Færsluflokkur: Tónlist

Bubbi 2.

www.bubbi.isGet ekki að því gert, ég hef hreinlega virkilega gaman af þættinum um Bandið hans Bubba.

Ég virði þá viðleitni Bubba að vilja hafa allt sungið á Íslensku og skemmtilegar uppákomur með enskuslettur í þættinum hafa vakið athygli mína! Gott fyrir umræðuna um Íslenskt málfar. 

Þessi útgáfa af sjónvarpsþætti er meira í ætt við Rockstar sem hann Magni tók þátt í en t,d, Idolið, reyndar nokkuð svipuð uppsetning, en þó þægilega Íslensk og án öfganna.

Dómararnir eru sjáanlega með öll skilningarvitin í lagi. Villi (Naglbítur) var mun nákvæmari og (on his game:-) í þessum þætti og er að leggja hart að sér að draga úr enskuslettunum. Björn Jörundur er frábær en sem komið er og með góðar samlíkingar og þekkingu á efninu. Bubbi er bara Bubbi og stendur alltaf fyrir sínu. Gestadómari: Margrét Eir er alveg einstök, einlæg og með uppbyggilegar ábendingar hef alltaf dáðst að hennar framkomu og söng frá því að ég sá "Svartan Pipar" á Gauknum.

Dómararnir hafa skilað sínu til þess að það sé góð skemmtun og húmor í gangi. 

Kynnirinn: Unnur Birna er vaxandi í því starfi og það er mjög skemmtileg hlið á henni hvað hún á auðvelt með að gera grín að sjálfri sér, virðist líða vel og er jarðbundin, ekki hnökralaust, en fyrir bragðið meira lifandi.

Í mínum huga eru línurnar að verða mjög skýrar eftir aðeins þessa tvo þætti.

(2)Arnar Már er  líkastur Bubba á yngri árum, ef það er þá verið að leita að slíkum söngvara og afskaplega skemmtilegur, ferskur að mörgu leiti, það er líka smá Erpur í honum.

(3)Thelma Hafþórsdóttir var ekki góð í kvöld, en ég er hrifinn af röddinni og svið-sjarmanum, hún hefur gríðarlega útgeislun og á mikla framtíð fyrir sér í söngnum, þrátt fyrir veikindi þá var hún miklu betri en flestir og tók áhættu. Kjörkuð jákvæð og skemmtileg!

(4)Birna Sif gæti vel orðið P!nk okkar Íslendinga. Hefur hása og skemmtileg rokkrödd, minnir mig á Bryndísi Ásmunds leikkonu þegar ég heyrði fyrst í henni (í Iðnskólanum 90 og eitthvað!!) Og Birna Sif hefur þennan náttúrulega og áreynslulausa svið-sjarma

Hanna Vigdís. Með skemmtilega rödd og kom aðeins á óvart að hún skildi falla út svona snemma virkaði ekki í stuði þrátt fyrir heillandi framkomu að öðru leiti.

Hjálmar Már. Hann er svolítil ráðgáta fyrir mér, Hnakki með Popprödd en tek undir það sem Björn Jörundur sagði varðandi þroska raddarinnar, sennilega frekar óþroskuð.

Vilhjálmur Örn. Kom á óvart með glettilega skemmtilega útgáfu af Bryan Adams slagara, svolítið hjartaknús í gangi og örugglega fínn í Poppið en sennilega ekki í Bandið hans Bubba að óbreyttu.

Sigurður Guðlaugs. skemmtilega framkoma, þó að minna hafi komið út úr röddinni, ég held að það skrifist á reynsluleysi og raddbeitingu, efast um að þessi sé alveg horfinn af sjónarsviðinu, rokkið er hans deild.

 Birgir Sævarsson. Með mikinn sjarma og skemmtilega sviðsframkomu, þarf að bæta sig talsvert til að eiga möguleika, en með æfingunni þá getur hann vel fetað í spor Jogvans og félaga í þeirri deild poppsins.

 (1) Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

Maður kvöldsins Eyþór Ingi er með mesta raddsviðið og fór vel með það í kvöld. Klassískur rokksöngvari með mikla innlifun og túlkun í sýnum flutningi. Minnir svolítið á flutning Meat Loaf í leikrænum tilburðum á sviðinu, en engan veginn á anna hátt! Allveg frábær!

Draumasöngvari til að vinna með, fyrir lagahöfunda sem vilja mikla breidd! Hringdu!! Wink

Það er góð áskorun að semja rokktónlist fyrir þessa rödd.

Sem sagt í mínum huga er staðan svona (frá 1-4) eftir þessa tvo þætti fyrir alla þær þúsundir lesenda þarna úti.... sem langaði að lesa þetta!W00t

p.s. Frábært húsband, jafnvel aðeins of fágaðir!Bubbi og Unnur Birna

Hljómsveitarstjóri/Gítar: Vignir Snær Vigfússon
Trommur: Arnar Þór Gíslason
Bassi: Jakob Smári Magnússon
Hljómborð: Þorbjörn Sigurðsson
Gítar: Einar Þór Jóhannsson
Gítar/Hljómborð/Bakraddir: Pétur Örn Guðmundsson  


Þakkir

Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.com

Þetta var athyglisvert og gaman að taka þátt í.

Það voru ólíkir aðilar úr  Íslensku tónlistarlífi sem tóku þátt eins og til dæmis: Hraun, Jóhann G, Bloodgroup, Siggi Pálma, Porterhouse og fleiri.

Á Amie Street er talsvert önnur nálgun í sölu tónlistar á netinu heldur en ég hef kynnst.

Í fyrstu er tónlistinn ókeypis en hækkar í verði eftir vinsældum og hlustandinn hefur þá hvatningu að sé hann með þeim fyrstu til að mæla með einhverju lagi þá getur inneign hans til kaupa á tónlist vaxið.

Þetta er hvetjandi fyrir áhugasama um að finna nýja tónlist sem vekur áhuga þeirra, þetta vekur upp umtal og allskyns vangaveltur á vefsvæðinu.

Hlustandinn getur verið mjög virkur og úrvalið er frábært á öllum stigum!

Reyndar tók ég eftir því að stóru nöfnin eru stundum seld beint á fullu verði en þetta hentar vel Indie/Sjálfstæðu tónlistarfólki.

Það eru ótrúlega margir sem lifa af án þess að vera hjá stóru útgáfufyrirtæki. 

Margt smátt....... 


Frábær Bubbi!

Ég skemmti mér hrikalega vel yfir Bandinu hans Bubba.

Skemmtileg útfærsla á söngvara keppni. Dómarar stóðu sig ágætlega þá sérstaklega Björn Jörundur en hef ekki fundist hann jafn fyndinn í háa herrans tíð.

Það eru sterkir söngvarar þarna og bandið sjálft var frábært.

Arnar stóð uppúr með eigin þýðingu á Queen laginu Show must go on og kom skemmtilega á óvart með því framlagi.

Íslensk þýðing á Queen....... bjóst við því versta!

En öðru nær, frábær söngvari.

Og skemmtilegur þáttur. 

 

 


U2 komnir í Studio.

U2

Félagarnir í U2 eru loksins komnir í Stúdíóið sitt í Dublin ásamt upptökustjórunum Brian Eno og Daniel Lanois. Sem þeir hafa átt í löngu og farsælu samstarfi við. Þetta eru upptökur á fyrstu stúdíó plötu þeirra síðan 2004, þegar How To Dismantle An Atomic Bomb kom út.

Í viðtali við Billboard.com, segir Lanois "Við ætlum að framkvæma nýjungar og koma með meistarastykki, ermarnar eru uppbrettar og Bono er heitur með textahliðina"

U2, Daniel Lanois og Brian Eno hafa þegar gert prufutökur í Frakklandi og Marokkó.

Sögusagnir fljúga um að jafnvel sé nóg efni á tvær plötur.

Við brögð Daniel Lanois við þeim:

"Það er svo mikið efni. þegar Eno, ég og strákarnir komum saman í herbergi þá verður til fjöldi hugmynda á skömmum tíma, átta lög fyrir hádegi"

Ekki er búið að setja dagsetningu á tólftu stúdíó plötu U2.

Samkvæmt þessum ummælum má láta sér hlakka til! 


Íslensk Tónlist í útrás

amie small (amiestreet.com) efnir til íslenskra daga 18. - 24. febrúar nk. í samstarfi við IMX (Iceland Music Export). Markmiðið er að kynna og selja íslenska tónlist á netinu. Amie Street er ört vaxandi tónlistarmiðill og netsamfélag þar sem hljómsveitir geta kynnt og selt tónlist sína.IMX logosmall

 

Amie Street

Amie Street var sett á laggirnar fyrir einu og hálfu ári, en hugmyndin kviknaði á bar hjá nokkrum háskólanemendum þar sem þeir veltu fyrir sér hvað þyrfti til svo þeir myndu reiðubúnir að kaupa tónlist í gegnum netið. Vefsíðan hefur vakið mikla athygli og netsamfélagið í kringum hana telur nú um milljón manns. Amie Street hafa innleitt nýja nálgun gagnvart dreifingu á tónlist.

 

Það sem hefur vakið mesta athygli á Amie Street er óvenjuleg verðmyndun á tónlistinni. Verðmyndunin fer eftir vinsældum tónlistarinnar. Öll tónlist byrjar ókeypis og verð hvers lags hækkar eftir því sem oftar er náð í það og nær hámarki í 0,98$. Önnur sérstaða Amie Street er að allar hljómsveitir geta opnað sitt eigið búðarhorn inn á síðunni. Vefsíðan er jafnframt landamæralaus sem þýðir að fólk hvaðan af úr heiminum getur keypt tónlist af henni. Nú nýlega var útibú Amie Street sett á laggirnar í Japan líka en fyrirtækinu hefur hingað til verið stýrt frá USA.

Porterhouse tekur þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.

porterhouseWh
 

Ég vill benda þeim á sem vilja prufa!
Að setja Iceland sem "promotion code"......og fá þá inneign til kaupa á Tónlist

en skráning kostar ekki neitt!


Wake up now - Nýtt lag.

Ég var rétt í þessu að fá lagið mitt Wake up now úr masteringu.

Textinn er eftir Vidar Borstad og er nokkuð dramatískur en með sterka ádeilu á hégóma og ungdómsdýrkun.

Ungur maður upptekinn af því að heilla kærustu sína með töffaraskap missir stjórn á bílnum sínum og sagan segir frá því þegar hann er að vakna til lífs eftir útaf akstur, og á erfitt með að átta sig. crash

 Ég er mjög sáttur hvernig til tókst með upptökur og spilamennsku. Chris Powers sem syngur lagið gerir það afskaplega vel. Minnir á köflum á ballöðu stíl Axl Rose.

Lagið má heyra í spilaranum hér til vinstri. 

 


Sirkus og gleði.

Ó já....  var að koma heim af skemmtun miðstigs þ.e. 4.-7. bekkjar Hvolsskóla með bros á vör.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær skemmtun sem býður uppá Söng, Töfrabrögð, Ballett, Leikverk, Hagyrðinga-keppni, Skuggamynda sýningar og hljómsveit sem spilaði undir öllu saman.

Stórskemmtileg sýning þar sem allir lögðu sig fram og árangurinn eftir því.

Loka hnykkurinn var svo Svanavatnið dansað listilega af strákum úr 7. bekk sem glaðir sýndu danshæfileika sýna í sokkabuxum og pífupilsum.

Dóttir mín stóð sig með ágætum í Nornakvartett sem kynntu atriðin og leikendur.

 

 

 

     


Til hamingju Einar Bárðarson

Þetta framtak Einars Bárðarsonar er til mikillar fyrirmyndar.

Einar er sennilega sá eini sem sá þessa velgengni fyrir, þó auðmjúkur sé.

Ég veit að þarna kemur að fjöldi listamanna og starfsfólk í kringum svona tónleika sem ber öllum að þakka.

Gaman að sjá allt þetta er fólk sem gefur af sér á þennan hátt! 

 


mbl.is 25 milljónir á níu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma á afmæli í dag!

Þetta er merkisdagur 17 Janúar.

Til hamingju með afmælið mamma. 

Það hefur yfirleitt gerst eitthvað stórmerkilegt á afmælisdeginum hennar mömmu.

Árið 1991 var eftirminnilegt en þá hófst Operation Desert Storm, Eldgos í Heklu, Davíð Oddson á afmæli  og Haraldur 5 varð Noregskonungur.

Íslenski fáninn var settur í lög 17 Janúar 1944 en það er reyndar nokkru áður en mamma læddist í heiminn.

Ári síðar 1945 taka Nasistar til við að tæma Fangabúðirnar í Auschwitc þar sem Sovétmenn voru farnir að nálgast þá óþægilega.

1994 varð Jarðskjálfti 6.7 í Californiu og ári síðar 1995 í Kobe í Japan annar stærri eða 7,3 á richter.

1998 ásakar Paula Jones Forseta Bandaríkjanna Bill Clinton fyrir kynferðislega áreitni.

Nokkrir þekktir einstaklingar fæddir þennan dag:

Benjamin Franklin, Al Capone, Ertha Kitt, Anton Chekhov, James Earl Jones, Muhammed Ali, Dwayne Wade,  Andy Kaufman, Jim Carrey svo einhverjir séu nefndir.

Ég vonast til að tíðindi dagsins árið 2008 verði hófsöm, og við tökum Svía létt á EM í Noregi. 

 

  

 

 


Höfundaréttur.

Þetta er athygliverð frétt.

Höfundaréttur hefur verið í umræðunni, en ekki nægilega mikið.

Helst hefur sú umræða komið upp í tengslum við niðurhal af netinu og þá oft í tengslum við 365 ljósvakamiðla, sem eðlilega hafa ekki verið sáttir við ólöglegt niðurhal á myndefni sem þeir hafa dreifingarrétt á.

Það er þörf á að skerpa vitund almennings og jafnvel leikmanna á lögum um höfunda og dreifingarrétt og koma þessum upplýsingum í nútímalegt og aðgengilegt horf.

Ég hefði haldið að Stef með sínu öfluga starfi í þágu höfundaréttar gætti þess að höfundur hefði um það að segja í hvaða verkefni, og eins í hvaða tilgangi tónlistin er notuð, eins og í þessu tilviki!

En Stefi til varnar þá er gott aðgengi að upplýsingum hjá þeim og starfsfólk liðlegt.  

Ég hef verið að kynna mér höfundarétt undanfarið í tengslum við tónlist, en á greinilega langt í land með að skilja allan sannleikan í þeim efnum.

Ég hvet til umræðu! 

 


mbl.is „Búið að kasta stærri hagsmunum fyrir minni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband