Syngja á Ensku! Listamönnum er mismunað!

Ég get vel tekið undir það með Andreu Jóns að fleiri mættu syngja á Íslensku, ef þeir gera það vel og með góða texta.

En ég get ekki fallist á það eins og það er í dag hjá flestuice2 dagskrárgerðafólki og útvarpsstöðvum að spila 99% tónlist á Ensku og segja svo að Íslendingar eigi að syngja á Íslensku!

Hvaða skilaboð eru það til Íslenskra lagahöfunda? 

Ég hef leikið mér við lagasmíðar frá unglingsaldri og hef samið lög nánast alfarið með textann á ensku, þrátt fyrir að uppáhalds höfundar mínir séu rammíslenskir og heita flestir Magnús. Maggi Eiríks, Magnús Þór Sigmunds, Magnús Þór(Megas)o.f.l.... t.d.

Dísa á Íslensku og EnskuEkki það að mig langi ekki að semja eða fá Íslenska texta við lögin mín. Heldur fara lélegir Íslenskir textar meira í taugarnar á mér en "sæmilegir" enskir textar.

Ég er með tvo Íslenska texta við óútgefin lög mín sem ég er ánægður með og þeir eru eftir Andreu Gylfa og Friðrik Sturluson ég veit þó að ég get gert ágætis texta sjálfur, þetta hefur víst eitthvað að gera með þolinmæði þröskuldinn:)

Ég hef sem sagt leitað til mjög góðra textahöfunda til þess að ég sé sáttur við heildar lagið.

það sama á við um ensku textana ég hef leitað til fagmanna til að leiðrétta málfarsvillur og jafnvel klára mína ensku texta en framboðið af enskum textum er margfalt meira.

Eins á ég erfitt með að venjast lagi upp á nýtt á nýju tungumáli, gott dæmi er Serbian flower (Serbinn). Bubbi er flottur og hefur hans tónlist hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum tíðina en hann hljómaði ekki sérlega vel á ensku í mínum eyrum.   4naglar


Ég hef ekki ennþá rekist á þátt í Íslensku útvarpi ennþá sem gerir út á það að finna og spila nýja Íslenska tónlist
nema það sé kannski á næturvöktunum!

Þá á ég ekki við bara eitt og eitt lag inn í dagskrárgerð heldur þátt fyrir nýja Íslenska tónlist óháð tungumáli og tegund, hvað þá tengingum í menningarmafíunni  

Það virðist vera miklu mikilvægara að spila útlendinga á ensku og mæra þá. í stað þess að íslenskir fái hvatningu til að koma sér á framfæri hérlendis. Kannski er það ástæða þess hversu margir flytja sín lög á ensku? Þeir eiga meiri möguleika á athygli erlendis fyrst til að fá spilun hér heima!!!!! klikkað en......

Ég hef aldrei fengið alvöru spilun á lagi hér á landi en í USA og þá sérstaklega Canada hef ég fengið einhverja athygli og spilun, ég er ekki með starfandi hljómsveit, og hefur mér verið sagt að það myndi opna dyr í Íslenska útvarpið, en af hverju fæ ég þá spilun annarstaðar án þess að vera með hljómsveit! 

En mig langar að lokum koma á framfæri þökkum til IMX (Icelandic Music Export) og vekja athygli á því að þar sé vettvangur og aðstoð til að koma sér á framfæri erlendis

En hver veit kannski á Porterhouse eftir að spila á Íslandi fyrir Íslendinga á Íslenzku:)

portbanner


mbl.is Of margir syngja á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband