Færsluflokkur: Bloggar
Eigum við ekki að kalla þessar aðgerðir sínu rétta nafni?
16 Október 1975 hvað Alþjóðadómstóllinn upp þann dóm með hreinum meirihluta að hvorki Marokkó né
Máritanía ættu réttmætar kröfur til landsvæðis Vestur-Sahara (Spænsku Sahara). En þessi lönd byggðu kröfur sýnar á sögulegum tengingum við landsvæðið. Auk þess tók dómurinn af vafa um að landið væri einskimannsland, og réttmætir búar landsins væru Sahrawi þjóðin sem ætti rétt á að kjósa sér sjálfstæði eða samruna við annað land. Og til þess þurfti mikinn meirihluta íbúa til að öðlast löglega staðfestingu.Hvorki Marokkó né Máritania sættu sig við þessa niðurstöðu
Þann 31. Október 1975 sendi Marokkó her sinn inn í landið til að berjast við Polisario sjálfstæðissinna landsins.
Nóvember 6. 1975 Marokkó hóf aðgerð Green March inn í Vestur Sahara. Um 350,000 óvopnaðir Marokkómenn fóru til Tarfaya og biðu fyrirmæla King Hassans II um að fara inní V-Sahara.
Þetta varð til þess að Spánverjar settust að samningaborði og létu undan þrýstinga Marokkó.
Úr varð Madridar-samkomulagið sem skipti landinu á milli Marokkó og Máritaníu og hlut tekna af Fiskveiðum og Fosfatvinnslu sem Spánverjar fengu í sinn hlut.Enginn þessara aðila hafði Sahrawi Þjóðina með í ráðum!
Kalda stríðið var líka háð mjög harðlega um þetta landsvæði þar sem Marokkó var eina Afríkulandið sem studdi Vesturveldin.
Meðferðin sem Sahrawiþjóðin hefur fengið frá Alþjóðasamfélaginu er til skammar sem og aðgerðarleysi Sameinuðuþjóðanna.
SÞ harma blóðbað í V-Sahara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.11.2010 | 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undirskriftar síða á öllum norrænu tungumálunum og ensku.
http://isl.isci.is/English
Mænan er ráðgáta - en saman getum við leyst hana.Skrifum öll undir samnorræna áskorun til WHO um að láta til sín taka. Norðurlöndin skora á WHO!Síðastliðna hálfa öld hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum læknavísindanna svo sem á sviði krabbameins, hjarta og augnlækninga. Á sama tíma hefur hægt miðað í leitinni að lækningu á mænuskaða.Undirritaðir íbúar á Íslandi skora á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO að beita sér fyrir því að hrint verði af stokkunum alþjóðlegu átaki til leitar lækninga á mænuskaða |
http://isl.isci.is
Um ISCI
Mænuskaðastofnun Íslands var stofnsett til að efla skilning meðal þjóða á því hvað mænuskaði er alvarlegt alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og að þjóðir heims þurfi að taka höndum saman svo að lækning finnist. Annar tilgangur stofnunarinnar er að safna á einn stað upplýsingum um tilraunameðferðir á mænusköðuðu fólki sem nú eru gerðar víðsvegar í veröldinni.Tilurð Mænuskaðastofnunar Íslands er að íslenskur hjúkrunarfræðingur, Auður Guðjónsdóttir, sem er móðir mænuskaðaðrar stúlku, hefur undanfarin ár unnið að því að íslenska þjóðin leggi sitt að mörkum svo að lækning við mænuskaða megi finnast.
Elja Auðar hefur vakið athygli á Íslandi og víða um heim og nú leitar hún eftir stuðningi frá almenningi á öllum Norðurlöndum.
Þróun læknavísindanna kemur öllu mannkyni til góða.
Ýta hér til að fara á heimasíðu ISCI
Alþjóðlegur gagnabanki um nýjungar í meðferð við mænuskaða.
Eitt að markmiðum Mænuskaðastofnunar Íslands er að byggja upp og endurnýja stöðugt upplýsingabanka sem geymir allar helstu upplýsingar um nýjungar í meðferð við mænuskaða.Gagnabankinn er á ensku, spænsku, arabísku, rússnesku og kínversku.
Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA.
Ýta hér til að skoða gagnabankann um mænuskaða
Síða á öllum Norrænum tungumálum og Ensku
Bloggar | 28.11.2009 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar var nú presturinn heppinn........ að vera sekur um siðferðisbrot!
En ekki agabrot. Það hlýtur að vera miklu skárra.
En svo má gjarnan einhver útskýra fyrir mér af hverju siðferðisbrot er ekki agabrot! Er ekki siðferðisbrot merki um agaleysi?
Agaleg vitleysa er þetta!
Hyggst hafa boðskap biskups að engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2009 | 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útgáfutónleikar 22 Júlí hjá N1 við Hringbraut.
Áritanir og ókeypis eintök.
Fram koma: Eyþór Ingi, Hera Björk, Haffi Haff, BMV, Elektra, Anna Hlín og fleiri.
(Frítt á tónleikana í boði N1)
Svo er bara að hringja á útvarpsstöðvarnar og biðja um lagið mitt á disknum!
Wake up now - Porterhouse. ásamt Eyþór Inga
( komið á allar útvarpsstöðvar)
Bylgjan sími: 567 1111
Rás 2 sími: 568 7123
FM 95.7 sími: 511 0957
X 97.7 sími: 517 0977
Suðurland FM sími: 480 0963
Bloggar | 21.7.2009 | 12:49 (breytt kl. 12:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr sóknarmaður Manchester United
Mame Biram Diouf ásamt félaga sínum Pape Pate Diouf hafa raðað inn mörkum hjá Molde í Noregi
(ganga þar undir nafninu Mamas & the Papas)
M.B. Diouf mun klára leiktíðina í Noregi með Molde og mæta á Old Trafford eftir áramót.
Eins og þetta myndskeið sýnir þá skorar hann sér til gamans.
Það fylgir sögunni að hann sé fljótur að aðlagast aðstæðum og þroskaður eftir aldri. Að koma frá Senegal til strandbæjar í Noregi hafi ekki verið mikið vandamál, hann hefur skorað 38 mörk í 73 leikjum, þar af 17 mörk í 21 leik á þessari leiktíð.
Hann er sagður frá svæði í Senegal þar sem rignir hressilega þegar rignir!
Rigning í Manchester borg ætti ekki að koma honum á óvart :)
Til gamans má rifja upp að árið 1996 var keyptur leikmaður frá sama félagi (Molde) til Manchester United að nafni Ole Gunnar Solskjær sem reyndust hin bestu kaup.
Bloggar | 18.7.2009 | 11:48 (breytt kl. 12:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af hverju er það svo sjálfsagt að skera niður á Landsbyggðinni eins og tilneigininn virðist vera til?
Landsbyggðin fékk ekki stóra sneið af góðærinu! Þar hafa orðið minnstar sveiflur í atvinnumálum!
Það tekur lengri tíma að byggja upp atvinnutækifæri í smærri byggðarlögum!
Allt niðurskurðar tal fer í taugarnar á mér! Það er dýrt að skapa störf er mér sagt, og ódýrara að viðhalda störfum þó að því fylgi einhver kostnaður tímabundið!
Þessi varnarvitleysa er ekki til að örva þjóðfélagið heldur stöðva það alveg!
Það koma ekki miklar skatttekjur af störfum sem eytt er og þeir sem tapa vinnunni þiggja gjarnan atvinnuleysisbætur til að halda sér á floti! Í mínum huga er því um tvöfalda vitleysu að ræða þegar störfum er fækkað!
Hef ekkert á móti því að stöðva eyðsluvitleysuna og sýna skynsemi, en það má ekki drepa baráttu-andann.
Varar við fækkun háskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.6.2009 | 15:15 (breytt kl. 15:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fréttir af lokun vefsíðunnar "Ringulreið" vekur upp spurningar um fleiri síður þar sem frekar óhugnanlegt einelti á sér oft stað án þess að það sé á allra vörum og þær eru ekki bundnar við unglinga, fullorðnir eru ekkert betri á veraldarvefnum!
Það eru sumar spjallsíður dýraeigenda þar hef ég séð ýmislegt vafasamt, og þykir undarlegur stjórnenda-bragur á þeim síðum eða réttara sagt enginn, þar er málfrelsið svo algjört að þú getur sagt það sem þér sýnist án þess að koma fram undir réttu nafni, áberandi er misklíð milli hópa og einstaklinga sem fólk lætur frá sér ýmislegt óstaðfest og oft á tíðum hreinar lygar frá sér undir fölskum nöfnum og hreinlega er að eyðileggja mannorð annarra!
Þetta er vissulega neikvæður þáttur við Internetið en er að sjálfsögðu þessu fólki mest til skammar sem hagar sér svo.
Get ekki ímyndað mér að það sé erfitt að skikka spjallborðs eigendur með lögum eða reglugerðum til að vinna á sama hátt og bloggið hér á blog.is þ.e. að nafn raunverulegs bloggara sé á bak við höfundarheitið.
Það gefur vefnum meiri trúverðugleika og fær fólk til að vanda aðeins betur hvað það lætur frá sér.....vonandi!
Eins og margoft hefur komið fram þá er erfiðara að hreinsa út umæli af veraldarvefnum en að setja inn!
Til gamans og upplýsingar fyrir þá sem halda að þeir geti sagt allt í þeirri trú að þeir hafi fullt málfrelsi:
Hver, sem opinberlega leggur annan Mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða [fangelsi]2) allt að 1 ári.
1)L. 94/2000, 4. Gr. 2)L. 82/1998, 124. Gr. 234. Gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. Gr.
235. Gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu Hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. Gr.
236. Gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það ...1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum ...1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 129. Gr. 241. Gr. Í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða Hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.
242. Gr. Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta ákæru svo sem hér segir:
Bloggar | 12.6.2009 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira af Textavarpi RÚV:)
Ég fann ekkert um þetta mál á mbl.is eða visir.is enda hafa símafyritækin sjálfsagt sagt þessum fjölmiðlum að auglýsingum myndi fækka eða eitthvað í þá veruna!
á Digital öld Þá leifa þessi fyrirtæki sér að rukka fyrir hverja mínútu sem byrjuð er í samtali þó að það sé aðeins ein sekúnda! Sum eru reyndar með 10 sekúndna reglu. En á tímum digital þá væri hægast að keppa um að vera með þetta hárnákvæmt eins og í keppnishlaupi!
Símtalið varaði í 1 mínútu 09 sek og 23 sekúndubrot.
Ég á erfitt með að finna góða samlíkingu við vörusvik eins og þessi.. en kannski í þessa veru:
Þú ferð í Kjötborð og kaupir 2 sneiðar af kjöti og borgar fyrir allann vöðvann! Sanngjarnt ekki satt!
Eða þá að þú kaupir vöru í reikningsviðskiptum og sölumaðurinn/eigandinn bætir svo á reikninginn eins og honum sýnist.........hhuummm!!! Enginn líking þetta er nákvæmlega það sem þeir gera!
Það er a.m.k. ekki hægt að saka þessi fyrirtæki um góða þjónustulund við viðskiptavini sína.
Nú er mikið talað um siðferði í stjórnmálum og reyndar líka í viðskiptum en ekki hjá Símafyritækjum.
En hér er fréttin orðrétt af Textavarpi RUV:
Dulin verðhækkun á símtölum
Síminn, Vodafone og Tal rukka viðskiptavini sína fyrir hverja byrjaða mínútu símtals úr farsíma.
Á símreikningi frá þessum fyrirtækjum telst símal því aldrei styttra en ein mínúta. Þetta þýðir að viðskiptavinir þessara fyrirtækja borga nú að meðaltali fyrir 30 ónotaðar sekúndur í hverju símtali. Í tilkynningu frá PFS segir að fyrir mars hafi Síminn og Vodafone rukkað fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Þá hafi verið borgað að meðaltali fyrir 5 ónotaðar sek. í hverju símtali. Neytendur eigi erfitt með átta sig á þessu miðað við þær upplýsingar sem þeir hafi. Því megi segja að þetta sé dulin verðhækkun miðað við almennar verðskrár. Nova rukkar fyrir hverjar byrjaðar 30
Bloggar | 22.4.2009 | 10:07 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á Textavarpi RÚV fann ég þessa grein um Vatnsskort í heiminum.Frekar ógnvekjandi frétt sem vekur upp margar spurningar!
Vatn á þrotum í heiminum. Vatn hefur minnkað stórlega í stærstu fljótum heims síðustu áratugi. Þetta hefur alvarleg áhrif á aðgang milljóna manna að drykkjarvatni að mati bandarískra vísindamanna. Þetta eigi við Gulafljót í Kína, Ganges á Indlandi og Colorado ána í Bandaríkjunum, sem fari þverrandi og margar aðrar helstu ár sem sjá stórum hluta mannkyns fyrir ferskvatni. Tímabundin rennslisaukning sé þó í nokkrum fljótum eins og Brahmaputra og Yangtze í Kína vegna mikillar bráðnunar jökla í Himalayafjöllum, sem leiði til vatnsskorts í náinni framtíð.
af textavarpi RUV.
Íslenska vatnið sem við leifum að renna mjög frjálslega úr krananum, er mjög dýrmætt.
Það er nokkuð ljóst að það verður ásókn í þetta frábæra vatn.
Bloggar | 22.4.2009 | 09:39 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Bandaríkjunum var nýlega gerð könnun á fjölda mænuskaðaðra og komu tölurnar nokkuð á óvart.
1.275 milljón manns búa við mænuskaða og 5.6 milljónir við lömun af einhverju tagi.
Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir 250.000 manns með mænuskaða og um 4 milljónir með einhverja lömun í líkamanum.
Meira um þessa könnun hér:
http://communities.kintera.org/Reeve/blogs/daily_dose/default.aspx
Þarna kemur líka fram að mænusköðum hefur fjölgað gífurlega um allan heim vegna aukins hraða í þjóðfélaginu og mikillar aukningar á frítímaslysum.
Bloggar | 22.4.2009 | 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk