Slá í gegn - Selja tónlist?

Ef þú ert  með þá hugmynd í kollinum að slá í gegn með hljómsveitinni þinni eða ætlar að stofna slíka til þess!

þá er nauðsynlegt að glugga aðeins í fræðslu á www.bemuso.com

Ég þekki sögu af hljómsveit sem gerði það fínt hér á landi, höfðu mjög gaman af þessu og langaði að reyna fyrir sér erlendis. 

Að stofna hljómsveit og skrifa undir útgáfusamning er víst ekki eins einfalt og í draumunum! 

En stuttu máli þá gekk þetta eftir hjá þeim. Það var flogið til Ameríku og skrifað undir hjá stórri útgáfu.

Sagan segir að þeir hafi lent í Partýum með ungum upprennandi stjörnum á borð við  Beyoncé Knowles og stöllum hennar sem þá voru í TLC.

Er nokkur furða að þessir hæfileikaríku strákar töldu sig á grænni grein? Draumurinn að rætast. 

Eitthvað var þetta nú að flækjast fyrir þessu stóra útgáfu fyrirtæki og lítið varð úr efndum af útgáfunar hendi.

Ég ætlað  að fullyrða að þetta hafi verið Bjarnargreiði því að þessi hljómsveit hefur aldrei náð flugi í samræmi við hæfilekana eftir það, hvorki hér á landi né erlendis.

Af því að ég þekki aðeins til í þessu tilviki þá hef ég líka trú á að þessir strákar eigi eftir að gera góða hluti. 

 Að losna úr skúffu stórfyritækis er örugglega ekki auðvelt, tímatapið og samband við aðdáendur slitnar að einhverju leiti ef listamennirnir hverfa í langann tíma. Sköpunargleðin dvínar líka sjálfsagt í svona álagi.

Ég held reyndar að hljómsveitin sem ég er með í huga sé bara ein af fjölmörgum sem lenda í þessum aðstæðum.

 www.bemuso.com er upplýsingasíða fyrir hljómsveitir og einstaklinga sem vilja selja Tónlist sína hvort sem um er að ræða í gegnum stórar útgáfur eða sjálfstætt!

Þarna er mikið magn upplýsingar um samninga og réttindi.

Kosti og ókosti samninga við útgáfu. 

 Gerðu www.bemuso.com að þinni útgáfu Bíblíu áður en þú skrifar undir samninga!

Það er freistandi og auðvelt að láta glepjast af fögrum orðum og oftast góðum ásetningi en þetta snýst líka um arðsemi hjá útgáfufyrirtækjum ekki bara þig. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband