Eyjafjöllin, fjölmennasta sveit landsins!

"Í manntalinu árið 1703 voru Fjöllin fjölmennasta sveit landsins með um 1100 íbúa, sem þá var um 2% af þjóðinni. Það segir kannski eitthvað um hversu gott er að búa undir Fjöllunum".

SeljalandsfossÞessi setning er af vefnum eyjafjöll.is sem er ætlaður ferðamönnum og áhugafólki um eyjafjöllin.

Ég hef verið að tileinka mér og rækta þann eiginleika að sjá nær mér en fjær, hvað ég hef í dag og hvort að græni liturinn á grasinu þarna hinumegin sé ekki bara sá sami. Í það minnsta að sjá í gegnum hyllingarnar.

Ég bý í Rangárþingi-Eystra og verð að viðurkenna að þó ég fari einstaka sinnum um sveitirnar þá helst Fljótshlíð og Eyjafjöllin þá er vitneskjan frekar yfirborðskennd um staðhætti, bæjarnöfn og sögu.

Ég var hinsvegar að skoða vef sveitarfélagsins og fann þá vefinn um Eyjafjöllin sem ég er mjög svo ánægður með og fullur af fróðleik.

Sveitarfélags-vefurinn hefur tekið mikilli framför og rétt að viðurkenna það sem vel er gert.

Þar er að finna mikið magn upplýsinga fyrir heimamenn, áhugafólk og gesti hvort sem er til afþreyingar eða hagnýtingar og hreinlega frábær til að undirbúa ferðalag.

Þetta átti ég að vita, en þegar sumt eins og náttúrufegurð Eyjafjallana og Hlíðarinnar er fyrir augum manns flesta daga þá vill þetta allt verða frekar venjulegt. Til dæmis þá gleymist oft fegurð Landeyjanna en þar er sama hvar þú ert, þú hefur þetta glæsilega útsýni um sveitirnar og svo Fjöllin, Hlíðin og Vestmannaeyjar.

Svo að ég er núna að skoða mitt hérað með öðrum hætti og setja mig í gests-hlutverk, sjáum til hvernig það gengur. En það er mikið að auðæfum hér á svæðinu í náttúrfegurð og sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband