Glæsilegt hjá FSu

basketball

Er það ekki svolítið athyglivert að Körfubolta Akademía Framhaldsskóla sé að berjast um Úrvalsdeildarsæti?

En það er bara staðreyndin hjá FSu og það er ekki mjög langt síðan þessi Akademía var stofnuð eða nákvæmlega 29. Júlí 2005.

Ég á son í yngri hluta þessa starfs sem þarna fer fram svo að málið er mér líka hugleikið. Þarna eru strákar nokkuð víða að þó að flestir séu frá Suðurlandinu a.m.k. í yngri hlutanum.

Það sem mér þykir þó mikilvægast við þetta starf er að strákarnir mega ekki slaka á í námsárangri þó að þeir séu góðir á vellinum. Þetta er því talsverð pressa til að standa sig á öllum sviðum og því ekki mikil orka til eftir vikuna til annars en að hvíla sig um helgar, mér sýnist þetta hafa hið besta forvarnargildi líka, allt tóbak og áfengi er brottrekstrarsök.

Brynjar Karl sem er aðalhvatamaðurinn (og stofnandi Akademíunnar að ég held), er mikill hugsjónamaður og er að skila ákaflega spennandi árangri.

 


mbl.is FSu fyrst til að leggja Breiðablik að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara gaman að fylgjast með afrekum þessara drengja og hvað framtíðin mun bera í skauti sér

Berglind Elva (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband