Færsluflokkur: Bloggar

Kemur ekki á óvart.

FSuÉg sé að nokkrir bloggarar eru á því að sigur FSu sé hneyksli fyrir Njarðvík en ég get ekki verið sammála því.

Það er unnið gríðarlega öflugt starf í Körfubolta Akademíu Fjölbrautarskóla Suðurlands og það má ekki taka frá FSu. þarna er unnið gott uppbyggingarstarf sem er að skila sér í miklum gæðum og sannarlega má segja að árangurinn sé hraðari en flestir bjuggust við.

Þetta var þó bara fyrsti leikurinn í vetur og  kannski var eitthvað vanmat í gangi hjá Njarðvík?

Þetta segir líka öðrum liðum í Úrvalsdeildinni að FSu sé kannski ekki eins auðveld bráð og búast mætti við af nýliðum í deildinni.

En til hamingju FSu, frábær byrjun sem lofar góðu fyrir veturinn.


mbl.is Stórsigur FSu gegn Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjafjöllin, fjölmennasta sveit landsins!

"Í manntalinu árið 1703 voru Fjöllin fjölmennasta sveit landsins með um 1100 íbúa, sem þá var um 2% af þjóðinni. Það segir kannski eitthvað um hversu gott er að búa undir Fjöllunum".

SeljalandsfossÞessi setning er af vefnum eyjafjöll.is sem er ætlaður ferðamönnum og áhugafólki um eyjafjöllin.

Ég hef verið að tileinka mér og rækta þann eiginleika að sjá nær mér en fjær, hvað ég hef í dag og hvort að græni liturinn á grasinu þarna hinumegin sé ekki bara sá sami. Í það minnsta að sjá í gegnum hyllingarnar.

Ég bý í Rangárþingi-Eystra og verð að viðurkenna að þó ég fari einstaka sinnum um sveitirnar þá helst Fljótshlíð og Eyjafjöllin þá er vitneskjan frekar yfirborðskennd um staðhætti, bæjarnöfn og sögu.

Ég var hinsvegar að skoða vef sveitarfélagsins og fann þá vefinn um Eyjafjöllin sem ég er mjög svo ánægður með og fullur af fróðleik.

Sveitarfélags-vefurinn hefur tekið mikilli framför og rétt að viðurkenna það sem vel er gert.

Þar er að finna mikið magn upplýsinga fyrir heimamenn, áhugafólk og gesti hvort sem er til afþreyingar eða hagnýtingar og hreinlega frábær til að undirbúa ferðalag.

Þetta átti ég að vita, en þegar sumt eins og náttúrufegurð Eyjafjallana og Hlíðarinnar er fyrir augum manns flesta daga þá vill þetta allt verða frekar venjulegt. Til dæmis þá gleymist oft fegurð Landeyjanna en þar er sama hvar þú ert, þú hefur þetta glæsilega útsýni um sveitirnar og svo Fjöllin, Hlíðin og Vestmannaeyjar.

Svo að ég er núna að skoða mitt hérað með öðrum hætti og setja mig í gests-hlutverk, sjáum til hvernig það gengur. En það er mikið að auðæfum hér á svæðinu í náttúrfegurð og sögu.


Keppni í Gítarleik!

 

ThiagoNú fer að líða að lokum keppni Rokk- Gítarleikara á vegum Dean Guitars.

Október er lokamánuðurinn og við eigum fulltrúa!

Thiago Trinsi býr á Ólafsfirði.

Hann er nú ofarlega í þessari Alþjóðlegu keppni um flottustu "Shredder" Gítarleikara á vegum Dean Guitars og þarf á okkur að halda!

Mig langar að hvetja þig til að taka þátt í netkosningu og smella á slóðina hér fyrir neðan og kjósa Thiago! (Gefa helst 11 stig)

 

http://deanguitars.com/shredder

 

 

Take me to DeanGuitars.com/Shredder!

 


 Heimasíða Thiago Trinsi


Tónlistarsíður.

Ákvað að taka saman nokkrar Tónlistarsíður þar sem hægt er að hlusta á tónlist, fyrir þá sem hafa áhuga!

Amie Street

 Á Aime Street er hægt að hlusta á og gagnrýna tónlist, og jafnframt vinna sér inneignir til tónlistarkaupa með því að mæla með þeim listamönnum sem þú hefur ánægju af. Þannig getur þú átt þátt í að vekja athygli á óþekktu listafólki.

Þarna er þó líka að finna þekktar hljómsveitir og tónlistamenn á borð við Sigurrós, Emilíu Torrini, Mogwai, Thom Yorke (úr Radiohead) og fjöldann allan af fjölbreyttri tónlist á mjög góðu verði. Talsvert er af ókeypis tónlist sem hækkar svo eftir vinsældum. Einning er þar að finna mikið af gömlum Jazz, blues og Motown músik http://amiestreet.com/

 

SoundClickSoundclick er með fyrstu frjálsu tónlistarsíðunum sem er opin fyrir hvern sem er, að koma tónlist sinni á framfæri. Þarna úir og grúir af allskyns tónlist og hafa nokkrir Íslendingar gert það ágætt á Soundclick og nefni til dæmis Sveinna Björgvins sem hefur náð góðum árangri þar og fær skemmtilega og góða umfjöllun. http://www.soundclick.com/

 

broadjam

BroadJam er ein af þessum síðum sem hafa starfað mjög lengi og hefur mjög rótgróið úrval. Af tónlistarmönnum á öllum aldri og öllum tónlistarstefnum. Þarna má finna nokkra Íslendinga.  M.a. Jóhann G og Sigga Pálma og svo verð ég að nefna vinkonu mína, Shay Dillon.

Þarna er hægt að hlusta að vild og eins að taka þátt í gagnrýni. Fyrir þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri í kvikmyndir og sjónvarpsþætti þá er það t.d. möguleiki á BroadJam.  http://www.broadjam.com

 ReverbNation

ReverbNation hef ég ekki kynnt mér ýtarlega en þarna er að finna fjölda Íslenskra hljómsveita sem bjóða upp á lög og kynningarefni.

Íslendingarnir hverfa þó í fjöldann því þarna er mikið úrval af allskonar tónlist en þó meira um hljómsveitir en einstaklinga, svona við fyrstu sýn.

http://www.reverbnation.com/  

 

Það er fjöldi góðra tónlistarvefja sem ég hef ekki talið upp hér og fjölgar daglega, en á flestum þeirra getur þú byggt þér lagalista til að hafa í gangi þegar þú ert að vinna í tölvunni.

Ég ætla að nefna nokkra á nafn í viðbót eins og: Last Fm, ILike, Airplay Direct, rokk.is  og varla þarf að telja upp MySpace eða Facebook(ILike)en þeir eru kannski takmarkaðri með lagalista.

Allt eru þetta vefir sem eru meira og minna fullir af tónlist eftir sjálfstæða listamenn í bland við þekktari aðila og öllum opnir.

 

Sjá nánar á: www.porterhouse.is

 

 

 


Stórar breytingar í dreifingu Tónlistar.

Jun Mhoon, sérfræðingur í digital dreifingu tónlistar, talar hér um breytta veröld og algjöra umskiptingu valds í tónlistarheiminum, frá hefðbundnum útgefendum til auglýsingastofa, neytenda og eins listafólksins sjálfs í auknum mæli.

Mhoon segir einnig sínar skoðanir á því hvernig hann telur að ný kynslóð frumkvöðla hafa lykiláhrif á tónlistariðnaðinn í dag og hvernig iðnaðurinn muni verða í framtíðinni.

 

Sala tónlistar á netinu er sífellt að sækja á og minnkandi sala geisladiska allstaðar í heiminum hefur gríðarleg áhrif markaðinn, sem er að taka örum breytingum.
Hér á Íslandi sjáum við marga listamenn sjá um útgáfur alfarið á eigin vegum, ég tek Pál Óskar og Mugison sem dæmi um það. Eins ólíkir listamenn sem þeir erum segir líka til um hvað þessar breytingar eru víðtækar og ekki bundnar við neina ákveðna tónlistarstefnu.

Það hljómar kannski einkennilega en geisladiskar eru að teljast meira til kynningarefnis og fyrir safnara í stað þess að vera miðillin sjálfur til neytenda. Hljómsveitir sem halda tónleika eru líka með minjagripa og geisladiska sölu á tónleikastaðnum og allt snýst þetta um að komast nær neytandanum og ná eyrum hans, geisladiskurinn verður því æ meira einn af minjagripunum.

Í stað þess að kaupa heilan geisladisk er að verða mun algengara að fólk kaupi sér þau stöku lög af viðkomandi listamanni á netinu sem það langar í, jafnvel beint af heimasíðu listamannsins, beint inn á Ipod-inn sinn eða símann t.d!

Þeirri þróun er hvergi lokið og er bara rétt að byrja, því að stöðugt eru að koma fram nýir möguleikar og tækni fyrir listamenn að koma sýnum verkum á framfæri án þess að stórt útgáfufyrirtæki þurfi til. Hér koma til þessi smátæki eins og ipod spilarar, USB lyklar og símar sem gegna stærra hlutverki með hverjum degi sem líður.

Í dag er hægt að taka upp lag og koma því á netið, allt á nokkrum klukkustundum í stað þess að fara í bið eftir heildar útgáfupakka sem tekur lengri tíma, stundum mánuði.

 

 


Sound on sight

Reykjavik International Film FestivalÉg átti mjög svo lærdómsríka stund í Norrænahúsinu í dag, dagskrá á vegum Riff. (www.riff.is)

Spjallborðsumræður í tengslum við nýtt landslag í sambandi tónlistar og kvikmynda, Heimildamyndir, markaðs og réttindamál o,f,l.

Fagfólk með með reynslu á flest öllum sviðum sagði frá og svaraði spurningum úr sal og greinlega var þörf á því sem þarna fór fram.

Það var sérstaklega gaman að hlíða á þá Veigar Margeirsson og Hilmar Örn Hilmarsson segja frá reynslu sinni og sýn á samspil tónlistar og kvikmynda.

Ég á kannski eftir að fara nánar útí þetta á næstu dögum en langar bara að hvetja áhugafólk um kvikmyndir til þess að kynna sér dagskrá RIFF en þarna eru margar góðar og athygliverðar myndir í boði. Ekki síst  Hjaltalin og saga borgarættarinnar

Hjaltalín + Ben Frost og Saga borgarættinnar

3. október kl. 20:00 - Bæjarbíó, Hafnarfirði.

Leyfð öllum

Hljómsveitin Hjaltalín með aðstoð ástralska tónlistarmannsins Ben Frost flytur eigin tónlist við kvikmyndina Sögu borgarættarinnar frá árinu 1920. Áður en tónleikarnir hefjast mun Jón Yngvi Jóhannsson flytja stutt ávarp þar sem hann segir frá Sögu borgarættarinnar og kvikmyndagerð verksins.

 

 

 


4 vikur eftir ólifaðar!

Stóra spurninginHvað ætlar þú að gera við 28 dagana sem þú átt eftir ólifaða?

Myndir þú nota næstu 28 daga á sama hátt og þú gerir nú?

Hvað gerir fólk sem fær svona fréttir?

Ég er að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort að dagarnir séu vel nýttir hjá okkur sem erum nokkuð heilbrigð. Erum við að gera það sem við áætluðum og alltaf ætlað okkur að gera?

Eða þegar viðkomandi fær slíkar fréttir vaknar viðkomandi upp við þá staðreynd að það sé ansi margt ógert?

Erum við að njóta líðandi stundar?

Kannski ert þú nú þegar að lifa lífinu eins og það sé rétt að klárast?

Oft er það þannig, að ég held með mörg okkar, við erum að vinna að ákveðnu marki og gleymum því að njóta líðandi stundar og þeirra sem við höfum í kringum okkur.

Hvað gerist á morgunn?

 


Þrumur og Eldingar.

Það er búið að rigna hressilega á Hvolsvelli í morgun, með áhlaupum. 

Myndin tengist ekki eldingum í blogginu

 

Og svo rétt í þessu tvær eldingar með þvílíkum látum sem ég hef bara ekki heyrt áður svona nálægt mér, og með þessum líka hávaða.

Veðrið er búið að vera frekar kúnstugt undanfarið og núna inná milli regnbylja þá birtir til en mjög dökkt í kring.

Er enginn veðurfræðingur en hef samt gaman að þessu, enn ein áminning um hversu lítilvægur einstaklingurinn er í  veröldinni þegar allur þessi kraftur losnar úr læðingi.


Hr Öfundur og Frk Græðgi.

Það er öfundsvert að búa á Íslandi en ekki fyrir fjármálaumhverfið. Hvergi taka Bankar almenning eins hressilega í þurrt rassxxxxð eins og hér á landi, svo vilja þeir íbúðalánasjóð burt af markaðnum! 

Þjóðar-leikhúsiðHér er bilið milli ríkra og fátækra vaxandi á ógnarhraða eins og annarstaðar í heiminum þrátt fyrir yfirlýstan vilja yfirvalda um allan heim að sporna við þeirri þróun.

Sjáum nú bara hversu auðvelt það var að hækka laun þeirra hæstlaunuðu í kerfinu á meðan barningur var að leiðrétta kjör Ljósmæðra sem þó fengu bara hluta leiðréttan!

Nú eru Læknar að hefja sýna baráttu fyrir bættum kjörum. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Læknum og hjúkrunarfólki almennt. En ég hef áhyggjur af því að þessi launabarátta verði alltaf eins og pissukeppni hjá smástrákum í sandkassa, jú eru ekki flestir Læknar karlkyns... ennþá! Þá erum við kominn útí launamun kynjanna líka!

En ég ætlaði ekki þessa leið, ég ætlaði að tala um raunverulega ástæðu þess að við Íslendingar erum öfundsverðir sem er landið okkar og þau lífsgæði sem við höfum þess vegna, hrein náttúra, hafið, og ferska vatnið. Hér á öllum að geta liðið vel. 

Mig langar aðeins að fara útí málefnin um hreina vatnið sem við látum renna óheft til að fá það aðeins kaldara (gleymdi að fylla klakaboxið)og förum ósparlega með. Nú er verið að reisa vatnstöppunarverksmiðjur víða og væntanlega eru miklir möguleikar í framtíðinni að selja Íslenskt hreint vatn og þá koma til væntanleg vatnalög.

Vatn er auðlind okkar allra en nú er kominn græðgiglampi í augun á ýmsum og hættan er sú að nokkrum góðum vinum verði afhent vatnsréttindin líkt og gert var með Bankana og svo framvegis......... Þetta er að verða svolítið fyrirsjáanleg sápuópera. 

Vandamálið er og væntanlega verður, hann Hr Öfundur og vinkona hans Frk Græðgi.

 

 


mbl.is Íslendingar öfundsverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakklæti í huga

Mænuskaðastofnun ÍslandsEins og flestir þeir sem kíkja hér við átta sig á eða vita. Þá er málefni mænuskaðaðra mér hugleikinn og málið mér tengt.

Söfnun til stuðnings Mænuskaðastofnunar Íslands í gærkvöldi á Stöð 2 var hápunkturinn á þessari söfnun þó að 904 símarnir verði áfram opnir og söfnuninni ekki lokið.

Fjöldi ólíkra skemmtikrafta og velunnara gerðu kvöldið að hinni bestu skemmtun, og svona fyrir minn smekk þá stóðu Simmi og Jói sig frábærlega sem kynnar kvöldsins.

Ég áttaði mig á því að hljómsveitin Buff er svolítið magnað fyrirbæri, sem getur brugðið sér í hvaða tónlistarstíl sem er með glæsibrag.

Fjölbreytt og góð atriði, og gríðarlegur fjöldi fólks sem á miklar þakkir skilið fyrir sitt framlag.

Að lokum vill ég þakka fyrir mig sem áhorfanda og áhugamanns um málefni Mænuskaðastofnunar Íslands.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband