Busby Babes

 

6 Feb 1958

Verður alltaf sorgardagur í huga þeirra sem tengst hafa Manchester United.

6. Febrúar 1958 er dökkur dagur í sögu Manchester United þá létust 23 einstaklingar, þar á meðal átta leikmenn United og þrír starfsmenn liðsins í flugslysi í Munchen.

Á leið til Englands eftir Evrópubikarleik við Rauðu Stjörnuna í Belgrad var millilent í Þýskalandi til að taka eldsneyti. Hætt var við í fyrstu tveim tilraunum til að taka á loft  og í þriðju tilraun gerðist slysið.

Tuttugu og tveir létust samstundis og Duncan Edwards einn áttmenningana lést á spítala 15 dögum síðar af völdum áverkanna er hann hlaut í slysinu.

Þessi harmleikur hefur markað djúp spor í sögu United, ekki síst vegna þess að Sir Matt Busby byggði upp nýtt lið eftir að hann náði sér af sárum sínum, sem vann Evrópumeistaratitilinn tíu árum síðar.

 Þeir leikmenn sem létust.

Roger Byrne (28), Eddie Colman (21), Mark Jones (24), David Pegg (22), Tommy Taylor (26), Geoff Bent (25), Liam Whelan (22) og Duncan Edwards (21) ásamt ritara United Walter Crickmer, þjálfara Tom Curry og aðstoðarþjálfara Bert Whalley.

Átta fréttamenn létust  Alf Clarke, Tom Jackson, Don Davies, George Fellows, Archie Ledbrook, Eric Thompson, Henry Rose, og Frank Swift fyrrum leikmaður Manchester City. Flugstjórinn Ken Rayment , einnig vinur Sir Matt Busby, Willie Sanitof. Umboðsmaður Ferðaþjónustu Bela Miklos og farþegi Tom Cable.

Þeirra er allra minnst.

Lauslega þýtt af manutd.com 


mbl.is Draumurinn um „Busby Babes“ varð að martröð í München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband