Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Valdi 270 vann!

s_15ab5deca65edc3444cf8020f1734906.jpgValdimar Þórðarson úr Mosfellsbæ sigraði á íslandsmótinu í Motocrossi á Laugardag í Álfsnesi en hann vann einnig síðustu þol/endúrókeppni.

Nr 2. í MX1 var Ragnar Ingi Stefánsson og nr 3. Einar S. Sigurðarson.
Sölvi Sveinsson var nr 1. í MX Unglingaflokki, Bryndís Einarsdóttir í 85cc kvennaflokki, Eyþór Reynisson í 85cc karlaflokki, Signý Stefánsdóttir í opnum kvennaflokki og, Gunnlaugur Karlsson í MX2.

 

Á myndinni má sjá Valda sigra 3ja moto-ið en takið eftir á bakvið hann er Raggi. Aðeins munaði 0.16 sekúndum á þeim á marklínunni. Frábær lokasprettur hjá Ragga en dugði ekki alveg.

Upplýsingar fengnar af heimasíðu VÍK www.motocross.is.

En ég vona að það sé sumarfríum um að kenna að ekkert er að finna um þetta mót á motocross-linknum hjá MBL.is  undir íþrótta fréttir 

 Mig langar að benda á nýju Motocross brautina í Mosfellsbæ og hér fyrir neðan er myndband af brautinni sem Eysteinn Jóhann Dofrason gerði og sá hann að mestu um framkvæmdir á brautinni samkvæmt mínum upplýsingum. sjá einnig www.motomos.is 

 


Derrick til Chicago

Chicago Bulls valdi Derrick Rose í nýliðavali NBA deildarinnar.

Derrick RoseHaft eftir John Paxon talsmanni Chicago Bulls, um Derrick Rose sem er heimamaður í Chicago.

"In this league, point guards are really hard to find," Bulls EVP of Basketbalrosel Operations John Paxson said after making the pick. "He's got a strength about him that most guards don't have in this league at that position. He's got a great burst and he's very fast with the ball. I think he's going to make other players better, and I think he'll give us some leadership abilities as he goes on that we really need. For us, it was the right pick." Rose visited the Bulls for a private workout on June 19-two days after Michael Beasley was in town-and wasn't shy about his desire to play for his hometown team.

 

Næstu menn í nýliðavalinu.

1. CHI -- Derrick Rose

2. MIA -- Michael Beasley

3. MIN -- O.J. Mayo

4. SEA -- Russell Westbrook

5. MEM -- Kevin Love

6. NYK -- Danilo Gallinari 


Það er ennþá gott að búa á Íslandi.

Morgan Tsvangirai hefur tilkynnt að hann sé hættur framboði til Forseta Simbabwe. Grunaðir 461082Bstuðningsmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið handteknir, pintaðir og fjölmargir myrtir í því ágæta landi sem of er nefnd sem matarkista Afríku, Simbabve.

Sem minnir mig á að Nýlega tilkynnti Ástþór Magnússon friðarsinni að hann hyggist halda friðinn á Íslandi og valda ekki óþarfa usla í kringum Forsetaembættið okkar, og ákveðið á eigin spýtur að hann hyggist ekki fara í framboð og mun hann því ekki verða forseti okkar á þessu kjörtímabili.

Ég sé fyrir mér að Ástþór hafi gefið undan þrýstingi frá sérsveitum Björns Bjarnasonar sérlegs stuðningsmanns okkar ástkæra Forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar.   olafur-ragnarcnn-2008

Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður, en hefur staðið sig vel í Forseta embættinu og mig grunar að hann líti á sig sem þann ljóshærða úr norðri sem á að  færa heiminum frið í spádómum Nostradamusar. Ég hélt á tímabili að það gæti verið Ingibjörg Sólrún. Nú sé ég að það er Gillz (Egill Einarsson)sem í umboði Barða Jóhannssonar sem mun færa heiminum frið í formi tónlistar og gleði. Ég geri nefnilega fastlega ráð fyrir því að Íslendinga sið að Nostradamus hafi átt við Ísland, vegna þess að við erum jú miðja alheimsins.

Í mogganum í dag 23 júní er frábær grein eftir Smára McCarthy "Við vitum hver þú ert".

Sem fjallar um  þá staðreynd að við erum ekki svo frjáls lengur. Sjálfviljug notum við debet/kredit kort sem skráir niður okkar venjur, neyslu og ferðir, við erum mynduð í bak og fyrir hvar og hvenær sem er oftast án vitundar. Þetta getur verið jákvætt og neikvætt eftir því við hvern er talað.

þetta gæti hjálpað til, eða ekki við skrif á eigin ævisögu, að fara nú ekki með neinar ýkjusögur eða rangar staðsetningar t.d. Nú ekki er það svo sem líklegt að þú fáir afrit af öllum gögnum frá ríkinu til að minna þig á hvað þú varst að gera og hvenær!

Verndun persónu upplýsinga er nefnilega vandmeðfarinn, og fæstir vakandi yfir því hversu gríðarlegt magn af upplýsingum eru skráðar á degi hverjum um líf þeirra.  Stóri bróðir - 1984

Segjum svo að þú ætlir að líftryggja þig og þú svara spurningunni um áfengi að þú drekkir mjög hóflegt magn, sama ár og þú áttir stórafmæli! Reikningurinn á kortinu segir að árið ???? hafir þú eitt hátt í hálfa milljón í áfengi.... þú þarna hófdrykkjumaður.  

 

Fyrir svona blogg vitleysu ætti ég t.d. á hættu að vera fangelsaður í hinum ýmsu ríkjum heimsins jafnvel USA sem ekki er lengur svo mikið, land of the free!

Það er verið að banka... afsakið augnablik á meðan ég fer til dyra, það er lögreglubíll (bílar) í innkeyrslunni..............

 footer_hand.png

 

 

 


mbl.is Tsvangirai hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármál almennings.

Ég hef eins og svo margir áhuga á að bæta nýtingu þeirrar innkomu sem atvinnan gefur hverju sinni.

Eins hef ég verið þeirrar skoðunar að kennsla í meðferð peninga/fjármagns eigi að byrja í barnaskóla og eigi ekki að vera eingöngu í höndum Banka eða á efri stigum náms.

Á mínu æskuheimili var ekki mikið rætt um peninga og fjármál þó að sparibaukurinn hafi verið til staðar og við systkinin hvött til að nota hann, þá náði það ekki mikið lengra.

Nú í síðustu viku fór ég með son minn sem er að verða sautján ára og stefnir á bílakaup til Ráðgjafa í bankanum okkar og þar fræddumst við feðgar saman um ýmislegt tengt sparnaði og fjármálum.

Og ekki er vanþörf á smá fræðslu eins og umræðan er í dag.  m5.is

Þessi ágæti ráðgjafi gaf okkur upp þessa heimasíðu með ýmsum upplýsingum og fróðleik um fjármál, sem á að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á! EKKI BARA FYRIR SÉRFRÆÐINGA!

Heldur mig og þig! www.m5.is

 


Handalaus Gítarleikari og fl.

Nokkrir athygliverðir gítarleikarar en kannski ekkert mjög frægir(ennþá).

 Andy McKee

 Brooke Miller

 

 

Antoine Dufour

 

Ekki amaleg fingrafimi!! 

Varð að bæta þessum við.... algjör snillingur! Dominic Frasca.


Syngja á Ensku! Listamönnum er mismunað!

Ég get vel tekið undir það með Andreu Jóns að fleiri mættu syngja á Íslensku, ef þeir gera það vel og með góða texta.

En ég get ekki fallist á það eins og það er í dag hjá flestuice2 dagskrárgerðafólki og útvarpsstöðvum að spila 99% tónlist á Ensku og segja svo að Íslendingar eigi að syngja á Íslensku!

Hvaða skilaboð eru það til Íslenskra lagahöfunda? 

Ég hef leikið mér við lagasmíðar frá unglingsaldri og hef samið lög nánast alfarið með textann á ensku, þrátt fyrir að uppáhalds höfundar mínir séu rammíslenskir og heita flestir Magnús. Maggi Eiríks, Magnús Þór Sigmunds, Magnús Þór(Megas)o.f.l.... t.d.

Dísa á Íslensku og EnskuEkki það að mig langi ekki að semja eða fá Íslenska texta við lögin mín. Heldur fara lélegir Íslenskir textar meira í taugarnar á mér en "sæmilegir" enskir textar.

Ég er með tvo Íslenska texta við óútgefin lög mín sem ég er ánægður með og þeir eru eftir Andreu Gylfa og Friðrik Sturluson ég veit þó að ég get gert ágætis texta sjálfur, þetta hefur víst eitthvað að gera með þolinmæði þröskuldinn:)

Ég hef sem sagt leitað til mjög góðra textahöfunda til þess að ég sé sáttur við heildar lagið.

það sama á við um ensku textana ég hef leitað til fagmanna til að leiðrétta málfarsvillur og jafnvel klára mína ensku texta en framboðið af enskum textum er margfalt meira.

Eins á ég erfitt með að venjast lagi upp á nýtt á nýju tungumáli, gott dæmi er Serbian flower (Serbinn). Bubbi er flottur og hefur hans tónlist hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum tíðina en hann hljómaði ekki sérlega vel á ensku í mínum eyrum.   4naglar


Ég hef ekki ennþá rekist á þátt í Íslensku útvarpi ennþá sem gerir út á það að finna og spila nýja Íslenska tónlist
nema það sé kannski á næturvöktunum!

Þá á ég ekki við bara eitt og eitt lag inn í dagskrárgerð heldur þátt fyrir nýja Íslenska tónlist óháð tungumáli og tegund, hvað þá tengingum í menningarmafíunni  

Það virðist vera miklu mikilvægara að spila útlendinga á ensku og mæra þá. í stað þess að íslenskir fái hvatningu til að koma sér á framfæri hérlendis. Kannski er það ástæða þess hversu margir flytja sín lög á ensku? Þeir eiga meiri möguleika á athygli erlendis fyrst til að fá spilun hér heima!!!!! klikkað en......

Ég hef aldrei fengið alvöru spilun á lagi hér á landi en í USA og þá sérstaklega Canada hef ég fengið einhverja athygli og spilun, ég er ekki með starfandi hljómsveit, og hefur mér verið sagt að það myndi opna dyr í Íslenska útvarpið, en af hverju fæ ég þá spilun annarstaðar án þess að vera með hljómsveit! 

En mig langar að lokum koma á framfæri þökkum til IMX (Icelandic Music Export) og vekja athygli á því að þar sé vettvangur og aðstoð til að koma sér á framfæri erlendis

En hver veit kannski á Porterhouse eftir að spila á Íslandi fyrir Íslendinga á Íslenzku:)

portbanner


mbl.is Of margir syngja á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustaðu á Mömmu þína!

Cristiano-Ronaldo-Manchester-United-Champions_889105Enginn leikmaður er stærri en félagsliðið sem hann leikur fyrir.

Ég tek því undir með Eric CantonaManchester United heldur áfram að vinna þó að Ronaldo fari.

Það skipti ekki miklu máli með Beckham, Van Nistelrooy og fleiri sem hafa farið, sennilega hefur þó verið erfiðast að fylla  skarðið þegar Roy Keane hætti. Allir hætta einhvertímann.

Það er alltaf missir og jafnvel vonbrigði þegar góðir leikmenn hætta hjá Man Utd en jafn harðan stíga inn nýir frábærir leikmenn á sjónarsviðið.

Ronaldo er Englands og Evrópumeistari með Man United, dáður og virtur af fylgjendum félagsins og tiltölulega ungt lið United á bjarta framtíð fyrir höndum. Vissulega er hann skemmtikraftur á vellinum sem ég vill halda hjá United eins lengi og mögulegt er.

Real Madrid hefur ekki verið að gera það sérlega gott undanfarið í Meistaradeildinni en þó unnið Spænska titilinn tvö ár í röð. Innanbúðarerjur og valda pólitík hafa farið illa með þetta fornfræga og sigursæla lið og þeir virðast sjá lausnina á öllum þeirra vanda í C. Ronaldo.

Hjá Manchester United er hann umvafinn vinum og fólki sem styður við bakið á honum. Ég er ekki svo viss um að hann vilji stökkva þangað strax, þó að hann fari kannski síðar meir. Enda alla tíð sagt að honum langi að leika á Spáni einhvern tímann á ferlinum, svo að það hefur aldrei verið leyndarmál.   

En ég held að honum sé hollast að hlusta á Mömmu sína að þessu sinni því hann virðist ákaflega áhrifagjarn þegar hann er kominn út fyrir Manchester. 

 


mbl.is Mamma segir að Ronaldo fari hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjarnardráp.

Við þurfum ekki að örvænta!

Hér sést greinlega að varnir landsins eru í góðum höndum.

0511grizzly600

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er þó örlítið áhyggjuefni að njósnadeildinn hafi ekki orðið vör við innrásina fyrr en óvinurinn var kominn á þurrt land!

 Knútur


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband