Ráðalaus Ríkisstjórn

talk_politics_free_handPólitík finnst mér mjög leiðinleg, hún er allstaðar og því erfitt að hunsa hana.

Ég hef mikla trú á einstaklingsframtaki en er ekkert hrifinn af óheftri einkavæðingu, sé það ekki sem sama hlutinn.

Sérstaklega er ég á móti einkavæðingu auðlinda, þar finnst mér að almannahagsmunir eigi ávalt að ganga fyrir og í raun eitt af lykilhlutverkum stjórnvalda að sjá til þess að vel sé farið með og gengið um okkar "sameiginlegu" auðlindir.

Ein af auðlindum okkar þó að hún flokkist ekki undir almannaeign er Hámenntað fólk eins og í Heilbrigðisstétt. Ég hef á tilfinningunni að Heilbrigðisráðherra okkar sé svo á móti öllu einkaframtaki og sjálfstæðri hugsun að það bitnar nú á þessari stétt mjög illilega. Hans eina verkfæri virðist vera niðurskurður og hugmyndaleysið er algjört.

Hvað kostar það okkur að senda þetta hámenntaða fólk úr landi? Ráðherrann virðist ófær um að sjá sóknarfæri heldur á að pakka í vörn sem er dæmd til að hrynja og stækkar bara þann vandamálapakka sem við er að glíma.

 

 


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband