Kominn heim...

Þá er hann mættur aftur, í bili amk. Hef verið um borð á frystitogara að þvælast um miðinn síðustu 35 daga. Góður túr og góður mórall um borð. Það eru tvö ár frá því að ég var síðast á sjó. það er mikil keppni í svona vinnu þetta snýst náttúrulega um að koma aflanum ferskum og snyrtum í frost á stuttum tíma og allra hagur að það gangi sem best fyrir sig. Svo að liðsheildin á vaktinni skiptir miklu máli, vaktformaðurinn minn hann Dabbi var ánægður með liðið sitt enda var þetta met-túr á togaranum Baldvin Njálssyni.11062006049

Annars átti RÚV mikið í allri umræðu um borð. Það er mikil bylting fyrir sjómenn að sjá fréttir og dagskrá RÚV frá gervihnetti. Þetta sér þó bara skipstjórinn, Vélstjórarnir og önnur vaktin!

Hin vaktin er að vinna svo að það væri nú ekki vitlaust að fá endurteknar fréttirnar eins og Kastljósið í dagskrár lok, það hentar örugglega líka fyrir annað fólk í vaktavinnu.

Nú svo er það útvarpið sem var að gera suma brjálaða, á langbylgju er Rás 1 í öndvegi og á næturnar eru allar bestu sinfóníur heimsins spilaðar í gríð og erg til að hefja upp menningar andann einhversstaðar, ekki þó hjá Sjómönnum, held að menningin deyi alveg þegar skipt er í miðjum Íþróttafréttum yfir á Rás 1. En það virðist vera rétti tíminn hjá RÚV til að skipta milli stöðva.

Annars langar mig að lýsa yfir ánægju með baráttu Flutningabílstjóra!

Mér fannst Lögreglan bara hjákátleg og sorglegt að sjá hvernig þeir stóðu að verki nú síðast. Á nú að fara að berja niður allar skoðanir aðrar en ríkisins hér á landi líkt og í Kína og víðar?

Mér finnst gott að vita að það sé til hópur af kjörkuðu fólki sem lætur í sér heyra þegar því ofbíður.

En 200 manna herPolice bjargar sjálfsagt öllu og gefur ríkinu frið til að gera í buxurnar án þess að kjósendur fái nokkru ráðið! Shocking

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að sjá þig aftur, velkomin heim og gleðilegt sumar..  þú mátt ekki fara svona lengi í burtu aftur því það fór allt á hliðina á meðan þú ert í burtu.

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 11:30

2 identicon

já frábært að heyra að þú sért kominn heim eftir mokveiði :)

Varð smá öfundsjúk þegar Hilmar Tryggvi sagði mér að þú værir að grilla í mannskapinn. Ég mæti vonandi í ágúst til ykkar í grill og öl.

Bestu kveðjur heim og gleðilegt sumar

kv. úr vorinu í Seattle

Þorbjörg sys (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband