Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Stórveldi mætast og nýliðavalið.

Nú er ljóst að LA Lakers og Boston Celtics mætast í úrslitum NBA deildarinnar!
playoff

 

Þessi lið mættust síðast úrslitum árið 1987 en þá unnu LA Lakers.

Þetta er nú bara auka atriði!

Aðalmálið er það að mitt lið Chicago Bulls er að vakna af værum blundi komnir með ágætislið (sem lék reyndar langt undir væntingum í vetur).

Chicago Bulls á 1. valrétt í nýliðavalinu þetta árið og valið stendur á milli tveggja frábærra leikmanna samkvæmt heimasíðu Chicago bulls.com .Rose og Beasley

Þetta árið er reyndar talað um mjög sterkann hóp nýliða. Það eru Memphis "wunderkid" Derrick Rose og  Kansas State's "Monster of the paint", Michael Beasley sem eru taldir tveir þeir áhugaverðustu í nýliðavalinu og allt bendir til að Chicago Bulls muni velja þeirra a milli.

 

 Michael Beasley.

Derrick Rose.

Þetta eru hrikalegir körfuboltamenn og spennandi að sjá hvernig þeir eiga eftir að standa sig í NBA deildinni.

Athyglisverður samanburður í þessari grein (smellið á) 


Unglingar og tölvutími.

 Það er oft smástríð... á mínu heimili þegar kemur að tölvunni og hversu lengi verið er í henni.

Svo það var flott að rekast á þetta viðtal sem Ellý Ármanns tók við Hugó Þórisson, mjög gagnlegt. Ég hef setið fyrirlestur hjá Hugo og það er eftirminnileg reynsla og góð. 

 

Burt með tölvuna ef unglingur hefur ekki stjórn

mynd Hugo Þórisson sálfræðingur.

ellyarmanns skrifar:

„Í fyrsta lagi ráðlegg ég íslenskum foreldrum að byrja snemma á að kenna börnum sínum að það gildi reglur um skjátímanotkun," segir Hugo Þórisson sálfræðingur þegar Vísir hefur samband við hann til að ræða tölvunotkun barna og unglinga og vandamálin sem kunna að fylgja henni.

„Foreldrar þurfa að skilja og vera meðvitaðir um að láta ekki duttlunga og stundarþægindi gera það að "leyfa" börnunum að vera smástund í tölvu eða horfa á DVD, sem oftast verður lengri en hugsað var í upphafi."

Hvað ráðleggur þú foreldrum sem vilja minnka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf barnanna?

„Setja reglur sem farið er eftir í nær öllum tilfellum. Þannig kenna foreldrar börnum að umgangast skjáefni af skilningi og ábyrgð."

„Ég ráðlegg einnig að börn og unglingar fái ekki skjá inn í herbergið fyrr en í fyrsta lagi að foreldrarnir eru 120% vissir um að þeir geti stjórnað notkuninni."

Er mikið um að Íslendingar leiti til þín út af vandamálum sem fylgja tölvunotkun inn á heimilum?

„Það er þó nokkuð vegna tölvunotkunar ungra drengja. Oftast er um það að ræða að ástandið er farið versnandi, lítil þátttaka í heimilislífinu, áhugaleysi um sjálfan sig, slakað á í námi og slök ástundun í skóla."

„Þegar ástandið er orðið þannig að unglingarnir ná ekki að hafa stjórn á
tölvunotkun sinni er eitt og bara eitt að gera. Það er að taka tölvuna burt
úr lífi þeirra, punktur," svarar Hugo aðspurður hvað er til ráða þegar ástandið er orðið óviðráðanlegt.

„Ekki bara í viku eða mánuð heldur í burtu. Þau ráða ekki við að stjórna sér og notkuninni og þá á ekki að vera að láta þau takast á við það."

„Ég hef hitt nokkra svona hugrakka foreldra og reynsla þeirra nær allra er að eftir ákveðinn tíma losna börnin þeirra "úr álögum" og verða virkari þátttakendur í lífinu í kringum þau en þau voru fyrr meðan tölvan eða sjónvarpsglápið freistaði þeirra og stal tíma frá því sem við teljum mikilvægt, mannlegum samskiptum, auglit til auglitis."

Heimasíða Hugo.


David Beckham

Það er ennþá líf í David Beckham, skondið mark hjá honum!


Lending rétt fyrir miðnætti!

invite_lander

 


Þetta er að verða spennandi!

Lending rétt fyrir miðnætti.

Mars 101

 


mbl.is „Sjö mínútur í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að Blogga? Í keppni við Púkann.

Er þetta ekki bara tímasóun?

Er að velta því fyrir mér hvers vegna ég byrjaði á þessu og hvers vegna fólk er yfirleitt að blogga.

Dagbókarformið prófaði ég einu sinni, sú tilraun entist sennilega í 3-4 daga. Það sem ég skrifa mest dags daglega eru pælingar, hugmyndir, og skiplag dagsins hjá mér svona þegar ég ætla mér að koma einhverju af viti í verk(Þó að það rati nú sjaldnast á bloggið).

2004collection333Þó að ég hafi ekki verið mjög duglegur að lesa annarra manna blogg þá er mjög gaman að þeim ólíkum stílum og hugtökum sem ég hef rekist á hjá bloggurum.

Bloggarar eru mis opnir gagnvart einkalífi sínu og sumir opna sig upp á gátt og koma með mjög persónulegar lýsingar á (einka)lífi og daglegum athöfnum sínum, einhverjir hafa gaman að því að stílfæra frásagnir og gera stundum frekar venjulegan dag mjög spennandi.superdog

Fjölmargir eru að ögra og tjá skoðanir sínar, sumir mjög frjálslega að því er virðist til að fá viðbrögð frekar heldur en að fara í ræðustól með undirbúna rökræðu. 

Þeir eru þó fjölmargir með mjög mótaðar hugmyndir og skoðanir sem hvergi er kvikað frá, oft skapast því harkalegar umræður með mis gáfulegum skoðanaskiptum.

Skemmtilegastir finnst mér ópólitískir fræðarar (ekki margir hérna) bloggarar sem setja fram mjög fróðlega pistla á ýmsum sviðum. Húmor og hnittin frásögn grípur mig jafnauðveldlega og hreytingar og dónaskapur fælir mig frá frekari lestri 

Ég hef skoðanir á ýmsu og gef mér leyfi til að skipta um skoðun ef góð rök og fræðsla segja mér annað.

Ég er algjörlega stefnulaus í mínu bloggi og á jafnvel erfitt með að kalla þetta blogg! því oft er ég að vitna í greinar eða fréttir sem aðrir hafa skrifað og vekja áhuga hjá mér af einhverjum ástæðum.

Ég m.a. byrjaði að ræða Ísrael-Palestínu og eiga skoðana skipti um málið, en gafst fljótlega upp á því, botnlaus umræða eins og svo margar deilur. Komst að því að ég var að eiga við fólk með mjög einhliða hugmyndir og rökræður flestar í sama fari.01 logo il padrino

Rasisma, Kynhneigð, og fordóma af því taginu hef ég ekki lagt mikið útí heldur.

Ég er nokkurn veginn með það á hreinu að umburðarlyndi og vonandi gagnkvæm virðing við aðra komi mér til þess að líða vel með mínar skoðanir og þá fordóma sem ég er að kljást við hverju sinni.

 

það kemur þó fyrir að stundum tekur smá tíma að hreinsa sandinn úr hárinu þegar ég er búinn að halda hausnum of lengi í ......... 

Almennt viðkvæði er þó að mér bara kemur það ekki við hvernig aðrir kjósa að hegða sér á meðan það hneykslar ekki mína viðkvæmu sál:) 

En ég er þó klárlega rasisti því að ég vill blanda þessu öllu saman í einn pott og hræra svo hressilega í! Einn kynþáttur með fjölbreyttan og áhugaverðan bakgrunn.

Sama á við um Trúarbrögð flestir eru að tala um sama Guðinn en hver með sína útgáfu, þetta sannar fyrir mér að Guð er kaldhæðinn húmoristi mjög. coexist_380x108

Blogg er sennilega í flestum tilvikum mjög gott fyrir hvern og einn til þess að fá útrás fyrir sínar skoðanir og þörf fyrir umræðufrelsi.

 

Fegurðin í bloggi felst því örugglega í vali hvers og eins til tjáningar.

Ég hef nú komist að því að ég blogga í keppni við púkannDevil! Að fækka stafsetningavillum, auka orðaforðann og læra lítillega í hvert sinn.

Púkinn er sennilega sterkasta ástæðan fyrir mínu bloggi

 


Til Hamingju Ísland

 460914A

 

 

 

 
Til hamingju Öggi, Friðrik Ómar, Regína Ósk og allir Íslenskir Eurovison aðdáendur.

Hvar verður aðal partíið???? 

 


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur!

Meistarar Meistaranna.

Ég var spenntari en 1999, þetta var frábær úrslitaleikur. 


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar erlendis.

Ég veit ekki mikið um Stínu Ágústs söngkonu.Stina Ágústsdóttir

 En þó það að hún hefur m.a. verið að syngja lögin hans Jóhanns G og vakið athygli. Á MySpace síðunni hennar má heyra, til dæmis Don´t try to fool me.  

http://www.myspace.com/stinaagust

Og að auki er Stina í hljómsveitinni Nista

(stafaruglið, stina:))Nista

 

 

 

 

http://www.myspace.com/nistamus

 


mbl.is Íslensk söngkona vekur athygli í Montreal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velgengi erlendis.

Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar Íslendingar eru að gera það gott erlendis og í þessu tilviki er mér efnið hugleikið.

Svo ég nappaði þessari grein af Vísi.is/Fréttablaðinu um hið hógværa og duglega tónskáld Atla Örvarsson, en hann er að ná stórmerkilegum árangri í sínu fagi.

Atli Örvarsson

Atli Örvars önnum kafinn í Hollywood

  Atli Örvarsson hefur nóg fyrir stafni í Hollywood því á árinu verða frumsýndar þrjár kvikmyndir þar sem tónlist hans fær að hljóma.

Hróður Atla Örvarssonar tónskálds virðist aukast með hverjum degi í draumaverksmiðjunni Hollywood. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu samdi hann nýlega tónlist við hasarmyndina Babylon A.D. með Vin Diesel í aðalhlutverki og ofan á það bættist kvikmyndin The Code þar sem stórleikararnir Antonio Banderas og Morgan Freeman verða í helstu hlutverkum.

Á vefsíðu IMDB var í gær tilkynnt um nýtt verkefni Atla en það er Whiteout með ofurstjörnunni Kate Beckinsale og gamla brýninu Tom Skerrit í aðalhlutverkum. Ráðgert er að þessar þrjár myndir verði allar frumsýndar á þessu ári og ef það verður að veruleika er það einstakt afrek hjá íslensku tónskáldi.

Whiteout segir frá lögreglukonu sem er á höttunum eftir raðmorðingja í Alaska og þarf helst að finna kauða áður en sólin leggst í vetrarhýði næstu sex mánuði. Atli ætti að þekkja vel til drungans og myrkursins sem umlykur bandaríska fylkið enda að norðan en þar geta veturnir oft orðið æði kaldir og dimmir.

Á kvikmyndasíðunni kemur fram að áætlað er að kvikmyndin verði frumsýnd í október á þessu ári. Leikstjóri er Dominic Sena, sá hinn sami og gerði Gone in Sixty Seconds og Swordfish.

 


Poland-Ísland

Ferðasaga og hugleiðingar.

Klukkan var rúmlega átta á mánudagsmorgni þegar farsíminn minn hringdi.

Góðan dag,(maðurinn kynnti sig) er þetta Finnur Bjarki? Já, svaraði ég og bauð góðan dag á móti.

Mig vantar Kokk til að fara með nokkrum körlum til Póllands að sækja skip og sigla því til Íslands, við leggjum af stað í fyrramálið 5-6 daga ferð! Kemstu með?

Eitthvað í þessa áttina, stutt og laggott hljómaði símtalið frá útgerðarmanninum.

Ég var svo sem ekki lengi að hugsa mig um, hafði ekki komið til Póllands. Ég hef kynnst mikið af Pólsku fólki undanfarin ár og hef lengi haft áhuga á að skoða landið.

Það stóð til að fljúga út á þriðjudegi til Gdansk og sigla skipinu frá Gdynia á miðvikudegi svo landkönnun var nú ekki beint í kortunum.

Svo óheppilega vildi til við vorum varla komnir út fyrir hafnargarðinn þegar upp kom vélarbilun með viðeigandi hávaða (Túrbínan farinn). Við komumst þó til baka inn í höfnina eftir miðnætti, þá var kominn fimmtudagurinn 1. Maí. Frídagur verkamanna er virtur í Pólandi og flestir eru í fríi á föstudeginum líka þar sem annar helgur frídagur í Pólandi ber upp þann 3. Maí (því miður hef ég ekki náð mér í nánari upplýsingar varðandi þennan frídag). 

Upphófst nokkuð sérkennilegt tímastríð til að ná í varahluti og koma skipinu í lag með nokkrum skondnum uppákomum, kannski of mörgum milliliðum og amk fjórum tungumálum, flækjunni lauk svo á þriðjudegi þegar við lögðum af stað heim á leið.Gdynia

En ég ætla aðeins að segja frá því sem fyrir augu bar á meðan við biðum eftir varahlutum (í frjálslegri tímaröð).

Gdynia, Sopot og Gdansk eru saman kallaðar Tri-City, á svæðinu búa um 1. milljón manna. Okkar skip Sóley Sigurjóns lá í höfninni í Gdynia sem er yngst þessara borga. Sopot er afskaplega falleg og mikil ferðamannaborg með glæsilegri strönd, hinar tvær eru hinsvegar meiri hafnarborgir og iðnaðarsvæði.

Gamli tíminn er á undanhaldi og verðlag orðið svipað og hérlendis, það er þó ennþá lægra matarverð og góð veitingahús mun ódýrari en hér heima. Þau veitingahús sem við fórum á eru verulega góð á allan hátt.

Enska er þó ekki á allra vörum en það gerði dvölina bara skemmtilegri, strákarnir sem voru með mér höfðu allir komið þarna áður og gátu sagt mér hversu stórstigar breytingarnar hafa verið á aðeins einum áratug.G�tumynd Gdansk

Þrátt fyrir örar breytingar þá sýnist mér Pólverjar mun skynsamari en við þegar kemur að uppbyggingu framtíðarinnar! Þarna sá ég áberandi virðingu fyrir borgarskipulagi og því skipulagi sem fyrir er.

Ný verslunarmiðstöð eldri hluta Gdansk er hlaðinn með múrsteinum líkt og eldri byggingarnar í Old-City sem er stórglæsileg með mikið aðdráttarafl og alvöru götumyndum.

Nýrri byggingar eru líka mjög smekklegar og falla vel að umhverfinu.

Í Sopot er mikil uppbygging við aðal ferðamannasvæðið og þar er öllum byggingum haldið í frekar lágreistum stíl og vinnusvæðin snyrtilegu þó að vinna sé í fullum gangi. Sopot er dýrust í verðlagi en áberandi falleg og heillandi borg á hraðri uppleið í vinsældum.  Þarna er iðandi mannlíf þrátt fyrir að ferðamanna tíminn sé ekki kominn í fullan gang.

N�tt Hotel

Nýtt Sheraton Hótel í Sopot telur c.a. 6 hæðir ofan á jarðhæð og lætur ekki mikið yfir sér en er falleg bygging og í stíl við eldri byggingar á svæðinu.

Ég var með ranghugmyndir um Pólland sem ferðamannaland en greinilegt er að gestrisnin er mikil.

Okkur var boðið til kvöldverðar á vegum skipasmíða verktakans á 5 stjörnu 17. aldar sveitahótelinu Dwor Oliwski. Einhver glæsilegasti kvöldverður sem ég hef tekið þátt í og staðurinn ævintýralega fallegur.

Ég fer aftur til Póllands það er á hreinu og þá langar mig að sjá miklu meira af landinu og því sem þessi merkilega þjóð hefur uppá að bjóða.

Siglingin heim gekk vel eftir viðgerðina og skipið  fékk mjúka meðferð alla leið þar til djöflaeyjan var í augsýn þá fengum við meinlausa en hefðbundna Íslenska brælu síðasta spölinn. Fyrstur til að kalla okkur upp var skipstjórinn á Vestmanney þar sem Simmi vinur minn er um borð. 

komin heim

 

 

 

 

 

 5-6 dagar urðu 13. og ný Sóley Sigurjóns fékk að sjálfsögðu glæsilegar móttökur í heimahöfn.

 

 


Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband