Færsluflokkur: Íþróttir
Það hafðist fyrir rest, fyrir 30.75 millj,punda.
Auk þess fór Fraizer Campell til Tottenham að láni út leiktíðina!
En ekki mátti tæpara standa að skrá félagaskiptin fyrir lok gluggans!
Íþróttir | 1.9.2008 | 23:52 (breytt kl. 23:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikael Silvestre hittir HIV smitaða einstaklinga í Suður Afríku.
Varnarmaður Manchester United, Mikael Silvestre var hrærður yfir krafti og stolti þessara ungu barna sem hann hitti í heimsókn 'United Fyrir Unicef' í Suður Afríku.
frásögn: Ken Borland
26 Júlí 2008
Að gefa til baka:
Silvestre heimsótti verkefni þar sem markmiðið er að fræða unga Afríkubúa um AIDS og HIV.
"Þau segja að við séum að vinna með dautt fólk, en ef þú ert með eyðni er ekki þar með sagt að þú sért dauður á morgunn". Segir Thabiso með bros á vör, en sorgin er augljós í augum hans.
Thabiso, sem er HIV jákvæður samfélagsþjónn er að tala við Mikael Silvestre sem er heillaður af heilindum og ótrúlegri jákvæðni þessa unga manns sem lifir með sjúkdóm sem mun líklega draga hann til dauða.
Það er sennilega enginn sem er jafn tillitsamur og hljótt hugsandi meðal frægra stjarna í liði Manchester United heldur en Mikael Silvestre og þessi þrítugi leikmaður er greinilega djúpt snortinn af kynnum sínum við Thabiso og aðra Eyðni-smitaða Afríkubúa sem hann hitti á skipulögðu fótbolta námskeiði á vegum Unicef í Jóhannesarborg.
"Mig langaði að koma og hitta fólk með sjúkdóminn og sýna þeim að okkur stæði ekki á sama" sagði Silvestre. "Við erum ókunnugir þeim en þau voru ekki hrædd að opna sig og tala opinskátt um aðstæður og aðstöðu sína við okkur á einlægan og opinskáan hátt.
Þessir krakkar bera höfuðið hátt og lifa sínu hefðbundna lífi. Þau eru einnig staðráðin í a berjast við sjúkdóminn og eru mjög virk í kynningum til að hefta útbreiðslu HIV/Aids í gegnum hin ýmsu samtök, sem er gott að heyra.
Tækifærið bauðst að hitta ungt fólk með áhuga á knattspyrnu í bænum Alexandra sem er skuggahverfi við fótskör ríkustu úthverfa Jóhannesarborgar með tilkomu góðgerðar-samstarfs Unicef og United sem hefur staðið í nokkuð mörg ár.
Þetta samstarf hefur nánar tiltekið staðið í níu ár og upphæðirnar sem við höfum náð að safna eru ótrúlegar. Sem betur fer erum við hjá Manchester með stór hjörtu, sem er bara gott! Segir Mikael Silvestre.
John Shiels yfirmaður góðgerðarmála hjá Manchester United Foundation, nefndi að klúbburinn væri í raun eins og fjölskylda, sem að Silvestre vildi gjarnan vera hluti af enn um sinn. En orðrómur er um að Silvestre sé á förum aftur til Bordeaux þar sem stór-fjölskylda hans býr.
Ég á eitt ár eftir af samningi mínum, svo við sjáum bara til, mér hefur liðið mjög vel og átt frábærar stundir með Manchester United, segir Silvestre.
Annað tímabil með Evrópumeisturunum gerir starfsferilinn að áratug og gefur Silvestre rétt á góðgerðar/vináttu leik sem kann að hafa áhrif á framhaldið hjá Silvestre.
Silvestre sleit liðband í hné í byrjun síðasta tímabils og það var erfiður tími fyrir varnarmanninn sterka.
Sem betur fór var ég var ég tilbúinn fyrir skemmtilegasta hluta tímabilsins þegar við unnum og tókum á móti bikurum. Það var mjög ánægjulegt og nú er tilhlökkun að byrja nýtt keppnistímabil, segir Mikael Silvestre.
En krakkar eins og Thabiso þurfa að sýna mikla ákveðni í þeirra daglegu baráttu við HIV eins og Silvestre nefndi í samtölum sínum við börnin.
En ég sagði krökkunum að við þyrftum þessa sömu ákveðni og styrk til að ná árangri í fótboltanum, og þann sem ég sá hjá þeim.
Unicef leggur áherslu á Aids í hjálparferð sinni um heiminn. Og aðstoð við unga fólkið með upplýsingum um hvernig röng hegðun getur leitt til Alnæmis og hvaða forvarnir séu mögulegar til að varna HIV/eyðnismiti.
Unicef sér Íþróttir sem lykilatriði til að ná til ungafólksins í forvörnum gegn eyðnifaraldri.
Okkar kjörorð er að gefa "innblástur til afreka" og burtséð frá fjáröflun þá er mjög mikilvægt að nýta þau áhrifatengsl sem okkar Íþróttamenn hafa á unga menn og konur. Þar eru leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við börn og ungafólkið. Segir John Shiels.
Fótboltinn sáir fræjum sem börnin eru opin fyrir, það gefur Unicef tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis.
Jeremy Sprigge hjá Unicef í Bretlandi, segir að samstarfið með Manchester United hafi aflað tveggja milljóna punda (£2 milljónir) og haft áhrif á meira en eina og hálfa milljón barna umhverfis jörðina.
Til að styðja Alnæmist átak Unicef! Heimsækið www.unicef.org.uk/manudonate.
Íþróttir | 27.7.2008 | 11:15 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valdimar Þórðarson úr Mosfellsbæ sigraði á íslandsmótinu í Motocrossi á Laugardag í Álfsnesi en hann vann einnig síðustu þol/endúrókeppni. Nr 2. í MX1 var Ragnar Ingi Stefánsson og nr 3. Einar S. Sigurðarson.
Á myndinni má sjá Valda sigra 3ja moto-ið en takið eftir á bakvið hann er Raggi. Aðeins munaði 0.16 sekúndum á þeim á marklínunni. Frábær lokasprettur hjá Ragga en dugði ekki alveg. Upplýsingar fengnar af heimasíðu VÍK www.motocross.is. En ég vona að það sé sumarfríum um að kenna að ekkert er að finna um þetta mót á motocross-linknum hjá MBL.is undir íþrótta fréttir Mig langar að benda á nýju Motocross brautina í Mosfellsbæ og hér fyrir neðan er myndband af brautinni sem Eysteinn Jóhann Dofrason gerði og sá hann að mestu um framkvæmdir á brautinni samkvæmt mínum upplýsingum. sjá einnig www.motomos.is
|
Íþróttir | 29.6.2008 | 14:25 (breytt kl. 14:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Chicago Bulls valdi Derrick Rose í nýliðavali NBA deildarinnar.
Haft eftir John Paxon talsmanni Chicago Bulls, um Derrick Rose sem er heimamaður í Chicago.
"In this league, point guards are really hard to find," Bulls EVP of Basketball Operations John Paxson said after making the pick. "He's got a strength about him that most guards don't have in this league at that position. He's got a great burst and he's very fast with the ball. I think he's going to make other players better, and I think he'll give us some leadership abilities as he goes on that we really need. For us, it was the right pick." Rose visited the Bulls for a private workout on June 19-two days after Michael Beasley was in town-and wasn't shy about his desire to play for his hometown team.
Næstu menn í nýliðavalinu.
Íþróttir | 27.6.2008 | 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enginn leikmaður er stærri en félagsliðið sem hann leikur fyrir.
Ég tek því undir með Eric Cantona að Manchester United heldur áfram að vinna þó að Ronaldo fari.
Það skipti ekki miklu máli með Beckham, Van Nistelrooy og fleiri sem hafa farið, sennilega hefur þó verið erfiðast að fylla skarðið þegar Roy Keane hætti. Allir hætta einhvertímann.
Það er alltaf missir og jafnvel vonbrigði þegar góðir leikmenn hætta hjá Man Utd en jafn harðan stíga inn nýir frábærir leikmenn á sjónarsviðið.
Ronaldo er Englands og Evrópumeistari með Man United, dáður og virtur af fylgjendum félagsins og tiltölulega ungt lið United á bjarta framtíð fyrir höndum. Vissulega er hann skemmtikraftur á vellinum sem ég vill halda hjá United eins lengi og mögulegt er.
Real Madrid hefur ekki verið að gera það sérlega gott undanfarið í Meistaradeildinni en þó unnið Spænska titilinn tvö ár í röð. Innanbúðarerjur og valda pólitík hafa farið illa með þetta fornfræga og sigursæla lið og þeir virðast sjá lausnina á öllum þeirra vanda í C. Ronaldo.
Hjá Manchester United er hann umvafinn vinum og fólki sem styður við bakið á honum. Ég er ekki svo viss um að hann vilji stökkva þangað strax, þó að hann fari kannski síðar meir. Enda alla tíð sagt að honum langi að leika á Spáni einhvern tímann á ferlinum, svo að það hefur aldrei verið leyndarmál.
En ég held að honum sé hollast að hlusta á Mömmu sína að þessu sinni því hann virðist ákaflega áhrifagjarn þegar hann er kominn út fyrir Manchester.
Mamma segir að Ronaldo fari hvergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.6.2008 | 00:01 (breytt kl. 00:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú er ljóst að LA Lakers og Boston Celtics mætast í úrslitum NBA deildarinnar!
Þessi lið mættust síðast úrslitum árið 1987 en þá unnu LA Lakers.
Þetta er nú bara auka atriði!
Aðalmálið er það að mitt lið Chicago Bulls er að vakna af værum blundi komnir með ágætislið (sem lék reyndar langt undir væntingum í vetur).
Chicago Bulls á 1. valrétt í nýliðavalinu þetta árið og valið stendur á milli tveggja frábærra leikmanna samkvæmt heimasíðu Chicago bulls.com .
Þetta árið er reyndar talað um mjög sterkann hóp nýliða. Það eru Memphis "wunderkid" Derrick Rose og Kansas State's "Monster of the paint", Michael Beasley sem eru taldir tveir þeir áhugaverðustu í nýliðavalinu og allt bendir til að Chicago Bulls muni velja þeirra a milli.
Michael Beasley.
Derrick Rose.
Þetta eru hrikalegir körfuboltamenn og spennandi að sjá hvernig þeir eiga eftir að standa sig í NBA deildinni.
Athyglisverður samanburður í þessari grein (smellið á)
Íþróttir | 31.5.2008 | 15:04 (breytt kl. 21:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ennþá líf í David Beckham, skondið mark hjá honum!
Íþróttir | 26.5.2008 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var spenntari en 1999, þetta var frábær úrslitaleikur.
Man. Utd Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.5.2008 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er það ekki svolítið athyglivert að Körfubolta Akademía Framhaldsskóla sé að berjast um Úrvalsdeildarsæti?
En það er bara staðreyndin hjá FSu og það er ekki mjög langt síðan þessi Akademía var stofnuð eða nákvæmlega 29. Júlí 2005.
Ég á son í yngri hluta þessa starfs sem þarna fer fram svo að málið er mér líka hugleikið. Þarna eru strákar nokkuð víða að þó að flestir séu frá Suðurlandinu a.m.k. í yngri hlutanum.
Það sem mér þykir þó mikilvægast við þetta starf er að strákarnir mega ekki slaka á í námsárangri þó að þeir séu góðir á vellinum. Þetta er því talsverð pressa til að standa sig á öllum sviðum og því ekki mikil orka til eftir vikuna til annars en að hvíla sig um helgar, mér sýnist þetta hafa hið besta forvarnargildi líka, allt tóbak og áfengi er brottrekstrarsök.
Brynjar Karl sem er aðalhvatamaðurinn (og stofnandi Akademíunnar að ég held), er mikill hugsjónamaður og er að skila ákaflega spennandi árangri.
FSu fyrst til að leggja Breiðablik að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 27.2.2008 | 09:17 (breytt kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6 Feb 1958
Verður alltaf sorgardagur í huga þeirra sem tengst hafa Manchester United.
6. Febrúar 1958 er dökkur dagur í sögu Manchester United þá létust 23 einstaklingar, þar á meðal átta leikmenn United og þrír starfsmenn liðsins í flugslysi í Munchen.
Á leið til Englands eftir Evrópubikarleik við Rauðu Stjörnuna í Belgrad var millilent í Þýskalandi til að taka eldsneyti. Hætt var við í fyrstu tveim tilraunum til að taka á loft og í þriðju tilraun gerðist slysið.
Tuttugu og tveir létust samstundis og Duncan Edwards einn áttmenningana lést á spítala 15 dögum síðar af völdum áverkanna er hann hlaut í slysinu.
Þessi harmleikur hefur markað djúp spor í sögu United, ekki síst vegna þess að Sir Matt Busby byggði upp nýtt lið eftir að hann náði sér af sárum sínum, sem vann Evrópumeistaratitilinn tíu árum síðar.
Þeir leikmenn sem létust.
Roger Byrne (28), Eddie Colman (21), Mark Jones (24), David Pegg (22), Tommy Taylor (26), Geoff Bent (25), Liam Whelan (22) og Duncan Edwards (21) ásamt ritara United Walter Crickmer, þjálfara Tom Curry og aðstoðarþjálfara Bert Whalley.
Átta fréttamenn létust Alf Clarke, Tom Jackson, Don Davies, George Fellows, Archie Ledbrook, Eric Thompson, Henry Rose, og Frank Swift fyrrum leikmaður Manchester City. Flugstjórinn Ken Rayment , einnig vinur Sir Matt Busby, Willie Sanitof. Umboðsmaður Ferðaþjónustu Bela Miklos og farþegi Tom Cable.
Þeirra er allra minnst.
Lauslega þýtt af manutd.com
Draumurinn um „Busby Babes“ varð að martröð í München | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.2.2008 | 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk