Lífsreynslu-saga úr Mosfellsbæ

Svona sögu er sennilega enginn skynsemi að segja frá, en mér finnst hún samt þess virði, þó að ég komi verst út úr henni sjálfur.

Fyrir nokkrum árum þá var ég að spila með þrem öðrum strákum, nokkuð reglulega í bílskúr og þar sem við gátum troðið okkur. Við höfðum fengið okkur lítið hljóðkerfi og fannst þetta reglulega gaman.

Þegar við vorum komnir með um það bil  30 lög þá fórum við að spá í að spila opinberlega,

þá var áhuginn að bera okkur lengra en getan svo sannarlega.

Ég þekkti lítilega til Karls Tómassonar trommara úr Gildrunni, og vissi að hann átti pöbb!

Álafoss-Föt-Bezt. Á fallegasta stað í Mosó Ég hafði reyndar búið eitt sumar í því sama húsi þegar ég vann hjá Pabba mínum, það er önnur saga.

Ég hringdi sem sagt í hann Kalla og spurði hann hvort að við mættum ekki spila eitt kvöld svona til að prófa okkur.

Hann tók okkur að sjálfsögðu afar vel og spurði hvað bandið héti, en þá vorum við ekki komnir lengra en það, að við vorum ekki komnir með það á hreint. Það var ákveðið að kalla okkur Sveitamenn. Það átti við okkur á margann hátt!

Þetta var mest Kántrý og CCR lög sem við vorum að leika okkur með.

Við mættum í hlýjuna á Álafoss Föt Bezt og stilltum upp, mjög spenntir en það var nístingsfrost og bylur úti. Kalli sagðist ekki búast við neinu fjölmenni sem varð líka raunin. 5-8 manns mættu á svæðið.

Okkar skýring er sú að Halldór heitinn Laxness lést annað hvort sama dag eða deginum áður, okkur fannst það eðlilegasta skýringinn eftir á að hyggja.

En við byrjuðum að spila og ekki laust við smá stress og ekki bætti úr að söngvarinn var orðinn náfölur og með einhverja pest og gat ekki verið meira með! Ég kunni að syngja örfá lög af prógramminu og þurfti að taka þung skref út fyrir þægindasviðið því að ekki gátum við bara hætt og  sært þessa 5-8 tónlistarunnendur sem þarna voru komnir.

Ég hóf sem sagt söngferil ásamt Bassaleik þetta kvöld opinberlega.

Eftir fyrsta lag þóttist ég nokkuð sáttur því að nú gekk yfir salinn (sem var tómur) eina kvennkyns veran á svæðinu og rakleitt til mín! Ég var lofaður, en þetta kitlaði nú eitthvað egóið þar til hún benti mér á að beigja mig svo hún gæti talað við mig!

Ég átti nú von á ósk um lag en þá var þessi yndæla kona bara svona almennilega að öskra ekki yfir allan salinn heldur hvíslaði hún í eyra mér!! Bassinn þinn er falskur!!! Og með þeim orðum var hún farinn á barinn.

Í öllu stressinu þá var ég allveg utan við mig að einbeyta mér að söngnum og  hvorki ég né félagar mínir áttuðum okkur á þessu.

En þetta var hárrétt hjá Dömunni.

Nú ekki bætti úr skák að í næsta lagi þá var kominn í salinn sjálfur Birgir söngvari úr Gildrunni og leið mér ekkert of vel að hafa hann til að minna sjálfan mig á mína sönghæfileika, þó að mér finnist ég geta tekið Eirík Haukson á góðum degi:))

En samkomulag varð á endanum um að hætta tímanlega þessum gjörningi, vegna veikinda!!

og Kalli hleypti okkur á barinn.

Þeir voru nú þó svo vingjarnlegir Kalli og Birgir að hvetja mig í að syngja meira, ég vissi aldrei hvort ég átti að taka því sem gríni eða alvöru svo að ég tók örugguleiðina og fæ aðra til að sjá um sönginn. 

Síðan þá hef ég ekki heldur spilað opinberlega! 

En sem þess í stað lög í von um að aðrir taki að sér að flytja þau:) 

Hafið það gott og ÆFIÐ ykkur, það getur komið sér vel! 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man þessa tíma - orðið slatti langt síðan hehe - það er allaveganna pottþétt að lagasmíðin er í góðu lagi og ég er stolt af því hvað þú ert duglegur að koma þér áfram - gangi þér sem best brósi ;) 

Berglind Elva (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta var gaman að lesa og ég man eftir þessu kvöldi á Álafoss föt bezt.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 28.12.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gleðileg Jól drengurinn minn

Kjartan Pálmarsson, 28.12.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband