Marokkóskir hryðjuverkamenn drepa mótmælendur V-Sahara í sínu eigin landi

Eigum við ekki að kalla þessar aðgerðir sínu rétta nafni?

 

16 Október 1975 hvað Alþjóðadómstóllinn upp þann dóm með hreinum meirihluta að hvorki Marokkó né

Cold_War_Africa_1980 Máritanía ættu réttmætar kröfur til landsvæðis Vestur-Sahara (Spænsku Sahara). En þessi lönd byggðu kröfur sýnar á sögulegum tengingum við landsvæðið. Auk þess tók dómurinn af vafa um að landið væri einskimannsland, og réttmætir búar landsins væru Sahrawi þjóðin sem ætti rétt á að kjósa sér sjálfstæði eða samruna við annað land. Og til þess þurfti mikinn meirihluta íbúa til að öðlast löglega staðfestingu.

Hvorki Marokkó né Máritania sættu sig við þessa niðurstöðu 

Þann 31. Október 1975 sendi Marokkó her sinn inn í landið til að berjast við Polisario sjálfstæðissinna landsins.

Nóvember 6. 1975 Marokkó hóf aðgerð  Green March inn í Vestur Sahara. Um 350,000 óvopnaðir Marokkómenn fóru til Tarfaya og biðu fyrirmæla King Hassans II um að fara inní V-Sahara.

Þetta varð til þess að Spánverjar settust að samningaborði og létu undan þrýstinga Marokkó.

Úr varð Madridar-samkomulagið sem skipti landinu á milli Marokkó og Máritaníu og hlut tekna af Fiskveiðum og Fosfatvinnslu sem Spánverjar fengu í sinn hlut.Enginn þessara aðila hafði  Sahrawi Þjóðina með í ráðum!

Kalda stríðið var líka háð mjög harðlega um þetta landsvæði þar sem Marokkó var eina Afríkulandið sem studdi Vesturveldin. 

Meðferðin sem Sahrawiþjóðin hefur fengið frá Alþjóðasamfélaginu er til skammar sem og aðgerðarleysi Sameinuðuþjóðanna.


mbl.is SÞ harma blóðbað í V-Sahara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Finnur Bjarki (Fjarki) !

Að vísu; hafa Alsíringar, viljað vera Polisario innan handar, í ýmsu, þó við ramman reip hafi átt að draga, sem kunnugt er.

Eftir fráfall Boumedienne´s; 1978, tókst Múhameðskum, að koma á tíma bundinni óöld, þar; heima í Alsír, og Þjóðernissósíalista stjórnin þar, hefir átt fullt í fangi með, að koma á kyrrð, þar heima fyrir, þó svo, þeir vildu styðja Vestur- Sahara menn, mun meir, eins og þú veist.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 17:21

2 identicon

Heill og sæll Óskar Helgi

Óöld í Alsír byrjaði þegar herinn hrifsaði völdin frá réttmæta stjórn landsins sem var kosin í lýðræðum kosningum 1989. Frakkland var ekki ánægt með kosningarnar nákvæmlega eins gerðist í Palestinu þar sem Hamas unnu einu lyðræðislegu kosningar en Bandaríkin ,Israel og önnur vestræn ríki líkaði það ekki.Í þriðjaheimslönd meiga fólkið ekki vera frjálst.

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 22:39

3 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Salmann !

Þakka þér fyrir; þitt innlegg, þó svo, ég sé ekki alveg sammála þér, að nokkru. Hið svokallaða lýðræði; hvítflibbanna (eins og; á Alþingi í dag), hefir ekki nærri alltaf virkað, eins og dæmin frá Tyrklandi hafa sýnt okkur, glögglega.

Herinn þar; hefir margsinnis, komið á röð og reglu, eftir æfintýraleg spellvirki stjórnmálamanna, eins og við þekkjum.

Með; þeim sömu kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband