Gjaldeyris-tekjur með Tónlist.

storyÍ dag er nokkuð aðgengilegt fyrir Íslenska Tónlistarmenn að bjóða Tónlist sína til sölu á Internetinu.

Ég hef talið upp nokkrar slíkar síður í fyrri bloggum, þar sem stofnkostnaður er lítill eða jafnvel enginn.

Þetta er hægt án þess að vera með stóra útgáfu á bak við sig. Þó er ekki verra að hafa gott bakland sem umboðsmaður eða útgáfa getur verið en ekki lengur nauðsynlegt.

Dæmi um sölu lags í gegnum AWAL sem nokkrir Íslenskir listamenn hafa gert og geta þá selt tónlist sína í gegnum iTunes t.d.

AWAL tekur 15% og iTunes 25-30% af hverju seldu lagi frá sjálfstæðum listamönnum sem er selt á 99 cent (1 usd) sem telst um það bil 112 krónum í dag. (var 60 kr fyrir ári). Hlutur Listamannanna er þá um 67-72 krónur, en 45-50 krónur fyrir þjónustu AWAL og iTunes.

Þarna er tækifæri fyrir marga sem eru að búa til tónlist hvort sem það er til ánægju eða atvinnu!

Tónlist.is greiðir lagahöfundi heilar 8.0 kr fyrir lag sem er selt hjá þeim á 149.0 kr. Þetta eru tölur frá framkvæmdastjóra Tónlist.is, um árs gamlar tölur en ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um breytingu þar á frá STEF eða FTT. Sem sagt 141 kr af hverju seldi lagi heldur tonlist.is fyrir sig!

Á Amie street er verðmyndun með öðrum hætti, þar er nýtt lag frítt til þeirra sem eru fyrstir og hækkar svo eftir vinsældum upp í 99 cent en aldrei hærra. Þeir sem fyrstir eru geta líka nælt sér í smá hagnað með því að mæla með tónlist og ef hún nær vinsældum eiga þeir inneign til tónlistarkaupa. Þetta er sérstaða Amie Street sem hefur skilað þó nokkrum árangri.

Á Reverbnation er nú möguleiki að selja tónlist með kaupum á 35 usd pakka og í staðinn færðu tónlist þína inn á 10 stærstu tónlistar-sölusíðurnar á netinu iTunes, Rapsody, Amazon og fl.

Að auki er bónuspottur sem er 50% af auglýsingatekjum ReverbNation og skiptist hann eftir heimsóknum og fjölda spilaðra laga á síðunni þinni!

Ef þú sem sjálfstæður tónlistarmaður ætlar að selja tónlist þína á netinu, búðu þá til smá gjaldeyri í stað þess að gefa tónlist.is peningana og kynntu þér vel nýjan heim tækifæra á þessu sviði.

Íslendingar geta keypt Íslenska tónlist af flestum síðum nema iTunes. Til dæmis fékk ég nýju plötu Hraun á Amie street fyrir frekar lítið, frábær plata og ég vona að Hraun hafi fengið meira í vasann en hjá tonlist.is 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil aðeins leiðrétta þig þ.e.a.s held að AWAL taki 15% frekar en 10% og einnig tekur itunes 30% þeas þeir borga 70 cent svo tekur AWAL 15% af 70 centunum sem gera þá ca 58 cent til listamannana, eða plötufyrirtækisins.

En hvet þig til að skoða gogoyoko.com sem er íslenskur vefur sem er í fæðingu.

Góðar stundir

HDM (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Fjarki

Þetta er mikið rétt hjá þér, ég fór í punktana mína og gerði mistök sem ég leiðrétti hér með. Og þakkir fyrir ábendinguna.

Gogoyoko.com er á radarnum og ég bíð spenntur eftir því að sjá hverning það kemur út!

Fjarki , 20.10.2008 kl. 18:06

3 identicon

Sæll Finnur.

Þetta eru góðir punktar. Ég hef verið að spá í þetta líka og hér í USA er iTunes industry leader í þessu. Ein leiðin sem ég hef skoðað er TuneCore (www.tunecore.com). Þar geturðu valið nokkra "söluaðila", m.a. iTunes, Amazon og Rhapsody. Þú borgar fyrir að uplóda hverju lagi á hvern server. Mér skilst að þetta sé gott dæmi. Ég er hins vegar forvitinn að tékka á gogoyoko.

 Kv.

 Veigar

Veigar Margeirsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Blessaður Finnur. Ég vildi bara segja að mér finnst lögin þín alveg meiriháttur. Þú þarft endilega að setja fleiri í spilarann þinn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Fjarki

Kærar þakkir Kristín.

Það er ánægjulegt að heyra, þegar lögin hafa góð áhrif.

Ég skal bæta fleiri lögum á spilarann. 

Fjarki , 22.10.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband