Færsluflokkur: Menning og listir

Allveg mögnuð!!

Það er engu við þessa yfirlýsingu að bæta.

Björk er einfaldlega hafin yfir Stjórnmál.

Allir eiga sjálfstæði skilið! 


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær Gítarleikari fallinn. 02-03-08

Það er ekki langt síðan ég las að væntanlega væri ný plata með Jeff Healey og félögum, mér til mikillar ánægju.

Það er því frekar óvænt og sorglegt að heyra um fráfall þessa einlæga og einstaka listamanns.

Ég hef lengi verið aðdáandi þessa Kanadíska gítarsnillings, alveg síðan ég keypti See the light og Hell to pay í Bandaríkjunum árið 1990.

GetMeSome

Ný stúdíó rokkplata hefur ekki komið út síðan árið 2000 en þá kom út platan Get me some.

Væntanleg ný plata Jeff Healey Mess of Blues  er því fyrsta rokkplata Jeff Healey í átta ár og var áætlað að hún kæmi út í byrjun Apríl.

Undanfarin ár hefur Jeff Healey verið að fikta við Jazz og spilað með hljómsveit sinni Jeff Healey's Jazz Wizards.

Hann var mikill plötusafnari og átti t.d. yfir 25.000 titla af 78 snúninga plötum. Hann var virkur í að uppgötva og koma ungum listamönnum á framfæri og gefa þeim tækifæri.

 Mess of Blues

  • 1988: See the Light
  • 1989: Road House Soundtrack
  • 1990: Hell to Pay
  • 1992: Feel This
  • 1995: Cover to Cover
  • 2000: Get Me Some
  • 2002: Among Friends
  • 2004: Adventures in Jazzland
  • 2006: It's Tight Like That
  • 2008: Mess Of Blues

David Healey lést 2. Mars 2008 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Blessuð sé minning hans. 

http://www.jeffhealey.com/  

 

 


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkir

Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.com

Þetta var athyglisvert og gaman að taka þátt í.

Það voru ólíkir aðilar úr  Íslensku tónlistarlífi sem tóku þátt eins og til dæmis: Hraun, Jóhann G, Bloodgroup, Siggi Pálma, Porterhouse og fleiri.

Á Amie Street er talsvert önnur nálgun í sölu tónlistar á netinu heldur en ég hef kynnst.

Í fyrstu er tónlistinn ókeypis en hækkar í verði eftir vinsældum og hlustandinn hefur þá hvatningu að sé hann með þeim fyrstu til að mæla með einhverju lagi þá getur inneign hans til kaupa á tónlist vaxið.

Þetta er hvetjandi fyrir áhugasama um að finna nýja tónlist sem vekur áhuga þeirra, þetta vekur upp umtal og allskyns vangaveltur á vefsvæðinu.

Hlustandinn getur verið mjög virkur og úrvalið er frábært á öllum stigum!

Reyndar tók ég eftir því að stóru nöfnin eru stundum seld beint á fullu verði en þetta hentar vel Indie/Sjálfstæðu tónlistarfólki.

Það eru ótrúlega margir sem lifa af án þess að vera hjá stóru útgáfufyrirtæki. 

Margt smátt....... 


U2 komnir í Studio.

U2

Félagarnir í U2 eru loksins komnir í Stúdíóið sitt í Dublin ásamt upptökustjórunum Brian Eno og Daniel Lanois. Sem þeir hafa átt í löngu og farsælu samstarfi við. Þetta eru upptökur á fyrstu stúdíó plötu þeirra síðan 2004, þegar How To Dismantle An Atomic Bomb kom út.

Í viðtali við Billboard.com, segir Lanois "Við ætlum að framkvæma nýjungar og koma með meistarastykki, ermarnar eru uppbrettar og Bono er heitur með textahliðina"

U2, Daniel Lanois og Brian Eno hafa þegar gert prufutökur í Frakklandi og Marokkó.

Sögusagnir fljúga um að jafnvel sé nóg efni á tvær plötur.

Við brögð Daniel Lanois við þeim:

"Það er svo mikið efni. þegar Eno, ég og strákarnir komum saman í herbergi þá verður til fjöldi hugmynda á skömmum tíma, átta lög fyrir hádegi"

Ekki er búið að setja dagsetningu á tólftu stúdíó plötu U2.

Samkvæmt þessum ummælum má láta sér hlakka til! 


Íslensk Tónlist í útrás

amie small (amiestreet.com) efnir til íslenskra daga 18. - 24. febrúar nk. í samstarfi við IMX (Iceland Music Export). Markmiðið er að kynna og selja íslenska tónlist á netinu. Amie Street er ört vaxandi tónlistarmiðill og netsamfélag þar sem hljómsveitir geta kynnt og selt tónlist sína.IMX logosmall

 

Amie Street

Amie Street var sett á laggirnar fyrir einu og hálfu ári, en hugmyndin kviknaði á bar hjá nokkrum háskólanemendum þar sem þeir veltu fyrir sér hvað þyrfti til svo þeir myndu reiðubúnir að kaupa tónlist í gegnum netið. Vefsíðan hefur vakið mikla athygli og netsamfélagið í kringum hana telur nú um milljón manns. Amie Street hafa innleitt nýja nálgun gagnvart dreifingu á tónlist.

 

Það sem hefur vakið mesta athygli á Amie Street er óvenjuleg verðmyndun á tónlistinni. Verðmyndunin fer eftir vinsældum tónlistarinnar. Öll tónlist byrjar ókeypis og verð hvers lags hækkar eftir því sem oftar er náð í það og nær hámarki í 0,98$. Önnur sérstaða Amie Street er að allar hljómsveitir geta opnað sitt eigið búðarhorn inn á síðunni. Vefsíðan er jafnframt landamæralaus sem þýðir að fólk hvaðan af úr heiminum getur keypt tónlist af henni. Nú nýlega var útibú Amie Street sett á laggirnar í Japan líka en fyrirtækinu hefur hingað til verið stýrt frá USA.

Porterhouse tekur þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.

porterhouseWh
 

Ég vill benda þeim á sem vilja prufa!
Að setja Iceland sem "promotion code"......og fá þá inneign til kaupa á Tónlist

en skráning kostar ekki neitt!


Wake up now - Nýtt lag.

Ég var rétt í þessu að fá lagið mitt Wake up now úr masteringu.

Textinn er eftir Vidar Borstad og er nokkuð dramatískur en með sterka ádeilu á hégóma og ungdómsdýrkun.

Ungur maður upptekinn af því að heilla kærustu sína með töffaraskap missir stjórn á bílnum sínum og sagan segir frá því þegar hann er að vakna til lífs eftir útaf akstur, og á erfitt með að átta sig. crash

 Ég er mjög sáttur hvernig til tókst með upptökur og spilamennsku. Chris Powers sem syngur lagið gerir það afskaplega vel. Minnir á köflum á ballöðu stíl Axl Rose.

Lagið má heyra í spilaranum hér til vinstri. 

 


Sirkus og gleði.

Ó já....  var að koma heim af skemmtun miðstigs þ.e. 4.-7. bekkjar Hvolsskóla með bros á vör.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær skemmtun sem býður uppá Söng, Töfrabrögð, Ballett, Leikverk, Hagyrðinga-keppni, Skuggamynda sýningar og hljómsveit sem spilaði undir öllu saman.

Stórskemmtileg sýning þar sem allir lögðu sig fram og árangurinn eftir því.

Loka hnykkurinn var svo Svanavatnið dansað listilega af strákum úr 7. bekk sem glaðir sýndu danshæfileika sýna í sokkabuxum og pífupilsum.

Dóttir mín stóð sig með ágætum í Nornakvartett sem kynntu atriðin og leikendur.

 

 

 

     


Til hamingju Einar Bárðarson

Þetta framtak Einars Bárðarsonar er til mikillar fyrirmyndar.

Einar er sennilega sá eini sem sá þessa velgengni fyrir, þó auðmjúkur sé.

Ég veit að þarna kemur að fjöldi listamanna og starfsfólk í kringum svona tónleika sem ber öllum að þakka.

Gaman að sjá allt þetta er fólk sem gefur af sér á þennan hátt! 

 


mbl.is 25 milljónir á níu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallinn er Fischer. Umdeildur snillingur.

Ég man eftir Fisher frá því að ég var smá patti. Pabbi hélt mikið upp á hann og talaði oft um Fisher-Spassky einvígið 1972.

Robert James Fischer  eins og hann hét fullu nafni var fæddur 9.mars árið 1943. Hann hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári.

Blessuð sé minning hans. 

 

Frægasta skák einvígi sögunar hófst formlega 1. Júlí árið 1972 í Reykjavík.

þá tefldi Fisher gegn Boris Spassky og sigraði einvígið og Þar með krýndur nýr heimsmeistari í skák.

En þetta var í fyrsta skipti síðan 1948 sem skákmaður utan Sovétríkjanna hafði unnið sér rétt til að tefla um Heimsmeistaratitilinn.

En hér að neðan er stiklað yfir sögun og einvígið í stórum dráttum.  

Opnunarhátíðin var áætluð í Reykjavík þann 1. júlí 1972 en á þeim degi var  Robert Fisher ekki staddur á Íslandi.  

Fisher hafði ekki undurritað nein skjöl um þátttöku og krafðist þess að verðlaunaféð fyrir sigurvegarann yrði hækkað frá þeim 125.000 dollurum og eins takmörkun á sjónvarpsmyndavélum.

 Stóra spurningin var hvort að það yrði nokkuð mót!

Skákeinvígi aldarinnar átti að hefjast 2.júlí, en gerði ekki. Fisher hafði ekki látið sjá sig og tvisvar hætt við að fara um borð í Loftleiðavél fyrr í vikunni, tími, þrýstingur og ljósmyndarar höfðu hrakið hann aftur til New York eftir stutta viðkomu á Kennedy flugvelli.
Þá tilkynnti Bobby Fisher að hann vildi halda 30% af aðgangseyrinum fyrir hann og Spassky. Það áttu Íslenskir erfitt með að sætta sig við enda átti sú innkoma að fara í kostnað við mótshaldið.  
Aðstoð úr óvæntri átt.
Þá birtis skyndilega James Slater, Breskur Skák-skipuleggjandi og fjárfestir og bauð fram 125.000 dollara fjárframalag til viðbótar verðlaunafénu frá Íslenska Skáksambandinu, og setti upp 156.250 dollara fyrir sigurvegarann og 93.750 dollara fyrir þann sem tapaði.
En jafnvel þó um met verðlaunafé væri að ræða lét Bobby ekki sjá sig í Reykjavík, en þetta var mun meira en aðgangseyririnn hefði orðið.Hver sem ástæðan var þá þurfti Bill Lombardy aðstoðarmaður Fishers og Lögmaður hans Paul Marshall að beyta hann þrýsting klukkustundum saman til að taka þátt í einvíginu.   
Fisher var kominn til Reykjavíkur 4. júlí. Hann bað Spassky, Max Euwu Forseta FIDE og mótshaldara afsökunar á því að missa af Setningar athöfninni.
Fyrsta skák hófst 11 júlí.
Af fimm skákum sem höfðu verið tefldar fyrr milli Fisher og Spassky var staðan 3 sigrar hjá Spassky og tvö jafntefli.
Við upphaf mótstíma setti Skákdómarinn Lothar Schmid klukkuna af stað og Spassky lék 1.d4, en Fisher var hvergi sjáanlegur í Laugardagshöll. 
Sjö langar mínútur liðu þar til Fisher var mættur. Hann tók í hönd Spasskys og settist  að tafli. Skákeinvígi aldarinnar hafði loksins hafist.
Á 29 leik, í jafnteflisstöðu náði Fisher eitruðu peði og skildi Biskup eftir í gildru. Leikur sem flestir sterkir skákmenn hefðu hafnað samstundis.

 

  Fkák1 : Spassky - Fischer
Position
eftir 29...Bd6-h2(xP)

Fisher missti af jafnteflisleik rétt fyrir hlé, en í annarri hrinu daginn eftir yfirgaf hann mótsvæðið í 30 mínútur til að mótmæla nærberu sjónvarpsmyndavéla, þegar hann kom aftur gaf hann leikinn eftir 56.leik.

Þá um kvöldið sendi Fred Cramer starfsmaður Bandaríska Skáksambandsins bréf til Schmid og krafðist þess að sjónvarpsmyndavélar yrðu fjarlægðar og að áhorfendum ekki leyft að sitja á fremstu röðum í salnum.

Chester Fox Bandarískur viðskiptajöfur sem hafði tryggt sér sjónvarpsréttinn mótmælti sagði að myndavélarnar væru nauðsynlegar til að fjármagna keppnina.

13 Júlí þegar klukkan var sett í gang var Fisher hvergi sjáanlegur, Fox sættist á að myndavélarnar yrðu fjarlægðar fyrir þennan leik. Fischer samþykkti að tefla ef klukkan yrði still upp á nýtt. Schmid neitaði og eftir klukkustunda dæmdi hann leikinn tapaðan fyrir Fisher.

Þvert á  væntingar þá yfirgaf Fisher ekki Ísland eftir þessa uppákomu. Var það símtalið frá Henry Kissinger sem hann fékk, eða fjöldi símhringinga og skeyta frá aðdáendum um allan heim?

Einvígið hélt áfram 16 Júlí 

Þriðja skákin markaði tímamót og var í fyrsta skipti sem Fisher vann Spassky. 

  Skák 3 : Spassky - Fischer
Position
eftir 41...Bf5-d3+ 0-1

Í fjórðu skák voru báðir mættir, en engar sjónvarpsvélar. Spassky hóf leik með harðri sókn en Fisher varðist vel og endaði með jafntefli.

 

  Skák 4 : Fischer - Spassky
Position
eftir 21...h7-h5

Fischer vann fimmtu skák með klókri fléttu. Staðan í einvíginu var orðin jöfn og 2-0 forskot Spasskys orðið að engu.

 

  Skák 5 : Spassky - Fischer
Position
  eftir 27...Bd7-a4(xP) 0-1

Allan ferilinn var Fisher þekktur fyrir að opna með 1.e4. Hann segir um þetta í bók sinni My 60 Memorable Games, hann skrifar 'Best by test', í skrifum um þennan leik og ég hef aldrei leikið Drottningar peði fram í fyrsta leik, það er mín regla.

Í Skák 6 lék Fisher Drottningar peði fram í fyrsta skipti á ferlinum. Skákin hélt áfram í Tartakover útfærslu, sem Spassky hafði aldrei tapað, og endaði með glæsilegum sigri Hvíts. Eftir skákina slóst Spassky í lið með 1500 áhorfendum sem hylltu Fisher.

Sáu þið þetta? That was class.', sagði Fischer síðar um þátttöku Spasskys í klappinu.

Með þrjá sigra í síðust fjórum skákum var Fisher kominn á sigurbraut. 

 

  Skák6 : Fischer - Spassky
Position
  eftir 38.Rf5-f6(xN)

  Skák 7 endaði með jafnteflis þrá skák þá að Fisher hefði tvö peð framyfir.

 

  Skák 7 : Spassky - Fischer
Position
  eftir 41.h3-h4
(lokastaða)

Þegar í áttundu skák kom sætti Fisher sig við sjónvarpsmyndavélar með því skilyrði að þær væru í að minnsta kosti 45 metra fjarlægð. En fór jafnframt fram á það að upptöku lið Fox yrði skipt út.

Til að tapa ekki fjárfestingu sinni seldi Fox réttinn til ABC fyrir um 100.000 dollara 

Í fimmtánda leik missti Spassky af skiptum, hvort sem það var af klaufaskap eða fórn, þá tapaði hann skákinni.

 

  Skák8 : Fischer - Spassky
Position
eftir 15...b7-b5?

Í stöðunni 5-3, tók Spassky hlé fyrir níundu skák. Þegar skákinn hófst þann 1. ágúst var orðið ljóst að Spassky var farinn að bugast undan stöðugum andlegum þrýstingi frá Fisher bæði utan sem innan skáktaflsins.

Eftir hvern leik stóð Spassky upp og fór afsíðis. Skákinn var stutt og endaði með jafntefli eftir 29 leiki.

William Lombardy aðstoðarmaður Fischers  sagði seinna að hann hefði aldrei skilið þolinmæðina í Spassky yfir framferðið, þó að ekki væri fyrir nema eina skák.

Þegar Sovét menn sáu að Skákstjarna þeirra væri að tapa, gerðu þeir tilraun til að kalla hann aftur til Moskvu. En hann hafnaði því á forsendum Íþróttamanns.

Fischer vann tíndu skákina og malaði Breyer vörn Spasskys (9...Nb8) með snörpu Ruy Lopez afbrigði.

 

  Skák 10 : Fischer - Spassky
Position
eftir 29.Rb1-d1

Í skák 11 náði Spassky að minnka bilið í 6 1/2 gegn 4 1/2, sigrar  á móti Eitruðu Peði  Fishers með afbrigði Najdorf Sicilian. Fischer fann ekki leið gegn mótleik Spasskys 14.Nb1 og tapaði.

 

  Skák 11 : Spassky - Fischer
Position
eftir 21.a2-a3

Eftir erfitt jafntefli í tólftu skák vann Fisher þá þrettándu  með föstum Hrók og fimm lausum peðum á móti Biskup og peði.

 

Skák 13 : Spassky - Fischer
Position
eftir 61.Be7-f8

Skák 14. Lauk með jafntefli í endatafli.

