Frelsi - til hvers?

Frelsi er vandmeðfarið! 

Það vekur oft athygli mína hversu vel við erum að okkur um aðrar þjóðir og þeirra menningu, sérstaklega í samanburði við okkar einstaka og ágæta land. "Bezt í Heimi" Segir þar alla söguna.

Í einni spjallþrætunni sem ég las þá snérist þrætan að hluta til um Ingibjörgu Sólrúnu og hvers vegna hún bæri slæðu við heimsókn í Islams ríki. Sumum fannst þetta undirlægjuháttur, öðrum kurteisi við menningu viðkomandi lands, og ef ég bæti við þá gæti það líka verið vegna sólarinnar og öryggisráðstöfun.

Einhver sagði að "þetta fólk tekur ekki niður slæðuna þegar það kemur hingað til lands" eins og það sé  alger óvirðing!

Ég spyr: Er það óvirðing við okkur staðföstu frelsishetjurnar að gestir okkar taki ekki niður slæðu þegar komið er á skerið?

Hvað með þetta frelsi sem við státum okkur af?

Er þetta hentisemi frelsi, sem er ekki ætlað öllum nema með ákveðnum forsendum?

Vegna þjóðernis eða trúar erum við að ætla þeim að leika eftir okkar reglum...Vestrænum Frelsis reglum!!!

Þá er nefnilega við hæfi að banna viðkomandi að hafa slæðu og svipta af viðkomandi því val-frelsi!

Mig minnir að mér hafi verið kennt í barnæsku að þetta væri kallað tvöfeldni,rætni,illgirni,einelti eða eitthvað í þá átt.

Það má því sennilega kalla mig öfga frjálshyggjumann því að ég vill gjarnan sjá blandaðan heim af öllum þessum frábæru menningar fjölbreytileika, ef fólk vill blanda menningu eða kynþáttum þá er það þeirra val sem þýðir frelsi í mínum huga.

Þeir sem ekki vilja blandast á einn eða annan hátt hafa val líka og þar með sitt frelsi!

Klæðaburður á vesturlöndum er mjög frjáls, svo frjáls að jafnvel ég er orðinn þreyttur á allri þessari nekt og krefst þess að konan mín sofi í náttfötum, sem væri frelsis-svipting ef hún væri ekki svona glöð með það :) 

Mín skoðun er sú að við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast okkar þjóðfélagsgerð án þess að taka frá þeim þeirra hefðir eða gera lítið úr þeirra uppruna.   

En svo eru líka til þeir sem vilja þvinga þeirra frelsi upp á aðra, frekar stórt dæmi er utanríkisstefna USA við flestar aðrar þjóðir! Þessi mikla frelsis þjóð sem ég dái svo mjög að öðru leiti.togethernessban

Einstaklingar eru jafn hættulegir í frelsis þvingun.

Frelsi fyrir einn til að gera það sem honum sýnist er oft á tíðum frelsissvipting fyrir þann næsta. Nefnum t.d.  Barnaþrælkun og Vændi!  Frelsi er tvíeggja sverð!

Það er því miður oft þannig að við ætlumst til þess að gestir þessa lands geri eins og við í einu og öllu! Þá á ég við að gera eins og ÉG í einu og öllu!

Og verða fangar í frelsinu með mér!

 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÁ ! hvað ég er sammála - vel að orði komist

Berglind Elva (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð grein Finnur. sammála þér.

Óskar Þorkelsson, 19.3.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já, ég er einnig sammála, dytti ekki í hug að banna slæður, en ég vil sjá framan í fólk, það er algjört lágmark.  Svo sef ég í náttfötum, ekki kjól, stundum í sokkum, og komið hefur það fyrir að ég hef sofið með vettlinga.   Veit ekki hvort ég hefði verið hrifin ef kallinn minn hefði krafist þess.  En ég er kulvís með eindæmum og vil fá að ráða því hvort ég sef nakin eða fullklædd.  Það hefur gerst að ég hef vaknað án klæða, en alveg rosalega sjaldan Ég met einstaklingsfrelsið, svo lengi sem það ekki skaðar aðra.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.3.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ætlaði líka að segja Gleðilega páska!Easter Bunny

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband