Færsluflokkur: Ferðalög

Eyjafjöllin, fjölmennasta sveit landsins!

"Í manntalinu árið 1703 voru Fjöllin fjölmennasta sveit landsins með um 1100 íbúa, sem þá var um 2% af þjóðinni. Það segir kannski eitthvað um hversu gott er að búa undir Fjöllunum".

SeljalandsfossÞessi setning er af vefnum eyjafjöll.is sem er ætlaður ferðamönnum og áhugafólki um eyjafjöllin.

Ég hef verið að tileinka mér og rækta þann eiginleika að sjá nær mér en fjær, hvað ég hef í dag og hvort að græni liturinn á grasinu þarna hinumegin sé ekki bara sá sami. Í það minnsta að sjá í gegnum hyllingarnar.

Ég bý í Rangárþingi-Eystra og verð að viðurkenna að þó ég fari einstaka sinnum um sveitirnar þá helst Fljótshlíð og Eyjafjöllin þá er vitneskjan frekar yfirborðskennd um staðhætti, bæjarnöfn og sögu.

Ég var hinsvegar að skoða vef sveitarfélagsins og fann þá vefinn um Eyjafjöllin sem ég er mjög svo ánægður með og fullur af fróðleik.

Sveitarfélags-vefurinn hefur tekið mikilli framför og rétt að viðurkenna það sem vel er gert.

Þar er að finna mikið magn upplýsinga fyrir heimamenn, áhugafólk og gesti hvort sem er til afþreyingar eða hagnýtingar og hreinlega frábær til að undirbúa ferðalag.

Þetta átti ég að vita, en þegar sumt eins og náttúrufegurð Eyjafjallana og Hlíðarinnar er fyrir augum manns flesta daga þá vill þetta allt verða frekar venjulegt. Til dæmis þá gleymist oft fegurð Landeyjanna en þar er sama hvar þú ert, þú hefur þetta glæsilega útsýni um sveitirnar og svo Fjöllin, Hlíðin og Vestmannaeyjar.

Svo að ég er núna að skoða mitt hérað með öðrum hætti og setja mig í gests-hlutverk, sjáum til hvernig það gengur. En það er mikið að auðæfum hér á svæðinu í náttúrfegurð og sögu.


Brosið býr í Hvolsfjalli.

 

Dularfullt og skemmtilegt bros sést nú á hinu glaðlynda fjalli við Hvolsvöll, Hvolsfjalli.

Ekki veit ég hvort að álfarnir í fjallinu hafi verið að verki eða geimverur í skjóli nætur!Wink

 

 

Brosið býr í Hvolsfjalli
 
Hinsvegar er þetta skemmtilegt framtak sama hver á í hlut:)

 

 


50.000 Tonna Grænmetisverksmiðja.

vegetable.gifÉg hef áætlanir um að byggja 50.000 tonna Grænmetis verksmiðju.

Vegna hækkandi verðs á kjöti og ýmsum hrávörum þá hef ég mikla trú á að Grænmeti sé málið, (en ekki álið) til útflutnings.

50.000 tonn er mun meira en við framleiðum á Íslandi í dag af grænmeti, að ég held, ekki vegna áhugaleysis framleiðenda heldur vegna skorts á skilningi stjórnvalda á öðrum möguleikum til tekju öflunar í ríkissjóð.

Lífrænt ræktað grænmeti er selt nokkuð háu verði víða um heim.

Fyrir nokkrum dögum voru erlendir gestir í heimsókn hjá okkur, frændfólk frá Bandaríkjunum.

Þetta var Íslensk kona með börnin sín tengdabörn og barnabarn. En konan sú og dóttir hennar hafa verið hér áður. Hin voru að koma í fyrsta skipti og þau voru einfaldlega orðlaus sama hvert var farið með þau að sjá og skoða landið.

Það var mjög fyndið að sjá viðbrögðin þegar þeim var boðið að drekka ískalt og ferskt vatn beint úr læk og þurfti nokkurn sannfæringarkraft til þess að þau þorðu að drekka!!!! Ég fékk vatn og kók með klórbragði þegar ég heimsótti þau!

 En  aftur að grænmetinu þar sem okkar hreina vatn kemur aftur inní myndina sem og heita vatnið okkar skiptir sköpum í ræktun grænmetis og matjurta. Stutt sumar er hægt að framlengja með þessari frábæru orku sem okkur býðst á svo góðu verði  af því að við erum Íslendingar og þetta er allt í bakgarðinum okkar...........ég er að telja upp á 10 áður en ég held áfram!!

OK... rólegur..... Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? aluminum_castings.png

það horfir fram á vatnsskort, matvælaskort, orkuskort og ýmiskonar annan skort en Ál. Flugvélaframleiðsla, bílaframleiðsla og fleira er að dragast saman auk þess heyri ég orð eins og Koltrefjar sem komi í stað áls í flugvélaiðnaði í framtíðinni.

Ef allir vilja vinna störf í Álverksmiðjum (ég á það eftir, vonandi ekki þó) þá er lítið við því að gera.

Mig langar að sjá Ríkið standa jafn vel að afslætti á orkuverði til annarra sem vilja skapa störf í öðrum greinum, jafnvel listgreinum. T,d, ódýrara rafmagn í hljóðfærin og magnarana þar eru margir að flytja út sýnar vörur með góðum árangri. 

Ég hef líka á tilfinningunni að öll þau hjól og fellihýsi sem nú ferðast um landið fái fólk til að hugsa öðruvísi um landið. Það er ef fólk nær að slíta sig frá stressinu.website1stpicture.jpg

Mig reyndar dreymir að geta stundað sjálfsþurftar búskap, fara í berjamó fá mér íslenskar hænur og hinar nývinsælu Geitur miklu frekar en risa stórt grænmetis bú.

En þetta flokkast víst allt sem dagdraumar og rómantík.

En einhvernvegin líður mér betur að hugsa þannig.

Kannski smíða ég bara risagrænmetisbúið þegar öll álverin eru farinn á hausinn eða úr landi. 

 

 


Poland-Ísland

Ferðasaga og hugleiðingar.

Klukkan var rúmlega átta á mánudagsmorgni þegar farsíminn minn hringdi.

Góðan dag,(maðurinn kynnti sig) er þetta Finnur Bjarki? Já, svaraði ég og bauð góðan dag á móti.

Mig vantar Kokk til að fara með nokkrum körlum til Póllands að sækja skip og sigla því til Íslands, við leggjum af stað í fyrramálið 5-6 daga ferð! Kemstu með?

Eitthvað í þessa áttina, stutt og laggott hljómaði símtalið frá útgerðarmanninum.

Ég var svo sem ekki lengi að hugsa mig um, hafði ekki komið til Póllands. Ég hef kynnst mikið af Pólsku fólki undanfarin ár og hef lengi haft áhuga á að skoða landið.

Það stóð til að fljúga út á þriðjudegi til Gdansk og sigla skipinu frá Gdynia á miðvikudegi svo landkönnun var nú ekki beint í kortunum.

Svo óheppilega vildi til við vorum varla komnir út fyrir hafnargarðinn þegar upp kom vélarbilun með viðeigandi hávaða (Túrbínan farinn). Við komumst þó til baka inn í höfnina eftir miðnætti, þá var kominn fimmtudagurinn 1. Maí. Frídagur verkamanna er virtur í Pólandi og flestir eru í fríi á föstudeginum líka þar sem annar helgur frídagur í Pólandi ber upp þann 3. Maí (því miður hef ég ekki náð mér í nánari upplýsingar varðandi þennan frídag). 

Upphófst nokkuð sérkennilegt tímastríð til að ná í varahluti og koma skipinu í lag með nokkrum skondnum uppákomum, kannski of mörgum milliliðum og amk fjórum tungumálum, flækjunni lauk svo á þriðjudegi þegar við lögðum af stað heim á leið.Gdynia

En ég ætla aðeins að segja frá því sem fyrir augu bar á meðan við biðum eftir varahlutum (í frjálslegri tímaröð).

Gdynia, Sopot og Gdansk eru saman kallaðar Tri-City, á svæðinu búa um 1. milljón manna. Okkar skip Sóley Sigurjóns lá í höfninni í Gdynia sem er yngst þessara borga. Sopot er afskaplega falleg og mikil ferðamannaborg með glæsilegri strönd, hinar tvær eru hinsvegar meiri hafnarborgir og iðnaðarsvæði.

Gamli tíminn er á undanhaldi og verðlag orðið svipað og hérlendis, það er þó ennþá lægra matarverð og góð veitingahús mun ódýrari en hér heima. Þau veitingahús sem við fórum á eru verulega góð á allan hátt.

Enska er þó ekki á allra vörum en það gerði dvölina bara skemmtilegri, strákarnir sem voru með mér höfðu allir komið þarna áður og gátu sagt mér hversu stórstigar breytingarnar hafa verið á aðeins einum áratug.G�tumynd Gdansk

Þrátt fyrir örar breytingar þá sýnist mér Pólverjar mun skynsamari en við þegar kemur að uppbyggingu framtíðarinnar! Þarna sá ég áberandi virðingu fyrir borgarskipulagi og því skipulagi sem fyrir er.

Ný verslunarmiðstöð eldri hluta Gdansk er hlaðinn með múrsteinum líkt og eldri byggingarnar í Old-City sem er stórglæsileg með mikið aðdráttarafl og alvöru götumyndum.

Nýrri byggingar eru líka mjög smekklegar og falla vel að umhverfinu.

Í Sopot er mikil uppbygging við aðal ferðamannasvæðið og þar er öllum byggingum haldið í frekar lágreistum stíl og vinnusvæðin snyrtilegu þó að vinna sé í fullum gangi. Sopot er dýrust í verðlagi en áberandi falleg og heillandi borg á hraðri uppleið í vinsældum.  Þarna er iðandi mannlíf þrátt fyrir að ferðamanna tíminn sé ekki kominn í fullan gang.

N�tt Hotel

Nýtt Sheraton Hótel í Sopot telur c.a. 6 hæðir ofan á jarðhæð og lætur ekki mikið yfir sér en er falleg bygging og í stíl við eldri byggingar á svæðinu.

Ég var með ranghugmyndir um Pólland sem ferðamannaland en greinilegt er að gestrisnin er mikil.

Okkur var boðið til kvöldverðar á vegum skipasmíða verktakans á 5 stjörnu 17. aldar sveitahótelinu Dwor Oliwski. Einhver glæsilegasti kvöldverður sem ég hef tekið þátt í og staðurinn ævintýralega fallegur.

Ég fer aftur til Póllands það er á hreinu og þá langar mig að sjá miklu meira af landinu og því sem þessi merkilega þjóð hefur uppá að bjóða.

Siglingin heim gekk vel eftir viðgerðina og skipið  fékk mjúka meðferð alla leið þar til djöflaeyjan var í augsýn þá fengum við meinlausa en hefðbundna Íslenska brælu síðasta spölinn. Fyrstur til að kalla okkur upp var skipstjórinn á Vestmanney þar sem Simmi vinur minn er um borð. 

komin heim

 

 

 

 

 

 5-6 dagar urðu 13. og ný Sóley Sigurjóns fékk að sjálfsögðu glæsilegar móttökur í heimahöfn.

 

 


Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband