Tónlist. Hið eina alþjóðlega tungumál.

 

 Í dag sá ég áhugaverðasta sjónvarpsþátt sem ég hef séð í mjög langann tíma.

Að minnsta kosti sem hefur haft áhrif á mig fram yfir næsta klukkutímann að honum loknum!

Heimildarmynd um samstarf þeirra félaga og vini Daniel Barenbroim sem er Ísraeli og Edward Said frá Palestínu.

Báðir miklir snillingar.

Þeir fengu þá hugmynd að safna saman ungu tónlistarfólki frá Mið-Austurlöndum til að spila saman og mynda Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða.  Hópurinn var vægast sagt hæfileikaríkur!

Aðalmálið var hinsvegar að þarna var samankomið ungt fólk frá Ísrael, Palestínu, Líbanon og Sýrlandi ásamt fulltrúum fleiri landa.

Það er ótrúlegt að heyra þetta unga fólk segja frá því að á milli þessara landa sé ekki einu sinni símasamband, enginn félagsleg tengsl!

Það var því mikið sem þau lærðu af hvert öðru um hin löndin.

Þarna komu þessir ólíku einstaklingar saman og eftir nokkra daga þá var orðin til mögnuð hljómsveit hafinn yfir ríkjadeilur og pólitík.

Tilgangurinn var mjög einfaldur, að ýta undir Tónlistarmenningu á þessum slóðum og brjóta múra milli fólksins á svæðinu, sérstaklega þá huglægu með þekkingu og kennslu að leiðarljósi.

Einangrun almennings í þessum löndum gerir það að verkum að Pólitíkusar og fjölmiðlar stjórna upplýsinga flæðinu að vild.

Þegar þessir einstaklingar kynntust þá kom ýmislegt í ljós, fólk eins og við hin með sömu drauma um frið og samvinnu.

Myndin heitir: Knowledge is the Beginning

Þessi mynd sýnir glöggt hvað Tónlist er alþjóðleg. Túlkun á tilfinningum er skiljanleg fyrir alla og ekki bundinn við tungumál.

 http://www.barenboim-said.org/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband