Mikael Silvestre hittir HIV smitaða einstaklinga í Suður Afríku.
Varnarmaður Manchester United, Mikael Silvestre var hrærður yfir krafti og stolti þessara ungu barna sem hann hitti í heimsókn 'United Fyrir Unicef' í Suður Afríku.
frásögn: Ken Borland
26 Júlí 2008
Að gefa til baka:
Silvestre heimsótti verkefni þar sem markmiðið er að fræða unga Afríkubúa um AIDS og HIV.
"Þau segja að við séum að vinna með dautt fólk, en ef þú ert með eyðni er ekki þar með sagt að þú sért dauður á morgunn". Segir Thabiso með bros á vör, en sorgin er augljós í augum hans.
Thabiso, sem er HIV jákvæður samfélagsþjónn er að tala við Mikael Silvestre sem er heillaður af heilindum og ótrúlegri jákvæðni þessa unga manns sem lifir með sjúkdóm sem mun líklega draga hann til dauða.
Það er sennilega enginn sem er jafn tillitsamur og hljótt hugsandi meðal frægra stjarna í liði Manchester United heldur en Mikael Silvestre og þessi þrítugi leikmaður er greinilega djúpt snortinn af kynnum sínum við Thabiso og aðra Eyðni-smitaða Afríkubúa sem hann hitti á skipulögðu fótbolta námskeiði á vegum Unicef í Jóhannesarborg.
"Mig langaði að koma og hitta fólk með sjúkdóminn og sýna þeim að okkur stæði ekki á sama" sagði Silvestre. "Við erum ókunnugir þeim en þau voru ekki hrædd að opna sig og tala opinskátt um aðstæður og aðstöðu sína við okkur á einlægan og opinskáan hátt.
Þessir krakkar bera höfuðið hátt og lifa sínu hefðbundna lífi. Þau eru einnig staðráðin í a berjast við sjúkdóminn og eru mjög virk í kynningum til að hefta útbreiðslu HIV/Aids í gegnum hin ýmsu samtök, sem er gott að heyra.
Tækifærið bauðst að hitta ungt fólk með áhuga á knattspyrnu í bænum Alexandra sem er skuggahverfi við fótskör ríkustu úthverfa Jóhannesarborgar með tilkomu góðgerðar-samstarfs Unicef og United sem hefur staðið í nokkuð mörg ár.
Þetta samstarf hefur nánar tiltekið staðið í níu ár og upphæðirnar sem við höfum náð að safna eru ótrúlegar. Sem betur fer erum við hjá Manchester með stór hjörtu, sem er bara gott! Segir Mikael Silvestre.
John Shiels yfirmaður góðgerðarmála hjá Manchester United Foundation, nefndi að klúbburinn væri í raun eins og fjölskylda, sem að Silvestre vildi gjarnan vera hluti af enn um sinn. En orðrómur er um að Silvestre sé á förum aftur til Bordeaux þar sem stór-fjölskylda hans býr.
Ég á eitt ár eftir af samningi mínum, svo við sjáum bara til, mér hefur liðið mjög vel og átt frábærar stundir með Manchester United, segir Silvestre.
Annað tímabil með Evrópumeisturunum gerir starfsferilinn að áratug og gefur Silvestre rétt á góðgerðar/vináttu leik sem kann að hafa áhrif á framhaldið hjá Silvestre.
Silvestre sleit liðband í hné í byrjun síðasta tímabils og það var erfiður tími fyrir varnarmanninn sterka.
Sem betur fór var ég var ég tilbúinn fyrir skemmtilegasta hluta tímabilsins þegar við unnum og tókum á móti bikurum. Það var mjög ánægjulegt og nú er tilhlökkun að byrja nýtt keppnistímabil, segir Mikael Silvestre.
En krakkar eins og Thabiso þurfa að sýna mikla ákveðni í þeirra daglegu baráttu við HIV eins og Silvestre nefndi í samtölum sínum við börnin.
En ég sagði krökkunum að við þyrftum þessa sömu ákveðni og styrk til að ná árangri í fótboltanum, og þann sem ég sá hjá þeim.
Unicef leggur áherslu á Aids í hjálparferð sinni um heiminn. Og aðstoð við unga fólkið með upplýsingum um hvernig röng hegðun getur leitt til Alnæmis og hvaða forvarnir séu mögulegar til að varna HIV/eyðnismiti.
Unicef sér Íþróttir sem lykilatriði til að ná til ungafólksins í forvörnum gegn eyðnifaraldri.
Okkar kjörorð er að gefa "innblástur til afreka" og burtséð frá fjáröflun þá er mjög mikilvægt að nýta þau áhrifatengsl sem okkar Íþróttamenn hafa á unga menn og konur. Þar eru leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við börn og ungafólkið. Segir John Shiels.
Fótboltinn sáir fræjum sem börnin eru opin fyrir, það gefur Unicef tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis.
Jeremy Sprigge hjá Unicef í Bretlandi, segir að samstarfið með Manchester United hafi aflað tveggja milljóna punda (£2 milljónir) og haft áhrif á meira en eina og hálfa milljón barna umhverfis jörðina.
Til að styðja Alnæmist átak Unicef! Heimsækið www.unicef.org.uk/manudonate.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | 27.7.2008 | 11:15 (breytt kl. 13:45) | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.