Sjúkrabílar í Rangárþingi

Heilsulandið Ísland. 

Sparnaður sparnaður.......Nú stendur fyrir dyrum skerðing á þjónustu Sjúkrabíla í Rangárþingi.

Þessi gjörningur á að hefjast þann 1 Júní. Þá verður einn Sjúkrabíll og einn starfsmaður sem á að sinna daglegum skyldum á dagvinnutíma. Í dag eru tveir bílar til taks og fjórir starfsmenn (á vöktum) sem eru til taks á bakvakt að loknum dagvinnutíma. Í stað þess á sjúkrabíll að koma frá Selfossi. Tölur segja að ferðir Sjúkrabíla í Árborg hafi stóraukist á síðast liðnum árum og þetta því væntanlegt viðbótarálag á þá þjónustu.

Þetta er með öllu óskiljanleg ákvörðun og forkastanlegt að lengja viðbragðstíma neyðarþjónustu með þessum hætti ! Rangárþing er stórt og íbúar dreifðir, að auki er í Rangárþingi ört vaxandi ferðaþjónusta og mikil aukning ferðamanna.

Lögreglan á svæðinu hefur líst yfir áhyggjum sínum af þessari skerðingu og skiljanlega uggur í heimamönnum! Þetta er þó ekki eingöngu mál okkar Rangæinga, mikil umferð er milli lands og Vestmannaeyja í gegnum Bakkaflugvöll og mun sú umferð væntanlega stór aukast með tilkomu Bakkafjöruhafnar, en Þar er nú þegar mikið af starfsmönnum í nokkuð áhættusömum störfum.

Um 400 börn í Rangárþingi öllu ferðast með skólabílum fram og til baka daglega við misgóðar aðstæður á veturna í löngum akstri.

Viðbragðstími Sjúkrabíla í Reykjavík hefur borðið á góma í samanburði en ég hef heyrt að æskilegt sé að Sjúkrabíll í Höfuðborginni sé kominn á staðinn innan 7-10 mínútna.

Sjúkrabíll sem á að koma frá Selfossi á Hvolsvöll (þar sem bílarnir eru nú staðsettir) fer 50 km leið á þjóðvegi 1. í forgangs-akstri og svo útí sveitirnar, það sjá allir hversu biluð þessi hugmynd er!

Ég er þó afskaplega glaður með það að íbúar Rangárþings hafa sjálfir ekki gefið upp von um "leiðréttingu" á þessu bulli. Og í dag er ört stækkandi grúppa á Facebook að mótmæla og greinilegt að almenningur er sammála okkur.

Vonbrigðin! Að ég finn ekkert um málið á svokölluðum "fréttavefjum" á Suðurlandi

Tengdir tenglar: 

Sjúkrabílar í Rangárþingi - mótmæli á Facebook

http://www.facebook.com/group.php?gid=71086386185&ref=share:

 

http://www.sudurglugginn.is/    

http://www.sudurlandid.is/

http://www.sudurland.net/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís María Jónsdóttir

Sælir.

flott grein hjá þér, eins góð grein eftir hann Denna löggu sem birtist í Dagskránni um daginn.

Þetta er áhyggjuefni!! Vildi að maður væri ekki svona vanmáttugur gegn þessari ákvörðun stjórnvalda eins og maður er!!!

Hafdís María Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband