Þá er hann mættur aftur, í bili amk. Hef verið um borð á frystitogara að þvælast um miðinn síðustu 35 daga. Góður túr og góður mórall um borð. Það eru tvö ár frá því að ég var síðast á sjó. það er mikil keppni í svona vinnu þetta snýst náttúrulega um að koma aflanum ferskum og snyrtum í frost á stuttum tíma og allra hagur að það gangi sem best fyrir sig. Svo að liðsheildin á vaktinni skiptir miklu máli, vaktformaðurinn minn hann Dabbi var ánægður með liðið sitt enda var þetta met-túr á togaranum Baldvin Njálssyni.
Annars átti RÚV mikið í allri umræðu um borð. Það er mikil bylting fyrir sjómenn að sjá fréttir og dagskrá RÚV frá gervihnetti. Þetta sér þó bara skipstjórinn, Vélstjórarnir og önnur vaktin!
Hin vaktin er að vinna svo að það væri nú ekki vitlaust að fá endurteknar fréttirnar eins og Kastljósið í dagskrár lok, það hentar örugglega líka fyrir annað fólk í vaktavinnu.
Nú svo er það útvarpið sem var að gera suma brjálaða, á langbylgju er Rás 1 í öndvegi og á næturnar eru allar bestu sinfóníur heimsins spilaðar í gríð og erg til að hefja upp menningar andann einhversstaðar, ekki þó hjá Sjómönnum, held að menningin deyi alveg þegar skipt er í miðjum Íþróttafréttum yfir á Rás 1. En það virðist vera rétti tíminn hjá RÚV til að skipta milli stöðva.
Annars langar mig að lýsa yfir ánægju með baráttu Flutningabílstjóra!
Mér fannst Lögreglan bara hjákátleg og sorglegt að sjá hvernig þeir stóðu að verki nú síðast. Á nú að fara að berja niður allar skoðanir aðrar en ríkisins hér á landi líkt og í Kína og víðar?
Mér finnst gott að vita að það sé til hópur af kjörkuðu fólki sem lætur í sér heyra þegar því ofbíður.
En 200 manna her bjargar sjálfsagt öllu og gefur ríkinu frið til að gera í buxurnar án þess að kjósendur fái nokkru ráðið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | 24.4.2008 | 10:48 (breytt kl. 10:48) | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk
Athugasemdir
gaman að sjá þig aftur, velkomin heim og gleðilegt sumar.. þú mátt ekki fara svona lengi í burtu aftur því það fór allt á hliðina á meðan þú ert í burtu.
Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 11:30
já frábært að heyra að þú sért kominn heim eftir mokveiði :)
Varð smá öfundsjúk þegar Hilmar Tryggvi sagði mér að þú værir að grilla í mannskapinn. Ég mæti vonandi í ágúst til ykkar í grill og öl.
Bestu kveðjur heim og gleðilegt sumar
kv. úr vorinu í Seattle
Þorbjörg sys (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.