Höfundaréttur.

Þetta er athygliverð frétt.

Höfundaréttur hefur verið í umræðunni, en ekki nægilega mikið.

Helst hefur sú umræða komið upp í tengslum við niðurhal af netinu og þá oft í tengslum við 365 ljósvakamiðla, sem eðlilega hafa ekki verið sáttir við ólöglegt niðurhal á myndefni sem þeir hafa dreifingarrétt á.

Það er þörf á að skerpa vitund almennings og jafnvel leikmanna á lögum um höfunda og dreifingarrétt og koma þessum upplýsingum í nútímalegt og aðgengilegt horf.

Ég hefði haldið að Stef með sínu öfluga starfi í þágu höfundaréttar gætti þess að höfundur hefði um það að segja í hvaða verkefni, og eins í hvaða tilgangi tónlistin er notuð, eins og í þessu tilviki!

En Stefi til varnar þá er gott aðgengi að upplýsingum hjá þeim og starfsfólk liðlegt.  

Ég hef verið að kynna mér höfundarétt undanfarið í tengslum við tónlist, en á greinilega langt í land með að skilja allan sannleikan í þeim efnum.

Ég hvet til umræðu! 

 


mbl.is „Búið að kasta stærri hagsmunum fyrir minni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt kemur lögum um höfundarrétt ekkert við. Því eins og segir í fréttinni : "..samkvæmt samningi 365 miðla, sem reka m.a. Stöð 2, við STEF og SFH.." Þessir tónlistarmenn voru því sviknir af stef og sfh.

En fram kemur hjá þér  "...ekki verið sáttir við ólöglegt niðurhal á myndefni ...". Nú er ekkert ólöglegt við það að sækja höfundarréttarvarið efni af netinu, lögin heimila það. En það er aftur á móti ólöglegt að dreifa því. "Ólöglegt niðurhal" er ekki til, sama hve oft stef og aðrir varðhundar staglast á því. Við greiðum sérstakt gjald af hverjum auðum geisladiski. Þannig að tónlist og bíómyndir o.fl. sem sótt er á netið er löglegt að brenna á disk. Þann disk má maður nota að vild en ekki selja. Mundu að taka öllum upplýsingum frá stef með fyrirvara. Stundum tala þeir eins og þeir vildu að lögin væru en ekki eins og þau raunverulega eru.

Sigkja (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband