Færsluflokkur: Tónlist

Obama vitnar í Íslenska rokkhljómsveit.

DiktaÁ MySpace síðu Rokksveitarinnar Dikta er bent á þá skemmtilegu staðreynd að Barack Obama vitnar í texta við lag þeirra drengja.

Change will not come if we wait for some other person or if we wait for some other time. We are the ones we've been waiting for.
- Barack Obama (Feb. 5 speech)


We're the ones we've been waiting for
- Dikta (A Way Out, Hunting for Happiness LP)
 

Þetta er að vísu ekki nýjar fréttir á síðunni þeirra en engu að síður skemmtileg ábending, hvort sem um tilviljun er.. eða ekki.Wink

Hvort að Barack Obama sé að lesa almennt uppúr textum rokkara á fundarherferð sinn skal ósagt látið.

Dikta setti nýlega inn nýtt lag "Just getting started" inn á MySpace sem gæti túlkast sem stuðningslag við Barack Obama því að Dikta er einnig á leið í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna á næstunni og er dagskráin sem hér segir:(Heyrst hefur að Obama verði kynnir á tónleikunum!)

Upcoming Shows( view all )
Jul 17 20089:00P
Organ, with KuroiReykjavík
Aug 11 20088:00P
The Viper RoomW. Hollywood, California
Aug 12 20088:00P
The SceneGlendale, California
Aug 17 20088:00P
Mr. T's BowlLos Angeles, California
Aug 18 20088:00P
The Viper RoomW. Hollywood, California
Aug 21 20087:00P
RehabNew York, New York
Aug 22 20088:00P
Crash Mansion - Between (A Rock and a Hard Place) Club NightNew York, New York
Oct 15 20088:00P
Iceland AirwavesReykjavík

 


Hvað með forvarnir?

pills1.jpgÞessar fréttir um aukinn lyfjakostnað koma ekki mjög á óvart og væntanlega mun einnig bætast við kostnaður vegna kvíðastillandi, maga og jafnvel geðlyfja á næstunni vegna efnahagsástandsins.

Auðvitað eru sum lyf nauðsynleg, eftir því hvað við er að etja en oft hef ég á tilfinningunni að um skyndilausnir sé að ræða, þar sem ekki er alltaf raunveruleg þörf á lyfjum.

Oft verður úr lyfjavítahringur sem erfitt er við að eiga. Lyfjaframleiðendur eru duglegir að koma með auðseldar lausnir á þessum sviðum en ekki jafnáhugasamir um lausnir og rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum.

Ef áhugi er hjá stjórnvöldum að lækka þennan lyfja kostnað þá er ekki langt að leita.  hestar01.jpg

Útivist, Íþróttir, Tónlist og önnur heilsusamleg áhugamál fólks verði gert hátt undir höfði og skattur lækkaður eða afnuminn á vörur og þjónustu sem tengist heilsufari, andlegu sem líkamlegu.

Það er sem betur fer góð dæmi um árangur sem flestir þekkja, og ég get nefnt dæmi sem tengist mér, kona sem var að taka lyf á lyf ofan við kvíða, þunglyndi, svefnleysi, blóðþrýstingi o.f.l. Þessi vinkona var hreinlega búinn að loka sig af og fór varla úr húsi.

action_2.jpgHún fór eftir smá hvatningu að stunda sundleikfimi og hefur gert í nokkur ár, smátt og smátt hefur hún minkað lyfjaskammta og jafnvel hætt sumum lyfjum alveg, í samráði við sinn lækni, sem hefur sýnt þessu mikinn áhuga, enda er stór munur bæði andlega og líkamlega að sjá hjá henni.

Nú er hún hinsvegar í smá vanda þar sem bankinn er ekki jafngreiðvikinn og áður og hún á ekki fyrir sundtímunum!   

En það þarf einfaldlega að byrja snemma og nú eru ekki eru allir fyrir Íþróttir. Þess vegna þarf aðsport.jpg huga að fleiri tómstundum og áhugamálum sem líka halda uppi betri heilsu á einn eða annan hátt.

memorialdayconcert_full.jpgBörn sem stunda Tónlistarnám eða aðrar Listgreinar þurfa líka sín tækifæri og kostnaður á þeim sviðum getur verið mikill.

Ég hef mikla trú á því að ef fólki er gert kleyft að stunda Heilsurækt, andlega og líkamlega frá unga aldri þá komi það í stað svona gríðarlega mikillar lyfjaneyslu að stóru leiti.

 

 


mbl.is Lyfjakostnaður TR eykst um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handalaus Gítarleikari og fl.

Nokkrir athygliverðir gítarleikarar en kannski ekkert mjög frægir(ennþá).

 Andy McKee

 Brooke Miller

 

 

Antoine Dufour

 

Ekki amaleg fingrafimi!! 

Varð að bæta þessum við.... algjör snillingur! Dominic Frasca.


Syngja á Ensku! Listamönnum er mismunað!

Ég get vel tekið undir það með Andreu Jóns að fleiri mættu syngja á Íslensku, ef þeir gera það vel og með góða texta.

En ég get ekki fallist á það eins og það er í dag hjá flestuice2 dagskrárgerðafólki og útvarpsstöðvum að spila 99% tónlist á Ensku og segja svo að Íslendingar eigi að syngja á Íslensku!

Hvaða skilaboð eru það til Íslenskra lagahöfunda? 

Ég hef leikið mér við lagasmíðar frá unglingsaldri og hef samið lög nánast alfarið með textann á ensku, þrátt fyrir að uppáhalds höfundar mínir séu rammíslenskir og heita flestir Magnús. Maggi Eiríks, Magnús Þór Sigmunds, Magnús Þór(Megas)o.f.l.... t.d.

Dísa á Íslensku og EnskuEkki það að mig langi ekki að semja eða fá Íslenska texta við lögin mín. Heldur fara lélegir Íslenskir textar meira í taugarnar á mér en "sæmilegir" enskir textar.

Ég er með tvo Íslenska texta við óútgefin lög mín sem ég er ánægður með og þeir eru eftir Andreu Gylfa og Friðrik Sturluson ég veit þó að ég get gert ágætis texta sjálfur, þetta hefur víst eitthvað að gera með þolinmæði þröskuldinn:)

Ég hef sem sagt leitað til mjög góðra textahöfunda til þess að ég sé sáttur við heildar lagið.

það sama á við um ensku textana ég hef leitað til fagmanna til að leiðrétta málfarsvillur og jafnvel klára mína ensku texta en framboðið af enskum textum er margfalt meira.

Eins á ég erfitt með að venjast lagi upp á nýtt á nýju tungumáli, gott dæmi er Serbian flower (Serbinn). Bubbi er flottur og hefur hans tónlist hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum tíðina en hann hljómaði ekki sérlega vel á ensku í mínum eyrum.   4naglar


Ég hef ekki ennþá rekist á þátt í Íslensku útvarpi ennþá sem gerir út á það að finna og spila nýja Íslenska tónlist
nema það sé kannski á næturvöktunum!

Þá á ég ekki við bara eitt og eitt lag inn í dagskrárgerð heldur þátt fyrir nýja Íslenska tónlist óháð tungumáli og tegund, hvað þá tengingum í menningarmafíunni  

Það virðist vera miklu mikilvægara að spila útlendinga á ensku og mæra þá. í stað þess að íslenskir fái hvatningu til að koma sér á framfæri hérlendis. Kannski er það ástæða þess hversu margir flytja sín lög á ensku? Þeir eiga meiri möguleika á athygli erlendis fyrst til að fá spilun hér heima!!!!! klikkað en......

Ég hef aldrei fengið alvöru spilun á lagi hér á landi en í USA og þá sérstaklega Canada hef ég fengið einhverja athygli og spilun, ég er ekki með starfandi hljómsveit, og hefur mér verið sagt að það myndi opna dyr í Íslenska útvarpið, en af hverju fæ ég þá spilun annarstaðar án þess að vera með hljómsveit! 

En mig langar að lokum koma á framfæri þökkum til IMX (Icelandic Music Export) og vekja athygli á því að þar sé vettvangur og aðstoð til að koma sér á framfæri erlendis

En hver veit kannski á Porterhouse eftir að spila á Íslandi fyrir Íslendinga á Íslenzku:)

portbanner


mbl.is Of margir syngja á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Hamingju Ísland

 460914A

 

 

 

 
Til hamingju Öggi, Friðrik Ómar, Regína Ósk og allir Íslenskir Eurovison aðdáendur.

Hvar verður aðal partíið???? 

 


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar erlendis.

Ég veit ekki mikið um Stínu Ágústs söngkonu.Stina Ágústsdóttir

 En þó það að hún hefur m.a. verið að syngja lögin hans Jóhanns G og vakið athygli. Á MySpace síðunni hennar má heyra, til dæmis Don´t try to fool me.  

http://www.myspace.com/stinaagust

Og að auki er Stina í hljómsveitinni Nista

(stafaruglið, stina:))Nista

 

 

 

 

http://www.myspace.com/nistamus

 


mbl.is Íslensk söngkona vekur athygli í Montreal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velgengi erlendis.

Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar Íslendingar eru að gera það gott erlendis og í þessu tilviki er mér efnið hugleikið.

Svo ég nappaði þessari grein af Vísi.is/Fréttablaðinu um hið hógværa og duglega tónskáld Atla Örvarsson, en hann er að ná stórmerkilegum árangri í sínu fagi.

Atli Örvarsson

Atli Örvars önnum kafinn í Hollywood

  Atli Örvarsson hefur nóg fyrir stafni í Hollywood því á árinu verða frumsýndar þrjár kvikmyndir þar sem tónlist hans fær að hljóma.

Hróður Atla Örvarssonar tónskálds virðist aukast með hverjum degi í draumaverksmiðjunni Hollywood. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu samdi hann nýlega tónlist við hasarmyndina Babylon A.D. með Vin Diesel í aðalhlutverki og ofan á það bættist kvikmyndin The Code þar sem stórleikararnir Antonio Banderas og Morgan Freeman verða í helstu hlutverkum.

Á vefsíðu IMDB var í gær tilkynnt um nýtt verkefni Atla en það er Whiteout með ofurstjörnunni Kate Beckinsale og gamla brýninu Tom Skerrit í aðalhlutverkum. Ráðgert er að þessar þrjár myndir verði allar frumsýndar á þessu ári og ef það verður að veruleika er það einstakt afrek hjá íslensku tónskáldi.

Whiteout segir frá lögreglukonu sem er á höttunum eftir raðmorðingja í Alaska og þarf helst að finna kauða áður en sólin leggst í vetrarhýði næstu sex mánuði. Atli ætti að þekkja vel til drungans og myrkursins sem umlykur bandaríska fylkið enda að norðan en þar geta veturnir oft orðið æði kaldir og dimmir.

Á kvikmyndasíðunni kemur fram að áætlað er að kvikmyndin verði frumsýnd í október á þessu ári. Leikstjóri er Dominic Sena, sá hinn sami og gerði Gone in Sixty Seconds og Swordfish.

 


Sunnudags játningar!

Er það ekki við hæfi á mánudegi að vitna smávegis í Sunnudags játningar?

Góða vinir mínir Shay Dillon, Paul Kraushaar og Tim Riley voru að leika sér aðeins og blúsa í Stúdíói þeirra hjóna Shay og Paul á Sunnudegi.

Stefnan er að fá þau til landsins til að spila og skoða landið í leiðinni!

Ég er svo heppinn að hafa kynnst þeim öllum nokkuð vel og Shay Dillon hefur m.a. sungið nokkur lög eftir mig, ákaflega næm og góð söngkona með frábæra túlkun á texta.

Ég veit að hún er í uppáhaldi hjá mörgum hér á landi. 

 

 

 


Allveg mögnuð!!

Það er engu við þessa yfirlýsingu að bæta.

Björk er einfaldlega hafin yfir Stjórnmál.

Allir eiga sjálfstæði skilið! 


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær Gítarleikari fallinn. 02-03-08

Það er ekki langt síðan ég las að væntanlega væri ný plata með Jeff Healey og félögum, mér til mikillar ánægju.

Það er því frekar óvænt og sorglegt að heyra um fráfall þessa einlæga og einstaka listamanns.

Ég hef lengi verið aðdáandi þessa Kanadíska gítarsnillings, alveg síðan ég keypti See the light og Hell to pay í Bandaríkjunum árið 1990.

GetMeSome

Ný stúdíó rokkplata hefur ekki komið út síðan árið 2000 en þá kom út platan Get me some.

Væntanleg ný plata Jeff Healey Mess of Blues  er því fyrsta rokkplata Jeff Healey í átta ár og var áætlað að hún kæmi út í byrjun Apríl.

Undanfarin ár hefur Jeff Healey verið að fikta við Jazz og spilað með hljómsveit sinni Jeff Healey's Jazz Wizards.

Hann var mikill plötusafnari og átti t.d. yfir 25.000 titla af 78 snúninga plötum. Hann var virkur í að uppgötva og koma ungum listamönnum á framfæri og gefa þeim tækifæri.

 Mess of Blues

  • 1988: See the Light
  • 1989: Road House Soundtrack
  • 1990: Hell to Pay
  • 1992: Feel This
  • 1995: Cover to Cover
  • 2000: Get Me Some
  • 2002: Among Friends
  • 2004: Adventures in Jazzland
  • 2006: It's Tight Like That
  • 2008: Mess Of Blues

David Healey lést 2. Mars 2008 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Blessuð sé minning hans. 

http://www.jeffhealey.com/  

 

 


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband