Er þetta ekki bara tímasóun?
Er að velta því fyrir mér hvers vegna ég byrjaði á þessu og hvers vegna fólk er yfirleitt að blogga.
Dagbókarformið prófaði ég einu sinni, sú tilraun entist sennilega í 3-4 daga. Það sem ég skrifa mest dags daglega eru pælingar, hugmyndir, og skiplag dagsins hjá mér svona þegar ég ætla mér að koma einhverju af viti í verk(Þó að það rati nú sjaldnast á bloggið).
Þó að ég hafi ekki verið mjög duglegur að lesa annarra manna blogg þá er mjög gaman að þeim ólíkum stílum og hugtökum sem ég hef rekist á hjá bloggurum.
Bloggarar eru mis opnir gagnvart einkalífi sínu og sumir opna sig upp á gátt og koma með mjög persónulegar lýsingar á (einka)lífi og daglegum athöfnum sínum, einhverjir hafa gaman að því að stílfæra frásagnir og gera stundum frekar venjulegan dag mjög spennandi.
Fjölmargir eru að ögra og tjá skoðanir sínar, sumir mjög frjálslega að því er virðist til að fá viðbrögð frekar heldur en að fara í ræðustól með undirbúna rökræðu.
Þeir eru þó fjölmargir með mjög mótaðar hugmyndir og skoðanir sem hvergi er kvikað frá, oft skapast því harkalegar umræður með mis gáfulegum skoðanaskiptum.
Skemmtilegastir finnst mér ópólitískir fræðarar (ekki margir hérna) bloggarar sem setja fram mjög fróðlega pistla á ýmsum sviðum. Húmor og hnittin frásögn grípur mig jafnauðveldlega og hreytingar og dónaskapur fælir mig frá frekari lestri
Ég hef skoðanir á ýmsu og gef mér leyfi til að skipta um skoðun ef góð rök og fræðsla segja mér annað.
Ég er algjörlega stefnulaus í mínu bloggi og á jafnvel erfitt með að kalla þetta blogg! því oft er ég að vitna í greinar eða fréttir sem aðrir hafa skrifað og vekja áhuga hjá mér af einhverjum ástæðum.
Ég m.a. byrjaði að ræða Ísrael-Palestínu og eiga skoðana skipti um málið, en gafst fljótlega upp á því, botnlaus umræða eins og svo margar deilur. Komst að því að ég var að eiga við fólk með mjög einhliða hugmyndir og rökræður flestar í sama fari.
Rasisma, Kynhneigð, og fordóma af því taginu hef ég ekki lagt mikið útí heldur.
Ég er nokkurn veginn með það á hreinu að umburðarlyndi og vonandi gagnkvæm virðing við aðra komi mér til þess að líða vel með mínar skoðanir og þá fordóma sem ég er að kljást við hverju sinni.
það kemur þó fyrir að stundum tekur smá tíma að hreinsa sandinn úr hárinu þegar ég er búinn að halda hausnum of lengi í .........
Almennt viðkvæði er þó að mér bara kemur það ekki við hvernig aðrir kjósa að hegða sér á meðan það hneykslar ekki mína viðkvæmu sál:)
En ég er þó klárlega rasisti því að ég vill blanda þessu öllu saman í einn pott og hræra svo hressilega í! Einn kynþáttur með fjölbreyttan og áhugaverðan bakgrunn.
Sama á við um Trúarbrögð flestir eru að tala um sama Guðinn en hver með sína útgáfu, þetta sannar fyrir mér að Guð er kaldhæðinn húmoristi mjög.
Blogg er sennilega í flestum tilvikum mjög gott fyrir hvern og einn til þess að fá útrás fyrir sínar skoðanir og þörf fyrir umræðufrelsi.
Fegurðin í bloggi felst því örugglega í vali hvers og eins til tjáningar.
Ég hef nú komist að því að ég blogga í keppni við púkann! Að fækka stafsetningavillum, auka orðaforðann og læra lítillega í hvert sinn.
Púkinn er sennilega sterkasta ástæðan fyrir mínu bloggi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | 23.5.2008 | 21:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk
Athugasemdir
Ég held að við séum í svipuðum sporum Finnur.. ég veit ekkert afhverju ég blogga..
Óskar Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 22:08
þetta er ákveðin útrás fyrir mann sjálfan held ég, ekkert endilega að manni langi að fá sem flesta lesendur - heldur bara svona góð æfing til að pæla í sínu eigin lífi eða gjörning eða áhugamálum, fær mann til að hugsa og vissulega er gaman að sjá púkann vinna og fá niðurstöður frá honum.
Mér hefur alltaf gaman að heyra þínar pælingar og er ég ekki frá því að maður nái þeim jafnvel betur þegar þú setur þær upp hér, þar sem þú ert alltaf uppfullur af pælingum og hugmyndum.
Kæri bróðir - á meðan þú hefur þörf fyrir að tjá þig að einhverju leyti í þessu formi, þá mun ég lesa
Berglind Elva (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.