Skák 15. Hófs sama dag og Fox hóf málsókn og fór fram á 1.750.000 dollara í skaðabætur fyrir dómstólum í New York á hendur Bobby Fisher.

Lögmenn Fishers svöruðu um hæl að Fisher hefði engan samning né skyldur gagnvart Fox, lagaleg refskák hélt áfram utan einvígisins. 

Skák 15. Var önnur Sikileyjarvörn, en Fischer forðaðist Eitrað Peð afbrigðið sem hann hafði tapað á  í Skák 11. Hann missti þó peð snemma leiks en náði sterkri sókn og rétt missti af sigri.

 

  Skák 15 : Spassky - Fischer
Position
  eftir 38...Qf5-d5+
(38...Ka8 ætti að vinna)

Spassky reyndi árangurslaust í sextándu skák að vinna með Hrók ásamt g og h peðum á móti Hróki og g peði. Fischer kvartaði aftur undan hávaða frá áhorfendum.

Þrjár fremstu raðirnar voru tómar í Skák 16.

 

Skák 17. Fisher fórnaði skiptingu en Spassky náði ekki að vinna þrátt fyrir betri stöð. Hann leyfði jafntefli með þrefaldri endurtekningu í byrjun síðari lotu.

 

  Skák 17 : Spassky - Fischer
Position
  eftir 21...Qc5-e5

Efim Geller aðstoðarmaður Spasskys  sakaði Fischer um óeðlilegar og óhefðbundnar aðferðir til að trufla einbeitingu Spasskys. Þá um nóttina leitaði Íslenska Lögreglan að rafbúnaði ákeppnissvæðinu sem gæti truflað, en fundu aðeins tvær dauðar flugur í ljósabúnaði.

Skák 18. Báðir aðilar höfðu tækifæri á sigri. í 19 leik fórnaði Spassky Riddara en tókst ekki að sigra þrátt fyrir djarfa tilraun.

 

  Skák 19 : Spassky - Fischer
Position
eftir 18.Nc3-d5(xP)

Til að koma í veg fyrir að tapa Skák 20. Þá náði Fisher jafntefli með þrefaldri endurtekningu. Þetta var sjöunda jafnteflið í röð. 

 

  Skák 20 : Fischer - Spassky
Position
eftir 41.Nf2-d1
(lokastaða)

Með 11 1/2 sigur gegn 8 1/2, þurfti Fischer sigur í Skák 21 til að sigra mótið.

Í jafnri stöðu klúðraði Spassky tvisvar í endatafli og var með tapaða stöðu í hléi.

 

Game 21 : Spassky - Fischer
Position
eftirr 18...c5-c4

 

Daginn eftir gaf Spassky skákina með símtali. Í fyrstu neitaði Fischer að samþykkja lögmæti þess og vildi vinna á hefðbundnu stigaspjaldi árituðu af mótherjanum.
Að lokum samþykkti hann og þann 1.September var einvíginu lokið.
Sigur Bobby Fishers markaði endalok 24 ára einokun Sovétmanna á Heimsmeistaratitlinum. 
 
Source:http://www.mark-weeks.com/chess/72fs$$.htm

mbl.is Skákmenn minnast Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundaréttur.

Þetta er athygliverð frétt.

Höfundaréttur hefur verið í umræðunni, en ekki nægilega mikið.

Helst hefur sú umræða komið upp í tengslum við niðurhal af netinu og þá oft í tengslum við 365 ljósvakamiðla, sem eðlilega hafa ekki verið sáttir við ólöglegt niðurhal á myndefni sem þeir hafa dreifingarrétt á.

Það er þörf á að skerpa vitund almennings og jafnvel leikmanna á lögum um höfunda og dreifingarrétt og koma þessum upplýsingum í nútímalegt og aðgengilegt horf.

Ég hefði haldið að Stef með sínu öfluga starfi í þágu höfundaréttar gætti þess að höfundur hefði um það að segja í hvaða verkefni, og eins í hvaða tilgangi tónlistin er notuð, eins og í þessu tilviki!

En Stefi til varnar þá er gott aðgengi að upplýsingum hjá þeim og starfsfólk liðlegt.  

Ég hef verið að kynna mér höfundarétt undanfarið í tengslum við tónlist, en á greinilega langt í land með að skilja allan sannleikan í þeim efnum.

Ég hvet til umræðu! 

 


mbl.is „Búið að kasta stærri hagsmunum fyrir minni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband