Þakkir

Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.com

Þetta var athyglisvert og gaman að taka þátt í.

Það voru ólíkir aðilar úr  Íslensku tónlistarlífi sem tóku þátt eins og til dæmis: Hraun, Jóhann G, Bloodgroup, Siggi Pálma, Porterhouse og fleiri.

Á Amie Street er talsvert önnur nálgun í sölu tónlistar á netinu heldur en ég hef kynnst.

Í fyrstu er tónlistinn ókeypis en hækkar í verði eftir vinsældum og hlustandinn hefur þá hvatningu að sé hann með þeim fyrstu til að mæla með einhverju lagi þá getur inneign hans til kaupa á tónlist vaxið.

Þetta er hvetjandi fyrir áhugasama um að finna nýja tónlist sem vekur áhuga þeirra, þetta vekur upp umtal og allskyns vangaveltur á vefsvæðinu.

Hlustandinn getur verið mjög virkur og úrvalið er frábært á öllum stigum!

Reyndar tók ég eftir því að stóru nöfnin eru stundum seld beint á fullu verði en þetta hentar vel Indie/Sjálfstæðu tónlistarfólki.

Það eru ótrúlega margir sem lifa af án þess að vera hjá stóru útgáfufyrirtæki. 

Margt smátt....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband