkun á texta.

Ég veit að hún er í uppáhaldi hjá mörgum hér á landi. 

 

 

 


Tungumálakunnátta.

Ef ég öfunda einhvern! Þá er það helst vegna tungumálakunnáttu! 

Ég las á Vísi.is að aðstoðar maður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, Carlos Queiroz talar fimm tungumál.

Ég vissi reynda að hann talar mörg tungumál en þetta fékk mig til að hugsa aðeins um hvað það er mikils virði að tala fleiri en eitt tungumál.

languages

Sjálfur tala ég bara móðurmálið og ensku án vandræða og kannski get ég bjargað mér í Dönsku og eitthvað í Þýsku en ekki mikið.

Alltaf verið heitur fyrir Spænskunámi, kann það helsta (að panta á barnum:), og fór reyndar í hálfan vetur að læra Kínversku (cantonese) sem var afskaplega skemmtilegt og jók einnig minn skilning á því hversu ólíkur og skemmtilegur menningararfur Asíu er samanborið við Vestræna menningu.

Ég var einhverntímann búinn að reikna það út að ef ég lærði Kínversku og Spænsku til viðbótar við Enskukunnáttuna (og Íslensku:-)

þá gæti ég tjáð mig við 98% jarðarbúa!!

Þá væri friðurinn útiWink

 

 

 

 

Síminn.....sparar tímann...!

Svona segir í gömlu lagi sem ég hef haldið uppá.

Nú hef ég verið að vinna í úrlausn til þess að faðir minn geti notað síma með raddstýringu eingöngu!

Hann er í þannig stöðu að hendurnar gagnast honum lítið, í bili amk..

Honum var færður GSM sími Nokia 6021 með bluetooth (blátönn:) sem átti að leysa þessi mál og gefa honum aukna möguleika á að halda sambandi við vini og fjölskyldu.

Hann á því að geta gefið símanum raddbendingar og hringt í þann sem hann langar til. 

Þetta hefur gengið hálf illa og Tæknideild símans í 800-7000 er ekki hæf til að hjálpa okkur með þetta og ég hef verið sendur í verslun þeirra í Ármúlanum eftir þau símtöl.

Ég bý um 100 km frá Reykjavík og hef gert mér tvær ferðir sérstaklega í þessum erindum. Í fyrsta símtali fékk ég þau svör að í verslun Símans væri fjöldinn allur af símum sem gerðu nákvæmlega þetta, stýrast með röddinni.

Ég spurði til að vera öruggur!! Alveg án þess að þrýsta á hnappa?

Já var svarið!!

Það er svo  mikið úrval að þú verður bara að sjá það sjálfur! 

Í fyrra skiptið sem ég fór var mér kennt að taka upp röddina og festa hana við númerið, það var að líða að lokun svo að stúlkan, þó kurteis væri var greinilega að flýta sér.

Síðan hóf ég tenór æfingar á símanum til að láta hann svara mér því að þetta var ekki svo flókið eftir allt saman!

En viti menn síminn var algjörlega heyrnarlaus og sýndi enginn viðbrögð.

Ég fór því á netið inn á Nokia.com og náði mér í upplýsingar um tegundina.

Það vantaði ekkert um hvað þessi síma er magnaður og möguleikarnir endalausir. Það vantaði bara eitt! Leiðbeiningar um hvernig ætti að láta alla þessa dýrð virka.

Þá var komið að síðari ferðinni í Ármúlann. Stúlkan fór með símann á bak við í "Sérfræðingaherbergið" og þeir fundu út að það væri takki eins og á Labb-Rabb talstöðvum sem þyrfti að þrýsta á og SVO AÐ TALA VIÐ SÍMANN SJÁLFAN !

Sem sagt niðurstaðan lá fyrir, Þeir eiga ekki til síma sem svarar með raddstýringu einni saman, með þau svör fór ég út.

Ég á erfitt með að trúa þessu miðað við tæknina í dag, en ég er búinn að gefast upp á Símanum ehf.

Það er búið ljúga að manni að þeir eigi hlutina til og svo er enginn áhugi á að leysa málið!

Það er ekki nóg að setja sjálfan Jesú í auglýsingaherferð, kraftaverkinn fylgja greinilega ekki með!

 
Þegar ég hringdi á Hátækni til að tala við sölumann þar sem ég kannast við, þá hringdi hann aldrei til baka þrátt fyrir þrenn skilaboð til hans, svo að ekki var þjónustan betri þar þrátt fyrir kunningsskap.

Það má þó hrósa þeim fyrir að mismuna ekki fólki vegna tengsla! 

Ef einhver veit betur og getur komið mér til aðstoðar þá er það vel þegið! 


Allveg mögnuð!!

Það er engu við þessa yfirlýsingu að bæta.

Björk er einfaldlega hafin yfir Stjórnmál.

Allir eiga sjálfstæði skilið! 


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær Gítarleikari fallinn. 02-03-08

Það er ekki langt síðan ég las að væntanlega væri ný plata með Jeff Healey og félögum, mér til mikillar ánægju.

Það er því frekar óvænt og sorglegt að heyra um fráfall þessa einlæga og einstaka listamanns.

Ég hef lengi verið aðdáandi þessa Kanadíska gítarsnillings, alveg síðan ég keypti See the light og Hell to pay í Bandaríkjunum árið 1990.

GetMeSome

Ný stúdíó rokkplata hefur ekki komið út síðan árið 2000 en þá kom út platan Get me some.

Væntanleg ný plata Jeff Healey Mess of Blues  er því fyrsta rokkplata Jeff Healey í átta ár og var áætlað að hún kæmi út í byrjun Apríl.

Undanfarin ár hefur Jeff Healey verið að fikta við Jazz og spilað með hljómsveit sinni Jeff Healey's Jazz Wizards.

Hann var mikill plötusafnari og átti t.d. yfir 25.000 titla af 78 snúninga plötum. Hann var virkur í að uppgötva og koma ungum listamönnum á framfæri og gefa þeim tækifæri.

 Mess of Blues

  • 1988: See the Light
  • 1989: Road House Soundtrack
  • 1990: Hell to Pay
  • 1992: Feel This
  • 1995: Cover to Cover
  • 2000: Get Me Some
  • 2002: Among Friends
  • 2004: Adventures in Jazzland
  • 2006: It's Tight Like That
  • 2008: Mess Of Blues

David Healey lést 2. Mars 2008 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Blessuð sé minning hans. 

http://www.jeffhealey.com/  

 

 


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband