Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Snilldar flýtistöng (Toolbar)

Nú langar mig að bjóða þér að hala niður alveg frábærri flýtistöng(toolbar) á vafrann þinn.

Porterhouse toolbarÞetta er bara snilld!

Uppáhalds útvarpstöðvarnar þínar,

Pósturinn, Veðrið, Google leitarvél,

flýtihnappar fyrir verkefnin þín

ásamt Porterhouse tónlistarsíðu,

fréttum og fleira.

Einfalt og öruggt!

 Allt við höndina.

 Smellið á skýringamynd.

 

Hlaða niður Flýtislá-Toolbar

Einnig má sjá meiri upplýsingar á www.porterhouse.is

+

Add the coolest gadgets to your toolbar!
 
MarblesBackgammonTV
 
RadioTODOCalorie Calc
 
CountdownWikipediaSudoku
 
 And many more... 

 

 


Unglingar og tölvutími.

 Það er oft smástríð... á mínu heimili þegar kemur að tölvunni og hversu lengi verið er í henni.

Svo það var flott að rekast á þetta viðtal sem Ellý Ármanns tók við Hugó Þórisson, mjög gagnlegt. Ég hef setið fyrirlestur hjá Hugo og það er eftirminnileg reynsla og góð. 

 

Burt með tölvuna ef unglingur hefur ekki stjórn

mynd Hugo Þórisson sálfræðingur.

ellyarmanns skrifar:

„Í fyrsta lagi ráðlegg ég íslenskum foreldrum að byrja snemma á að kenna börnum sínum að það gildi reglur um skjátímanotkun," segir Hugo Þórisson sálfræðingur þegar Vísir hefur samband við hann til að ræða tölvunotkun barna og unglinga og vandamálin sem kunna að fylgja henni.

„Foreldrar þurfa að skilja og vera meðvitaðir um að láta ekki duttlunga og stundarþægindi gera það að "leyfa" börnunum að vera smástund í tölvu eða horfa á DVD, sem oftast verður lengri en hugsað var í upphafi."

Hvað ráðleggur þú foreldrum sem vilja minnka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf barnanna?

„Setja reglur sem farið er eftir í nær öllum tilfellum. Þannig kenna foreldrar börnum að umgangast skjáefni af skilningi og ábyrgð."

„Ég ráðlegg einnig að börn og unglingar fái ekki skjá inn í herbergið fyrr en í fyrsta lagi að foreldrarnir eru 120% vissir um að þeir geti stjórnað notkuninni."

Er mikið um að Íslendingar leiti til þín út af vandamálum sem fylgja tölvunotkun inn á heimilum?

„Það er þó nokkuð vegna tölvunotkunar ungra drengja. Oftast er um það að ræða að ástandið er farið versnandi, lítil þátttaka í heimilislífinu, áhugaleysi um sjálfan sig, slakað á í námi og slök ástundun í skóla."

„Þegar ástandið er orðið þannig að unglingarnir ná ekki að hafa stjórn á
tölvunotkun sinni er eitt og bara eitt að gera. Það er að taka tölvuna burt
úr lífi þeirra, punktur," svarar Hugo aðspurður hvað er til ráða þegar ástandið er orðið óviðráðanlegt.

„Ekki bara í viku eða mánuð heldur í burtu. Þau ráða ekki við að stjórna sér og notkuninni og þá á ekki að vera að láta þau takast á við það."

„Ég hef hitt nokkra svona hugrakka foreldra og reynsla þeirra nær allra er að eftir ákveðinn tíma losna börnin þeirra "úr álögum" og verða virkari þátttakendur í lífinu í kringum þau en þau voru fyrr meðan tölvan eða sjónvarpsglápið freistaði þeirra og stal tíma frá því sem við teljum mikilvægt, mannlegum samskiptum, auglit til auglitis."

Heimasíða Hugo.


Lending rétt fyrir miðnætti!

invite_lander

 


Þetta er að verða spennandi!

Lending rétt fyrir miðnætti.

Mars 101

 


mbl.is „Sjö mínútur í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn.....sparar tímann...!

Svona segir í gömlu lagi sem ég hef haldið uppá.

Nú hef ég verið að vinna í úrlausn til þess að faðir minn geti notað síma með raddstýringu eingöngu!

Hann er í þannig stöðu að hendurnar gagnast honum lítið, í bili amk..

Honum var færður GSM sími Nokia 6021 með bluetooth (blátönn:) sem átti að leysa þessi mál og gefa honum aukna möguleika á að halda sambandi við vini og fjölskyldu.

Hann á því að geta gefið símanum raddbendingar og hringt í þann sem hann langar til. 

Þetta hefur gengið hálf illa og Tæknideild símans í 800-7000 er ekki hæf til að hjálpa okkur með þetta og ég hef verið sendur í verslun þeirra í Ármúlanum eftir þau símtöl.

Ég bý um 100 km frá Reykjavík og hef gert mér tvær ferðir sérstaklega í þessum erindum. Í fyrsta símtali fékk ég þau svör að í verslun Símans væri fjöldinn allur af símum sem gerðu nákvæmlega þetta, stýrast með röddinni.

Ég spurði til að vera öruggur!! Alveg án þess að þrýsta á hnappa?

Já var svarið!!

Það er svo  mikið úrval að þú verður bara að sjá það sjálfur! 

Í fyrra skiptið sem ég fór var mér kennt að taka upp röddina og festa hana við númerið, það var að líða að lokun svo að stúlkan, þó kurteis væri var greinilega að flýta sér.

Síðan hóf ég tenór æfingar á símanum til að láta hann svara mér því að þetta var ekki svo flókið eftir allt saman!

En viti menn síminn var algjörlega heyrnarlaus og sýndi enginn viðbrögð.

Ég fór því á netið inn á Nokia.com og náði mér í upplýsingar um tegundina.

Það vantaði ekkert um hvað þessi síma er magnaður og möguleikarnir endalausir. Það vantaði bara eitt! Leiðbeiningar um hvernig ætti að láta alla þessa dýrð virka.

Þá var komið að síðari ferðinni í Ármúlann. Stúlkan fór með símann á bak við í "Sérfræðingaherbergið" og þeir fundu út að það væri takki eins og á Labb-Rabb talstöðvum sem þyrfti að þrýsta á og SVO AÐ TALA VIÐ SÍMANN SJÁLFAN !

Sem sagt niðurstaðan lá fyrir, Þeir eiga ekki til síma sem svarar með raddstýringu einni saman, með þau svör fór ég út.

Ég á erfitt með að trúa þessu miðað við tæknina í dag, en ég er búinn að gefast upp á Símanum ehf.

Það er búið ljúga að manni að þeir eigi hlutina til og svo er enginn áhugi á að leysa málið!

Það er ekki nóg að setja sjálfan Jesú í auglýsingaherferð, kraftaverkinn fylgja greinilega ekki með!

 
Þegar ég hringdi á Hátækni til að tala við sölumann þar sem ég kannast við, þá hringdi hann aldrei til baka þrátt fyrir þrenn skilaboð til hans, svo að ekki var þjónustan betri þar þrátt fyrir kunningsskap.

Það má þó hrósa þeim fyrir að mismuna ekki fólki vegna tengsla! 

Ef einhver veit betur og getur komið mér til aðstoðar þá er það vel þegið! 


Til hamingju með daginn

Ég vill óska starfsfólki mbl.is til hamingju með daginn.

Sjálfur er ég einn þeirra sem var seinn til með tölvur og hafði ekki mikla trú á netinu til að byrja með.

Það er önnur saga í dag. 

 


mbl.is Mbl.is á afmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband