Kevin Rudd tekur til!

Þetta er maður sem lætur verkin tala og hefur kjark.

Við gætum alveg notað nokkra svona í Íslensk stjórnmál.

Eitt fyrsta verk hans eftir að hann varð Forsætisráðherra Ástralíu var að skrifa undir samþykkt um takmörkun á losun gróðahúslofttegunda. Þangað til höfðu Ástralir fylgt Bandaríkjunum í einu og öllu. 

Eitt og annað um Kevin Rudd:

Kevin Rudd fæddist 21. September 1957 í Queensland.

■ Yngstur fjögurra systkina, hann ólst upp á Kúabúi.

■ Eftir sex vikna sjúkrahúslegu vegna bílslys lést Bert, faðir Kevins af völdum sýkingar, þegar Kevin var 11 ára. Kevin og móðir hans Margaret voru borin út af Kúabúinu og aðskilin hluta fjölskyldunnar.  Á meðan þau leituðu að nýju heimil sváfu þau í bíl þar til þau fundu bráðabirgar húsnæði.

■ Hóf skólagöngu í Eumundi Primary en eftir lát föður hans var hann í tvö ár í heimavistarskóla.

■ Samflokks Þingmaður Kevin, Wayne Swan var tveimur árum á undan honum í sama framhaldsskóla og þótti flottur og töff. Kevin Rudd Dúxaði 1974. Þeir eru ekki vinir.

■ Kevin varð ástfanginn af öllu Kínversku þegar hann var 10 ára þegar mamma hans gaf honum bók um fornar arfleiðir þjóða. Eftir framhaldsnám fór Kevin á puttanum suður eftir austurströnd Ástralíu og endaði að lokum í Canberra þar sem hann fór í Háskóla og lærði Kínverska sögu og tungumál. Hann tala Kínversku(Mandarin). Kevin var staðsettur í Pekíng sem Diplómat á vegum Utanríkis og Verslunar-ráðaneytisins á níunda áratugnum.

■ Rudd er Kaþólskur en kona hans Therese Rein sem er frumkvöðull, er í Ensku Biskupa-kirkjunni. Þau eiga þrjú börn.

■ Hans fyrsta uppnefni í pólitíkinni var Dr Death eftir að hann tók til í opinberri fjársýslu Queensland með niðurskurði og endurskipulagningu.

■ Hann náði ekki kjöri í sínum fyrstu kosningum 1996 þeim sömu og Paul Keating tapaði.

■ Milli kosninga hefur Kevin Rudd starfað sem ráðgjafi fyrir Áströlsk fyrirtæki í viðskiptum við Kína.

■ Vann loks þingsæti með 2% mun  1998 og hefur aukið stuðning sinn í hverjum kosningum síðan upp í 17% mun.

 


mbl.is Frumbyggjar beðnir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er aldeilis munur í henni Ástralíu að fá þennan mann í brúnna í staðinn fyrir óbjóðinn John Howard sem mætti segja að hafi verið snjallari útgáfan af George W. Bush.

Gestur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband