50.000 Tonna Grænmetisverksmiðja.

vegetable.gifÉg hef áætlanir um að byggja 50.000 tonna Grænmetis verksmiðju.

Vegna hækkandi verðs á kjöti og ýmsum hrávörum þá hef ég mikla trú á að Grænmeti sé málið, (en ekki álið) til útflutnings.

50.000 tonn er mun meira en við framleiðum á Íslandi í dag af grænmeti, að ég held, ekki vegna áhugaleysis framleiðenda heldur vegna skorts á skilningi stjórnvalda á öðrum möguleikum til tekju öflunar í ríkissjóð.

Lífrænt ræktað grænmeti er selt nokkuð háu verði víða um heim.

Fyrir nokkrum dögum voru erlendir gestir í heimsókn hjá okkur, frændfólk frá Bandaríkjunum.

Þetta var Íslensk kona með börnin sín tengdabörn og barnabarn. En konan sú og dóttir hennar hafa verið hér áður. Hin voru að koma í fyrsta skipti og þau voru einfaldlega orðlaus sama hvert var farið með þau að sjá og skoða landið.

Það var mjög fyndið að sjá viðbrögðin þegar þeim var boðið að drekka ískalt og ferskt vatn beint úr læk og þurfti nokkurn sannfæringarkraft til þess að þau þorðu að drekka!!!! Ég fékk vatn og kók með klórbragði þegar ég heimsótti þau!

 En  aftur að grænmetinu þar sem okkar hreina vatn kemur aftur inní myndina sem og heita vatnið okkar skiptir sköpum í ræktun grænmetis og matjurta. Stutt sumar er hægt að framlengja með þessari frábæru orku sem okkur býðst á svo góðu verði  af því að við erum Íslendingar og þetta er allt í bakgarðinum okkar...........ég er að telja upp á 10 áður en ég held áfram!!

OK... rólegur..... Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? aluminum_castings.png

það horfir fram á vatnsskort, matvælaskort, orkuskort og ýmiskonar annan skort en Ál. Flugvélaframleiðsla, bílaframleiðsla og fleira er að dragast saman auk þess heyri ég orð eins og Koltrefjar sem komi í stað áls í flugvélaiðnaði í framtíðinni.

Ef allir vilja vinna störf í Álverksmiðjum (ég á það eftir, vonandi ekki þó) þá er lítið við því að gera.

Mig langar að sjá Ríkið standa jafn vel að afslætti á orkuverði til annarra sem vilja skapa störf í öðrum greinum, jafnvel listgreinum. T,d, ódýrara rafmagn í hljóðfærin og magnarana þar eru margir að flytja út sýnar vörur með góðum árangri. 

Ég hef líka á tilfinningunni að öll þau hjól og fellihýsi sem nú ferðast um landið fái fólk til að hugsa öðruvísi um landið. Það er ef fólk nær að slíta sig frá stressinu.website1stpicture.jpg

Mig reyndar dreymir að geta stundað sjálfsþurftar búskap, fara í berjamó fá mér íslenskar hænur og hinar nývinsælu Geitur miklu frekar en risa stórt grænmetis bú.

En þetta flokkast víst allt sem dagdraumar og rómantík.

En einhvernvegin líður mér betur að hugsa þannig.

Kannski smíða ég bara risagrænmetisbúið þegar öll álverin eru farinn á hausinn eða úr landi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég styð þessa hugmynd þína Finnur.. stórgóð.

Óskar Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband