Mænuskaðastofnun Íslands

Mænuskaðastofnun ÍslandsMig langar að minna á Landssöfnun stofnunarinnar þann 19. September í opinni dagskrá Stöðvar 2.

Það er mikil þörf á stofnun sem þessari og í raun með ólíkindum að hún hafi verið stofnuð fyrir tilstuðlan einstaklinga, í fararbroddi þeirra mæðgna Auðar Guðjónsdóttir og Hrafnhildar G. Thoroddsen.

Þær mæðgur hafa unnið ómetanlegt starf fyrir frekar daufum eyrum Þetta gerðist á ósköp venjulegum degi!stjórnvalda hingað til en einstaklingar og fyrirtæki hafa eitthvað tekið við sér. Starf þeirra mæðgna hefur vakið athygli á alþjóðavísu og í raun meiri en á Íslandi.

Mænuskaðastofnun Íslands er stofnuð af háleitri hugsjón.
Vonandi mun framlag íslensku þjóðarinnar til alþjóðlegrar mænuskaðabaráttu
skila árangri um ókomna framtíð.

(fengið að láni af heimasíðunni www.isci.is

Þess er sjálfsagt að geta að frábært starfsfólk á Endurhæfingardeild Landspítalans að Grensási hefur skilað mörgum kraftaverkum, en húsnæðið að Grensási er löngu sprungið, meðal annars vegna aukningar á mænusköðum í okkar hraða samfélagi.


Mænan er ráðgátaVerndari stofnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Styrktarreikningur Mænuskaðastofnunar er

311 - 26 - 81030 Kennitala 411007-1030 

" Það getur haft stórkostlega þýðingu fyrir heimsbyggðina að vel menntuð og vel efnum búin þjóð tali máli mænuskaðans við þjóðir heimsins og beiti pólitískum áhrifum sínum til framfara á þessu sviði læknavísindanna "
- frú Vigdís Finnbogadóttir - forseti Íslands 1980 - 1996 

Heimasíðan er www.isci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðdáunarverðar mæðgur. Stundum velti ég því fyrir mér hvort það þurfi að vera svona, að hugsjónafólk úti í bæ sé að þræla sér út til að fjármagna nauðsynlegar stofnanir, frekar en að hið opinbera borgi allan brúsann. Þetta er kannski gefandi og uppbyggilegt áhugamál. Að minnsta kosti hið besta mál eins og staðan er.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Fjarki

Þetta er eins og svo oft með alvöru frumkvöðla!

Þeir synda gegn straumnum oftast nær.

Fjarki , 10.9.2008 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband