Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ráðalaus Ríkisstjórn

talk_politics_free_handPólitík finnst mér mjög leiðinleg, hún er allstaðar og því erfitt að hunsa hana.

Ég hef mikla trú á einstaklingsframtaki en er ekkert hrifinn af óheftri einkavæðingu, sé það ekki sem sama hlutinn.

Sérstaklega er ég á móti einkavæðingu auðlinda, þar finnst mér að almannahagsmunir eigi ávalt að ganga fyrir og í raun eitt af lykilhlutverkum stjórnvalda að sjá til þess að vel sé farið með og gengið um okkar "sameiginlegu" auðlindir.

Ein af auðlindum okkar þó að hún flokkist ekki undir almannaeign er Hámenntað fólk eins og í Heilbrigðisstétt. Ég hef á tilfinningunni að Heilbrigðisráðherra okkar sé svo á móti öllu einkaframtaki og sjálfstæðri hugsun að það bitnar nú á þessari stétt mjög illilega. Hans eina verkfæri virðist vera niðurskurður og hugmyndaleysið er algjört.

Hvað kostar það okkur að senda þetta hámenntaða fólk úr landi? Ráðherrann virðist ófær um að sjá sóknarfæri heldur á að pakka í vörn sem er dæmd til að hrynja og stækkar bara þann vandamálapakka sem við er að glíma.

 

 


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar og Hollendingar.

 monkeybusiness

Er við öðru að búast en að þessar þjóðir sæki allt sem þær telji sitt!

Þetta eru nú þær þjóðir sem hafa farið fremstar í flokki undanfarnar aldir í að sölsa undir sig lönd (nýlendur) og arðræna!

 Íslendingar geta gleymt því að Þessar þjóðir skilji á milli Íslenskrar útrásar og Íslenskara alþýðu.

Það væri hreinlega á skjön við þeirra eðli!


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joseph Stiglitz

  mynd

Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.

 Úr grein á vísi.is (Þetta er skyldulesning!)

http://www.visir.is/article/20090909/FRETTIR01/285799869

Þetta er spurning um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz  


Hvers á landsbyggðin að gjalda?

Af hverju er það svo sjálfsagt að skera niður á Landsbyggðinni eins og tilneigininn virðist vera til?

Landsbyggðin fékk ekki stóra sneið af góðærinu! Þar hafa orðið minnstar sveiflur í atvinnumálum!

Það tekur lengri tíma að byggja upp atvinnutækifæri í smærri byggðarlögum!

Allt niðurskurðar tal fer í taugarnar á mér! Það er dýrt að skapa störf er mér sagt, og ódýrara að viðhalda störfum þó að því fylgi einhver kostnaður tímabundið!

Þessi varnarvitleysa er ekki til að örva þjóðfélagið heldur stöðva það alveg!

Það koma ekki miklar skatttekjur af störfum sem eytt er og þeir sem tapa vinnunni þiggja gjarnan atvinnuleysisbætur til að halda sér á floti! Í mínum huga er því um tvöfalda vitleysu að ræða þegar störfum er fækkað!

Hef ekkert á móti því að stöðva eyðsluvitleysuna og sýna skynsemi, en það má ekki drepa baráttu-andann.

 


mbl.is Varar við fækkun háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú sek/ur um rangfærslur og meiðyrði á vefsíðum.

Fréttir af lokun vefsíðunnar "Ringulreið" vekur upp spurningar um fleiri síður þar sem frekar óhugnanlegt einelti á sér oft stað án þess að það sé á allra vörum og þær eru ekki bundnar við unglinga, fullorðnir eru ekkert betri á veraldarvefnum!

Það eru sumar spjallsíður dýraeigenda þar hef ég séð ýmislegt vafasamt, og þykir undarlegur stjórnenda-bragur á þeim síðum eða réttara sagt enginn, þar er málfrelsið svo algjört að þú getur sagt það sem þér sýnist án þess að koma fram undir réttu nafni, áberandi er misklíð milli hópa og einstaklinga sem fólk lætur frá sér ýmislegt óstaðfest og oft á tíðum hreinar lygar frá sér undir fölskum nöfnum og hreinlega er að eyðileggja mannorð annarra!

Þetta er vissulega neikvæður þáttur við Internetið en er að sjálfsögðu þessu fólki mest til skammar sem hagar sér svo.

Get ekki ímyndað mér að það sé erfitt að skikka spjallborðs eigendur með lögum eða reglugerðum til að vinna á sama hátt og bloggið hér á blog.is þ.e. að nafn raunverulegs bloggara sé á bak við höfundarheitið.

Það gefur vefnum meiri trúverðugleika og fær fólk til að vanda aðeins betur hvað það lætur frá sér.....vonandi!

Eins og margoft hefur komið fram þá er erfiðara að hreinsa út umæli af veraldarvefnum en að setja inn!

Til gamans og upplýsingar fyrir þá sem halda að þeir geti sagt allt í þeirri trú að þeir hafi fullt málfrelsi:

 

Hver, sem opinberlega leggur annan Mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða [fangelsi]2) allt að 1 ári.
1)L. 94/2000, 4. Gr. 2)L. 82/1998, 124. Gr.   234. Gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. Gr.
235. Gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu Hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. Gr.
236. Gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það ...1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum ...1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 129. Gr.       241. Gr. Í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða Hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.
242. Gr. Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta ákæru svo sem hér segir:  


Veljum Íslenskt.

GrillÞetta er ágætis frétt. Þ.e. innihaldið.

Íslenskt hráefni er það besta sem völ er á og nú betur samkeppnishæft vegna aðstæðna í verðlagi.

Þetta er einn af jákvæðu punktunum eins og staðan er og auðvitað á þetta að vera regla hjá okkur, því að íslenskar matvörur eru í flestum tilvikum meiri að gæðum.

Við þurfum að skapa störf fyrir hvert annað og vinna innan frá nú er tækifæri á að byggja upp Innlenda framleiðslu.

Ríkisstjórnin þarf að taka sig saman í andlitinu og koma Bankakerfinu í gang! Frekar dapurt að horfa upp á góð störf leggjast af fyrir seinagang þegar við þurfum á fleiri störfum að halda!


mbl.is Íslensk vara sækir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatns-skortur

Á Textavarpi RÚV fann ég þessa grein um Vatnsskort í heiminum.Frekar ógnvekjandi frétt sem vekur upp margar spurningar!

water
 

Vatn á þrotum í heiminum. Vatn hefur minnkað stórlega í stærstu fljótum heims síðustu áratugi. Þetta hefur alvarleg áhrif á aðgang milljóna manna að drykkjarvatni að mati bandarískra vísindamanna. Þetta eigi við Gulafljót í Kína, Ganges á Indlandi og Colorado ána í Bandaríkjunum, sem fari þverrandi og margar aðrar helstu ár sem sjá stórum hluta mannkyns fyrir ferskvatni. Tímabundin rennslisaukning sé þó í nokkrum fljótum eins og Brahmaputra og Yangtze í Kína vegna mikillar bráðnunar jökla í Himalayafjöllum, sem leiði til vatnsskorts í náinni framtíð.

  af textavarpi RUV.

Íslenska vatnið sem við leifum að renna mjög frjálslega úr krananum, er mjög dýrmætt.

Það er nokkuð ljóst að það verður ásókn í þetta frábæra vatn.


Sjúkrabílar í Rangárþingi

Heilsulandið Ísland. 

Sparnaður sparnaður.......Nú stendur fyrir dyrum skerðing á þjónustu Sjúkrabíla í Rangárþingi.

Þessi gjörningur á að hefjast þann 1 Júní. Þá verður einn Sjúkrabíll og einn starfsmaður sem á að sinna daglegum skyldum á dagvinnutíma. Í dag eru tveir bílar til taks og fjórir starfsmenn (á vöktum) sem eru til taks á bakvakt að loknum dagvinnutíma. Í stað þess á sjúkrabíll að koma frá Selfossi. Tölur segja að ferðir Sjúkrabíla í Árborg hafi stóraukist á síðast liðnum árum og þetta því væntanlegt viðbótarálag á þá þjónustu.

Þetta er með öllu óskiljanleg ákvörðun og forkastanlegt að lengja viðbragðstíma neyðarþjónustu með þessum hætti ! Rangárþing er stórt og íbúar dreifðir, að auki er í Rangárþingi ört vaxandi ferðaþjónusta og mikil aukning ferðamanna.

Lögreglan á svæðinu hefur líst yfir áhyggjum sínum af þessari skerðingu og skiljanlega uggur í heimamönnum! Þetta er þó ekki eingöngu mál okkar Rangæinga, mikil umferð er milli lands og Vestmannaeyja í gegnum Bakkaflugvöll og mun sú umferð væntanlega stór aukast með tilkomu Bakkafjöruhafnar, en Þar er nú þegar mikið af starfsmönnum í nokkuð áhættusömum störfum.

Um 400 börn í Rangárþingi öllu ferðast með skólabílum fram og til baka daglega við misgóðar aðstæður á veturna í löngum akstri.

Viðbragðstími Sjúkrabíla í Reykjavík hefur borðið á góma í samanburði en ég hef heyrt að æskilegt sé að Sjúkrabíll í Höfuðborginni sé kominn á staðinn innan 7-10 mínútna.

Sjúkrabíll sem á að koma frá Selfossi á Hvolsvöll (þar sem bílarnir eru nú staðsettir) fer 50 km leið á þjóðvegi 1. í forgangs-akstri og svo útí sveitirnar, það sjá allir hversu biluð þessi hugmynd er!

Ég er þó afskaplega glaður með það að íbúar Rangárþings hafa sjálfir ekki gefið upp von um "leiðréttingu" á þessu bulli. Og í dag er ört stækkandi grúppa á Facebook að mótmæla og greinilegt að almenningur er sammála okkur.

Vonbrigðin! Að ég finn ekkert um málið á svokölluðum "fréttavefjum" á Suðurlandi

Tengdir tenglar: 

Sjúkrabílar í Rangárþingi - mótmæli á Facebook

http://www.facebook.com/group.php?gid=71086386185&ref=share:

 

http://www.sudurglugginn.is/    

http://www.sudurlandid.is/

http://www.sudurland.net/ 


Auglýsingaherferð og mannréttindi

kinverskaMig langar að lýsa yfir ánægju með auglýsingar sem nú sjást í fjölmiðlum, þar sem innflytjendum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til fjölbreyttara samfélags á Íslandi.

Framtakið er til fyrirmyndar og vonandi sjá það sem flestir að með því að sýna uppruna fólks virðingu þá auðveldar það viðkomandi að aðlagast okkar samfélagi án þess að þurfa að skammast sín eða fara í felur með uppruna sinn.

Gott er að setja sig í sömu spor, ef þú ert til dæmis að flytja erlendis eða einhver ættingja þinna!

Hvernig viltu að sé tekið á móti þér þar?

 

Meiri upplýsingar um framtakið er að finna á 

 http://www.humanrights.is

"Það er mjög niðurdrepandi að lifa á tímum þar sem auðveldara er að kljúfa atóm en fordóma"

                                                                                                                   Albert Einstein

 


Að kasta steini(um) úr glerhúsi.

Að maður nefni nú ekki óvirðinguna sem Alþingi okkar Íslendinga sýnir þegnum þessa lands!

Er ekki kominn tími til að taka til hendinni í stað þess að karpa um smávægileg mál sem eru ekki til neins nema að slá ryki í augu almennings á meðan krafsað er yfir skítinn!

Það er hellingur af fólki sem þarf á stuðningi að halda, þið þarna uppí í fílabeinsturninum!

Það þarf að skipta þessu eiginhagsmuna liði út, eins og það leggur sig bæði á þingi og í flokksforystum.


mbl.is Óvirðing við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband