Hagsmunir þjóðar!

Það er að mörgu að huga þegar hagsmunir þjóðar eins og Kína eru annars vegar!

Fáfróður landbyggðarmaður eins og ég gerði mér ekki grein fyrir mikilvægi þess að vera ekki með skakkar tennur í söngatriði, þrátt fyrir einstaka sönghæfileika.

Ég rakst á þessa grein í vísi.is og hafði gaman að. Ekki vegna blekkinga leikja Kínverja í kringum Ólympíuleikanna, heldur var ég haldin þeirri ranghugmynd að Kínverjar væru ekki jafn hégómlegir og við vesturlandabúar.

Þegar svona skipun kemur frá Kommúnista flokknum sjálfum varðandi útlitsdýrkun þá eru þeir búnir að tapa í hnígandi valda stefnu sinni, sem að þeirra sögn snýst um jöfnuð.

En það er að sjálfsögðu barnaskapur í mér að búast við öðru þegar mannréttindi eru eins og þau eru í sama landi.

Útlitsdýrkun er og verður sjálfsagt alltaf til staðar, allstaðar. 

 

Með of skakkar tennur fyrir Ólympíuleikana

mynd Peiyi, til hægri, þótti ekki nógu sæt fyrir opnunarhátíðina.

Litla stúlkan sem söng sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking söng alls ekki neitt, heldur hreyfði bara varirnar. Stúlkan vakti mikla athygli fyrir „söng" sinn, og mætti í kjölfarið í viðtöl hjá öllum helstu fjölmiðlum landsins.

Tónlistarstjóri leikanna sá sig hinsvegar knúinn til að leiðrétta platið. Í viðtali hjá útvarpsstöð í Peking sagði hann að sú sem söng sé Yang Peiyi, sjö ára stúlka sem vann erfiða samkeppni um að fá að syngja lagið, sem heitir „Óður til föðurlandsins", á leikunum.

Skömmu fyrir hátíðina tilkynnti meðlimur í kínverska kommúnistaflokknum, sem hafði fylgst með æfingu, að sigurvegarinn væri kannski með fullkomna rödd, en hentaði ekki í hlutverkið þar sem hún væri með svo skakkar tennur.

Á opnunarhátíðinni sjálfri var þessvegna íðilfögur níu ára grunnskólamær frá Peking, Lin Miaoke, fengin til að hreyfa varirnar við upptöku á rödd Peiyi.

Tónlistarstjórinn, herra Chen, varði ákvörðunina í viðtalinu þar sem hann sagði það sem mestu máli skipti vera hagsmuni þjóðarinnar. Barnið á skjánum þyrfti að vera óaðfinnanlegt, útlit jafnt sem innri maður. Yang Peiyi hefði verið fullkomin, allt þar til athyglin beindist að tönnum hennar.

Þetta var ekki það eina sem var fegrað fyrir opnunarhátíðina. Í gær kom í ljós að hluti flugeldasýningarinnar sem birtist sjónvarpsáhorfendum hefði verið tölvuteiknaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband