Færsluflokkur: Vefurinn

Forræðisdeila eða Barnsrán!

Magnús Elí og Sara MaríaMig langar að vekja athygli á eftirfarandi!

 

Á Facebook gengur beiðni manna á milli um hjálp í erfiðri deilu! Ég þekki ekki mikið til málsins ennþá, en svona mál er erfitt að horfa uppá án þess að gera neitt í því!

Umfjöllunin á Facebook er eftirfarandi:

 

Forræðisdeila eða barnsrán. Okkur vantar hjálp fyrir íslenska móður sem er með sameiginlegt forræði ásamt föðurnum Baldri Hrafn Björnssyni yfir tveimur börnum þeirra. Baldur og foreldrar hans fengu börnin í heimsókn og áttu að hafa þau í 4 mánuði frá 1 des. Til 31. Mars, en skiluðu þeim ekki . Þegar hann fékk þau, fékk hann undirritað leyfi frá móðurinni til að hafa þau í fjóra mánuði og það var þinglýst skjal sagði hann það væri til að hann gæti fengið leikskólapláss fyrir þau í Færeyjum. En þegar nánar var athugað, var hann búinn að skipta um lögheimili barnanna í Færeyjar í nóvember löngu áður en hann fékk þau til sín, sem sýnir að hann ætlaði aldrei að skila þeim.

Færeyjar er eitt að fáu löndum í heiminum sem ekki skrifuðu undir Hag samninginn (Hague Convention Treaty) sem virðir forræðis mál í öðrum löndum. Lögfræðingurinn okkar á íslandi hefur reynt allt til að hjálpa okkur en íslensk yfirvöld segjast ekkert geta gert og við verðum að fara með málið til lögfræðings í Færeyjum og fara í forræðismál í Færeyjum 10 ágúst.

 

Return Sara María and Magnús Elí back to their mother in Iceland

(Parental+Grandparental Abduction)Need legal+politcal help for Icelandic mom with joint custody of 2 toddlers. Grandparents Bára Traustadóttir(school teacher)and Björn Elíson took them from Iceland to Nólsoy, Faroe Islands for visit to Father. Pretence of preschools need for temporary 1dec-31mar change of legal residence. Questionable residencey change done without mother, 3nov in Faroe Islands month before visit.

Nánar:

http://www.facebook.com/pages/Return-Sara-Maria-and-Magnus-Eli-back-to-their-mother-in-Iceland/103648608444?ref=mf  

 


Ert þú sek/ur um rangfærslur og meiðyrði á vefsíðum.

Fréttir af lokun vefsíðunnar "Ringulreið" vekur upp spurningar um fleiri síður þar sem frekar óhugnanlegt einelti á sér oft stað án þess að það sé á allra vörum og þær eru ekki bundnar við unglinga, fullorðnir eru ekkert betri á veraldarvefnum!

Það eru sumar spjallsíður dýraeigenda þar hef ég séð ýmislegt vafasamt, og þykir undarlegur stjórnenda-bragur á þeim síðum eða réttara sagt enginn, þar er málfrelsið svo algjört að þú getur sagt það sem þér sýnist án þess að koma fram undir réttu nafni, áberandi er misklíð milli hópa og einstaklinga sem fólk lætur frá sér ýmislegt óstaðfest og oft á tíðum hreinar lygar frá sér undir fölskum nöfnum og hreinlega er að eyðileggja mannorð annarra!

Þetta er vissulega neikvæður þáttur við Internetið en er að sjálfsögðu þessu fólki mest til skammar sem hagar sér svo.

Get ekki ímyndað mér að það sé erfitt að skikka spjallborðs eigendur með lögum eða reglugerðum til að vinna á sama hátt og bloggið hér á blog.is þ.e. að nafn raunverulegs bloggara sé á bak við höfundarheitið.

Það gefur vefnum meiri trúverðugleika og fær fólk til að vanda aðeins betur hvað það lætur frá sér.....vonandi!

Eins og margoft hefur komið fram þá er erfiðara að hreinsa út umæli af veraldarvefnum en að setja inn!

Til gamans og upplýsingar fyrir þá sem halda að þeir geti sagt allt í þeirri trú að þeir hafi fullt málfrelsi:

 

Hver, sem opinberlega leggur annan Mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða [fangelsi]2) allt að 1 ári.
1)L. 94/2000, 4. Gr. 2)L. 82/1998, 124. Gr.   234. Gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. Gr.
235. Gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu Hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. Gr.
236. Gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það ...1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum ...1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 129. Gr.       241. Gr. Í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða Hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.
242. Gr. Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta ákæru svo sem hér segir:  


Google Chrome

Google Chrome

Google Chrome (vef-browser) var gaukað að mér af Hauki í horni, Hann Haukur Örn vinur minn er fljótur að átta sig á nýjungum og hefur oft komið mér til bjargar í tölvumálum. Þó ég sé eldklár á því sviðið:)

Ég hef verið að nota Mozilla Firefox og verið nokkuð sáttur, en þegar Haukur er að prófa eitthvað þá hlýtur það að vera spennandi, svo að ég ákvað að prófa og byrjunin lofar góðu, hraður og skilvirkur og virkar mjög einfaldur í notkun. Er reyndar svo hrifinn af öllu sem Google er að gera að ég þurfti ekki mikla hvatningu. 

Ætla að gera eins og Haukur, og hafa hann "default" í smá tíma og sjá hvernig gengur.

http://www.google.com/chrome

og http://www.haukurod.net/blog/


Unglingar og tölvutími.

 Það er oft smástríð... á mínu heimili þegar kemur að tölvunni og hversu lengi verið er í henni.

Svo það var flott að rekast á þetta viðtal sem Ellý Ármanns tók við Hugó Þórisson, mjög gagnlegt. Ég hef setið fyrirlestur hjá Hugo og það er eftirminnileg reynsla og góð. 

 

Burt með tölvuna ef unglingur hefur ekki stjórn

mynd Hugo Þórisson sálfræðingur.

ellyarmanns skrifar:

„Í fyrsta lagi ráðlegg ég íslenskum foreldrum að byrja snemma á að kenna börnum sínum að það gildi reglur um skjátímanotkun," segir Hugo Þórisson sálfræðingur þegar Vísir hefur samband við hann til að ræða tölvunotkun barna og unglinga og vandamálin sem kunna að fylgja henni.

„Foreldrar þurfa að skilja og vera meðvitaðir um að láta ekki duttlunga og stundarþægindi gera það að "leyfa" börnunum að vera smástund í tölvu eða horfa á DVD, sem oftast verður lengri en hugsað var í upphafi."

Hvað ráðleggur þú foreldrum sem vilja minnka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf barnanna?

„Setja reglur sem farið er eftir í nær öllum tilfellum. Þannig kenna foreldrar börnum að umgangast skjáefni af skilningi og ábyrgð."

„Ég ráðlegg einnig að börn og unglingar fái ekki skjá inn í herbergið fyrr en í fyrsta lagi að foreldrarnir eru 120% vissir um að þeir geti stjórnað notkuninni."

Er mikið um að Íslendingar leiti til þín út af vandamálum sem fylgja tölvunotkun inn á heimilum?

„Það er þó nokkuð vegna tölvunotkunar ungra drengja. Oftast er um það að ræða að ástandið er farið versnandi, lítil þátttaka í heimilislífinu, áhugaleysi um sjálfan sig, slakað á í námi og slök ástundun í skóla."

„Þegar ástandið er orðið þannig að unglingarnir ná ekki að hafa stjórn á
tölvunotkun sinni er eitt og bara eitt að gera. Það er að taka tölvuna burt
úr lífi þeirra, punktur," svarar Hugo aðspurður hvað er til ráða þegar ástandið er orðið óviðráðanlegt.

„Ekki bara í viku eða mánuð heldur í burtu. Þau ráða ekki við að stjórna sér og notkuninni og þá á ekki að vera að láta þau takast á við það."

„Ég hef hitt nokkra svona hugrakka foreldra og reynsla þeirra nær allra er að eftir ákveðinn tíma losna börnin þeirra "úr álögum" og verða virkari þátttakendur í lífinu í kringum þau en þau voru fyrr meðan tölvan eða sjónvarpsglápið freistaði þeirra og stal tíma frá því sem við teljum mikilvægt, mannlegum samskiptum, auglit til auglitis."

Heimasíða Hugo.


Íslensk Tónlist í útrás

amie small (amiestreet.com) efnir til íslenskra daga 18. - 24. febrúar nk. í samstarfi við IMX (Iceland Music Export). Markmiðið er að kynna og selja íslenska tónlist á netinu. Amie Street er ört vaxandi tónlistarmiðill og netsamfélag þar sem hljómsveitir geta kynnt og selt tónlist sína.IMX logosmall

 

Amie Street

Amie Street var sett á laggirnar fyrir einu og hálfu ári, en hugmyndin kviknaði á bar hjá nokkrum háskólanemendum þar sem þeir veltu fyrir sér hvað þyrfti til svo þeir myndu reiðubúnir að kaupa tónlist í gegnum netið. Vefsíðan hefur vakið mikla athygli og netsamfélagið í kringum hana telur nú um milljón manns. Amie Street hafa innleitt nýja nálgun gagnvart dreifingu á tónlist.

 

Það sem hefur vakið mesta athygli á Amie Street er óvenjuleg verðmyndun á tónlistinni. Verðmyndunin fer eftir vinsældum tónlistarinnar. Öll tónlist byrjar ókeypis og verð hvers lags hækkar eftir því sem oftar er náð í það og nær hámarki í 0,98$. Önnur sérstaða Amie Street er að allar hljómsveitir geta opnað sitt eigið búðarhorn inn á síðunni. Vefsíðan er jafnframt landamæralaus sem þýðir að fólk hvaðan af úr heiminum getur keypt tónlist af henni. Nú nýlega var útibú Amie Street sett á laggirnar í Japan líka en fyrirtækinu hefur hingað til verið stýrt frá USA.

Porterhouse tekur þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.

porterhouseWh
 

Ég vill benda þeim á sem vilja prufa!
Að setja Iceland sem "promotion code"......og fá þá inneign til kaupa á Tónlist

en skráning kostar ekki neitt!


Til hamingju með daginn

Ég vill óska starfsfólki mbl.is til hamingju með daginn.

Sjálfur er ég einn þeirra sem var seinn til með tölvur og hafði ekki mikla trú á netinu til að byrja með.

Það er önnur saga í dag. 

 


mbl.is Mbl.is á afmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðs útvalda þjóð.

Ísraelar eru langþreyttir á skærum frá Palestínumönnum sem er skiljanlegt.  Svo að þeir byggðu vegg að ég hélt til að vernda sjálfa sig.

En svo kom í ljós að þessi veggur er byggður a.m.k. á stórum hluta eingöngu á Palestínsku landi (Palestína er báðum megin veggsins)! Svo að bóndi er klipptur frá ræktunarlandi sínu t.d.

 Ég á kunningja sem er Ísraeli og fluttist(hraktist) til Bandaríkjanna út af ástandinu.

Hann vill ekkert ræða þetta of mikið en glöggt má heyra að hann er ekki stoltur af samlöndum sínum og ungafólkið í dag er ekki jafn ginkeypt fyrir pólitískum áróðri eins og áður.

Internetið hefur gefið fólki meiri aðgang að upplýsingum en pólitíkusar á svæðinu hefðu kosið.

Stór hluti yngri kynslóða í Ísrael kennir landnámi Ísraela um hvernig staðan er í dag og mjög þreytt á ástandinu.

Þetta unga fólk hefur áttað sig á því að Ísraelar og Palestínumenn þurfi að læra að lifa saman og það er vilji meðal almennings til þess!

Því miður er þetta að miklu leiti ennþá í höndum gamalla pólitíkusa sem viðhalda áratuga löngu ástandi. 

Þegar Jesú kenndi "fyrirgefningu" og "hinn vangann" þá voru Ísraelar fyrir löngu orðin Guðs útvalda þjóð. Svo að hans kenningar hafa aldrei verið hluti af Gyðingatrú og þeir vilja sem minnst um hann heyra.

En þessi út úr dúr er bara til að fólk átti sig á að á Vesturlöndum eru flestir Kristnir og því höfum við takamarkaðan skilning á þessari deilu sem hefur staðið í yfir 40 ár!

Ef Jesú Kristur hefði fæðst í Belgíu þá værum við sennilega ekki að skipta okkur af þessu frekar en Rúanda og Mjanmar.

 

 

 

 

 


mbl.is Rafmagnsleysi á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband