Ferskur Heimspekingur.

Ég horfi ekki oft á Silfur Egils, en í gærkvöldi rétt fyrir svefnin þá sá ég umræðu um Islam með afslætti.

Þar var Magnús Þorkell Bernharðsson ásamt  Viðari Þorsteinsyni titlaður heimsspekingur og ritstjóri Islam með afslætti.

Viðar var vægast sagt skemmtilegur og röggsamur í sínum málflutningi.

Eg tek undir það með honum að Islam í heild sinni er fordæmt og hann vill fá málefnalegri og sanngjarnari umræðu um Islam.

Það var ekki laust við að Egill Helgason væri orðinn talsvert reiður vegna þess að Viðar þessi var með sterk rök fyrir því sem hann sagði og hikaði ekki við að segja sína skoðun þvert ofan í Egil sem var ekki allveg undirbúinn undir svona ákveðinn ungann mann að því er virtist.

Þetta var stutt spjall í enda þáttarins, en ég hvet Egil (sem les þetta örugglega:) til að taka eins og einn þátt um málefni trúarbragða. Það held ég að sé öllum hollt og þá þarf þessi Viðar Þorsteinsson að vera með! Það er á hreinu!   

 http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4366861

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mig langaði einmitt að blogga um þennan þátt en var of syfjaður í gærkveldi til þess að láta verða af því.

Ég er sammála þér með hvernig Egill í silfrinu brást við og það var greinilegt að þarna hitti Egill ofjarl sinn í rökfestu. Egill var greinilega brugðið og reyndi hvað eftir annað að tala ofaní Viðar en uppskar bara beittari rök fyrir bragðið og slúttaði þættinum frekar aulalega.

Óskar Þorkelsson, 14.1.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ef þú vilt fá umræður á bloggið þitt þá mundi ég opna fyrir svörin annars deyr þitt blogg ansi hratt !

Óskar Þorkelsson, 14.1.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband