Eins og gerst hefði í gær!

Ekki kannski alveg. 

En ég var staddur um borð í gamla, gamla Herjólfi þegar gosið hófst.

Ég hef bara frásögn foreldra minna og ættingja til að vitna í, ég var á öðru ári og var að flytja til Vestmannaeyja með foreldrum mínum.

Foreldrar mínir hafa sagt okkur frá því þegar einn úr áhöfninni kom í klefann og vakti þau með þessum fréttum að Eldgos væri hafið í Heimaey.

Pabbi hafði þá á orði við mömmu að honum væri nú sama þó að menn væru að staupa sig, en þeir ættu nú að láta farþegana í friði.

Pabbi var með ferðaútvarp og þó að ekki hafi verið næturútvarp á þeim tíma þá datt honum í hug að kveikja á því. Ef eitthvað væri til í þessu þá væri örugglega neyðar útvarp í gangi, sem var og þetta því staðfest.

Það merkilega er þó að Herjólfur sem var bara lítill koppur í þá daga hélt áfram til Eyja og þegar þangað var komið þá var okkur víst sagt að bíða á Illugagötunni hjá ættingjum okkar.

Við yrðum látinn vita hvenær yrði farið til baka upp á land!

Síðan gerist það að Herjólfur sést sigla frá Eyjum án þess að við vorum látin vita, með búslóð foreldra minna. 

Og síðar erum við send með flugvél frá varnarliðinu til Reykjavíkur.

Pabbi fór aftur til Eyja og var við hreinsunarstörf. Hann hefur alltaf verið mikill "ljósmyndakall" og á mikið af glæsilegum myndum frá þessum tíma. 

 


mbl.is 35 ár frá gosinu í Heimaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband