Lausaganga Búfjár

Á þjóðvegi 1 rétt austan við Þjórsá varð fyrir skömmu ömurlegt slys þegar ekið var á hross sem stóð á Þjóðveginum með þeim afleiðingum að hrossið dó, bíllinn ónýtur (Hyunday Starex) og mikil mildi að bílstjóri og unglingur sluppu með eymsli að því er virðist, og andlegt áfall.

Þetta gerðist seint um kvöld og í ljós kom að þarna var ekki einn hestur á ferð heldur hrossastóðH1 en þessi eini stóð á veginum og varð fyrir bílnum.

Þar sem þetta tengist mér mjög þá ætla ég ekki að fella dóm hér en langar að fá viðbrögð við þeim svörum sem fengust þegar réttar vegna trygginga var leitað.

Svar Lögreglu og Sveitarstjóra er að lausaganga Búfjár er leyfilega á þjóðvegi 1. á viðkomandi vegarkafla og það sé ákvörðun viðkomandi Sveitarfélags hverju sinni.

Í vegalögum sem tóku gildi 1. Janúar 2008 stendur hinsvegar:  

50. gr. Lausaganga búfjár.
Lausaganga búfjár á stofnvegum og tengivegum þar sem girt er báðum megin vegar og lokað er fyrir ágangi búfjár, t.d. með ristarhliði, er bönnuð. 

Sem á við í þessu tilfelli, en þrátt fyrir það er búfénaður sagður í rétti og enginn viðurlög við banninu!

Hvort sem Vegagerðin eða Sveitarfélögin hafi ákvörðunarvald um að heimila lausagöngu á Þjóðvegi 1. Þá held ég að réttmæt krafa sé að viðkomandi vegarkafli þar sem lausaganga búfjár er leyfileg,  beri merkingar þar um!

Ég var ekki í viðkomandi bíl, en hef verið vegfarandi um þennan veg nokkuð reglulega frá fæðingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

girðingar í rangárþingi liggja margar hverjar niðri þótt hross séu á túninu..

slysið sem þú ert að tala um var það BB ?

Óskar Þorkelsson, 27.4.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Fjarki

Nei, konan mín og dóttir okkar.

Fjarki , 27.4.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ok þá eru tvö samskonar slys á sama vegakafla á stuttum tíma Björgvin B keyrði á hest þarna og eyðilagði bílinn sinn fyrir rúmum mánuði.

gott að þeim heilsast vel

Óskar Þorkelsson, 27.4.2008 kl. 19:04

4 identicon

Hæ þetta er alveg hrikalegt. Ef að þessi vegakafli er girtur beggja vegna við þá held ég að ég fari með rétt að Vegalögin séu æðri reglugerðum sveitarfélaganna. Lög eru alltaf æðri reglugerðum. Mér finnst með ólíkundum að þetta skuli vera svona við þjóðveg 1 og að sveitarfélagið skuli þá ekki sjá sóma sinn í því að slá þá niður hraða og hafa almennilega lýsingu!! Finnur þið Magga skuluð ræða við lögfræðing ekki taka neinu sem gefnu í þessu..

kv.Hilla

Hilla (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Fjarki

Takk fyrir Hilla.

Við höfðum strax samband við Lögfræðing með reynslu í svona málum.

Erum bara nokkuð bjartsýn.

Þetta kom samt mjög á óvart að Lausaganga væri yfirhöfuð leyfileg á Þjóðvegi 1.

Fjarki , 28.4.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Guði sé lof, Aldrei of varlega farið. Þó svo að lausaganga búfjár sé mun minni en áður fyrr, þá hefur umferð aukist svo hrikalega, að það er dauðans alvara að vera á þjóðvegum landsins.  Ég hef í tvígang keyrt á lamb, og það var nógu slæmt, þó að ekkert okkar í bílnum hafi slasast. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.5.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband