Hvers á landsbyggðin að gjalda?

Af hverju er það svo sjálfsagt að skera niður á Landsbyggðinni eins og tilneigininn virðist vera til?

Landsbyggðin fékk ekki stóra sneið af góðærinu! Þar hafa orðið minnstar sveiflur í atvinnumálum!

Það tekur lengri tíma að byggja upp atvinnutækifæri í smærri byggðarlögum!

Allt niðurskurðar tal fer í taugarnar á mér! Það er dýrt að skapa störf er mér sagt, og ódýrara að viðhalda störfum þó að því fylgi einhver kostnaður tímabundið!

Þessi varnarvitleysa er ekki til að örva þjóðfélagið heldur stöðva það alveg!

Það koma ekki miklar skatttekjur af störfum sem eytt er og þeir sem tapa vinnunni þiggja gjarnan atvinnuleysisbætur til að halda sér á floti! Í mínum huga er því um tvöfalda vitleysu að ræða þegar störfum er fækkað!

Hef ekkert á móti því að stöðva eyðsluvitleysuna og sýna skynsemi, en það má ekki drepa baráttu-andann.

 


mbl.is Varar við fækkun háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í nágrannalöndunum eru víða háskólar í dreyfbýlinu. Eitt frægasta dæmið er hinn ört vaxandi háskóli á Svalbarða. 

Það vantar stundum að reikna dæmið allt. Eins og til dæmis að leggja niður starf eða stofnun af því að kostnaðurinn við starfið er meiri en verðmætið sem starfið skapar en er mismunurinn alltaf meiri en atvinnuleysisbæturnar, starfslokasamningar, eftirlaun og annar beinn og óbeinn kostnaður sem hlýst af því að leggja niður störf?

Talandi um landsbyggðina. Áðan var í fréttum að grásleppubátar á Vestfjörðum gætu þurft að hætta veiðum vegna þess að þeir fá 300 kg af skötusel í grásleppunetin í róðri. Þeir fá ekki kvóta fyrir skötuselnum, skötuselsstofninn er í örum vexti og verð á honum mjög hátt og grásleppuhrognaverð er líka mjög hátt núna. Undanfarið hefur verið talað um hvað makríllinn, sem var lítið sem ekkert veiddur hér áður fyrr en er núna að ganga á íslandsmið, sé mikil búbót fyrir þjóðarbúið en það eru stóru útgerðafyrirtækin sem njóta hans.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband