Bubbi 2.

www.bubbi.isGet ekki að því gert, ég hef hreinlega virkilega gaman af þættinum um Bandið hans Bubba.

Ég virði þá viðleitni Bubba að vilja hafa allt sungið á Íslensku og skemmtilegar uppákomur með enskuslettur í þættinum hafa vakið athygli mína! Gott fyrir umræðuna um Íslenskt málfar. 

Þessi útgáfa af sjónvarpsþætti er meira í ætt við Rockstar sem hann Magni tók þátt í en t,d, Idolið, reyndar nokkuð svipuð uppsetning, en þó þægilega Íslensk og án öfganna.

Dómararnir eru sjáanlega með öll skilningarvitin í lagi. Villi (Naglbítur) var mun nákvæmari og (on his game:-) í þessum þætti og er að leggja hart að sér að draga úr enskuslettunum. Björn Jörundur er frábær en sem komið er og með góðar samlíkingar og þekkingu á efninu. Bubbi er bara Bubbi og stendur alltaf fyrir sínu. Gestadómari: Margrét Eir er alveg einstök, einlæg og með uppbyggilegar ábendingar hef alltaf dáðst að hennar framkomu og söng frá því að ég sá "Svartan Pipar" á Gauknum.

Dómararnir hafa skilað sínu til þess að það sé góð skemmtun og húmor í gangi. 

Kynnirinn: Unnur Birna er vaxandi í því starfi og það er mjög skemmtileg hlið á henni hvað hún á auðvelt með að gera grín að sjálfri sér, virðist líða vel og er jarðbundin, ekki hnökralaust, en fyrir bragðið meira lifandi.

Í mínum huga eru línurnar að verða mjög skýrar eftir aðeins þessa tvo þætti.

(2)Arnar Már er  líkastur Bubba á yngri árum, ef það er þá verið að leita að slíkum söngvara og afskaplega skemmtilegur, ferskur að mörgu leiti, það er líka smá Erpur í honum.

(3)Thelma Hafþórsdóttir var ekki góð í kvöld, en ég er hrifinn af röddinni og svið-sjarmanum, hún hefur gríðarlega útgeislun og á mikla framtíð fyrir sér í söngnum, þrátt fyrir veikindi þá var hún miklu betri en flestir og tók áhættu. Kjörkuð jákvæð og skemmtileg!

(4)Birna Sif gæti vel orðið P!nk okkar Íslendinga. Hefur hása og skemmtileg rokkrödd, minnir mig á Bryndísi Ásmunds leikkonu þegar ég heyrði fyrst í henni (í Iðnskólanum 90 og eitthvað!!) Og Birna Sif hefur þennan náttúrulega og áreynslulausa svið-sjarma

Hanna Vigdís. Með skemmtilega rödd og kom aðeins á óvart að hún skildi falla út svona snemma virkaði ekki í stuði þrátt fyrir heillandi framkomu að öðru leiti.

Hjálmar Már. Hann er svolítil ráðgáta fyrir mér, Hnakki með Popprödd en tek undir það sem Björn Jörundur sagði varðandi þroska raddarinnar, sennilega frekar óþroskuð.

Vilhjálmur Örn. Kom á óvart með glettilega skemmtilega útgáfu af Bryan Adams slagara, svolítið hjartaknús í gangi og örugglega fínn í Poppið en sennilega ekki í Bandið hans Bubba að óbreyttu.

Sigurður Guðlaugs. skemmtilega framkoma, þó að minna hafi komið út úr röddinni, ég held að það skrifist á reynsluleysi og raddbeitingu, efast um að þessi sé alveg horfinn af sjónarsviðinu, rokkið er hans deild.

 Birgir Sævarsson. Með mikinn sjarma og skemmtilega sviðsframkomu, þarf að bæta sig talsvert til að eiga möguleika, en með æfingunni þá getur hann vel fetað í spor Jogvans og félaga í þeirri deild poppsins.

 (1) Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

Maður kvöldsins Eyþór Ingi er með mesta raddsviðið og fór vel með það í kvöld. Klassískur rokksöngvari með mikla innlifun og túlkun í sýnum flutningi. Minnir svolítið á flutning Meat Loaf í leikrænum tilburðum á sviðinu, en engan veginn á anna hátt! Allveg frábær!

Draumasöngvari til að vinna með, fyrir lagahöfunda sem vilja mikla breidd! Hringdu!! Wink

Það er góð áskorun að semja rokktónlist fyrir þessa rödd.

Sem sagt í mínum huga er staðan svona (frá 1-4) eftir þessa tvo þætti fyrir alla þær þúsundir lesenda þarna úti.... sem langaði að lesa þetta!W00t

p.s. Frábært húsband, jafnvel aðeins of fágaðir!Bubbi og Unnur Birna

Hljómsveitarstjóri/Gítar: Vignir Snær Vigfússon
Trommur: Arnar Þór Gíslason
Bassi: Jakob Smári Magnússon
Hljómborð: Þorbjörn Sigurðsson
Gítar: Einar Þór Jóhannsson
Gítar/Hljómborð/Bakraddir: Pétur Örn Guðmundsson  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir nokkuð !!

Ég hefði sko alveg áhuga á að sjá þetta allt saman. Hef ekki fundið lausnina ennþá þó að ég sé með internetið.

En gaman að fá smá innsýn inní þetta

Annars sit ég hérna hinum megin á hnettinum. Búin að læra núna í ca 10 klst með matarhléum og að hlusta á íslenkst útvarp

 kveðja from Seattle

Þorbjörg sys (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 06:06

2 identicon

Eyþór Ingi er algjör draumur - er minn uppáhalds frá því hann birtist fyrst í þáttunum.  Held að hann fari alla leið eða allaveganna í topp 3

Systa þú sérð þetta vonandi þó síðar verði. 

Finnur - rosalega gaman  að fylgjast með síðunni þinni og öllu því áhugaverða sem þú matreiðir fyrir kkur hin á svo skemmtilegan hátt

Berglind Elva (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 03:07

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sammála þér, ég mjög gaman af þessum þætti, Björn Jörundur sínir skemmtilega takta eins og við var að búast, enda laun fyndinn maðurinn, Villi er skemmtilega óöruggur eða ó sjóaður enn bráð skemmtilegur.

 Mér þótti Arnar vera hvað næst því að komast með tærnar þar sem Freddie Mercury hafði skóförin þarna í fyrsta þættinum, gargandi snilld.

Kjartan Pálmarsson, 3.3.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband