Stjórnvöld hyggjast styrkja Bankana

 

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir ekki koma til greina að missa bankana úr landi. Hann segir ríkisstjórnina vinna hörðum höndum að því að styrkja starfsumhverfi bankanna. Viðskiptaráðherra segir það jákvætt að íslenska ríkið haldi hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu Moody's en þar sé einnig bent á að það kunni að breytast.

Ráðherra segir að nú fari hópur á sínum vegum yfir það hvort fyrirtæki geti gert upp og skráð hlutabréf sín í erlendri mynt. Þá verði skoðað hvað sé hægt að gera til að bregðast við því að íslenska myntsvæðið sé að verða of lítið, haldi bankarnir áfram að auka umsvif sín.

 

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, sagði í Útvarpsfréttum í gær að niðurstaða skýrslu matsfyrirtækisins Moody's væri sú að það myndi draga úr skilyrtum ábyrgðum ríkisins ef bankarnir drægju saman seglin í útlöndum eða flyttu höfuðstöðvar sína úr landi.

Ólafur segir að af þessu megi gagnálykta að vilji ríkisstjórnin ekki missa bankana úr landi verði hún að grípa til aðgerða til að styrkja starfsumhverfi bankanna; einkum á sviði gjaldeyrismála.

Allir bankarnir á athugunarlista

Allir þrír stóru íslensku bankarnir eru nú á athugunarlista matsfyrirtækisins Moody´s vegna hugsanlegrar lækkunar á einkunn þeirra. Bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, hafa allir langtímaeinkunnina Aa3 fyrir lánshæfi og einkunnina C fyrir fjárhagslegan styrkleika.

Kaupþing hefur verið á athugunarlista frá því bankinn tilkynnti um yfirtöku á NIBC bankanum í júlí og eftir að tilkynnt var í morgun að þau kaup væru úr sögunni tilkynnti Moody´s að Kaupþing yrði áfram á listanum. Slök afkoma bankanna í lok síðasta árs og horfur um erfiðleika á mörkuðum á næstunni eru helstu forsendur þessarar ákvörðunar Moody´s.

 Fjögur atriði eru talin í tilkynningu Moody´s, sem skoðuð verða hjá öllum bönkunum. Í fyrsta lagi öryggi tekna þeirra í ljósi erfiðra aðstæðna á mörkuðum, þá áhrif hærra skuldatryggingarálags sem er íþyngjandi fyrir bankana á fjármögnun þeirra, í þriðja lagi þróun gæða eigna bankanna með tilliti til hins ótrygga ástands sem nú ríki á íslenska hlutabréfamarkaðnum og loks þróun lausafjárstöðu bankanna með tilliti til markaðsaðstæðna.

Um leið og fyrrgreind atriði eru til athugunar var staðfest af Moody´s að skammtímaeinkunn þeirra væri staðfest. Um alla bankana þrjá gerir Moody´s ennfremur þá athugasemd að viðskiptamódel þeirra hvíli að stórum hluta á fjárfestingabankastarfsemi og fjármálamörkuðum sem verði hvort tveggja krefjandi starfsemi næsta árið.

Um Glitni er sú athugasemd að enn standi yfir breytingar á eignarhaldi bankans og samruna við fyrirtæki á norræna markaðnum sé ekki lokið með tilheyrandi stefnubreytingum við samrunann.

Landsbankinn fær þá athugasemd að óvissa tengist nýjum netbankainnlánum bankans erlendis en þau jukust gríðarlega í fyrra og standi undir fimmtungi af fjármögnun bankans. Moody´s lýsir áhyggjum af því hve stöðug slík fjármögnun sé. Moody´s segir í tilkynningu sinni að niðurstöður athugunar á bönkunum eigi að liggja fyrir innan mánaðar.

Af fréttavef RUV. 

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item188770/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband